Giftist þeirri fyrstu sem hann hitti á Tinder Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2022 11:00 Steinþór og Glódís giftu sig í fyrrasumar en héldu athöfnina sjálfa hátíðlega í ágúst, síðastliðnum. vísir/stöð 2/arnar Hjónin Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir giftu sig við hátíðlega athöfn á Flateyri í ágúst. Þau kynntust í gegn um stefnumótaforritið Tinder fyrir sex árum síðan en Glódís var sú fyrsta sem Steinþór „matsaði“ við á forritinu. „Við þekktumst ekki neitt sko en það höfðu átt sér stað einhver örlítil samskipti á Twitter. Ég ákveð síðan að prófa Tinder og til að gera langa sögu stutta þá var hún bara fyrsta matsið mitt á Tinder. Við hittumst svo tveimur dögum síðar á Þorláksmessu og við höfum verið saman síðan,“ segir Steinþór. Fjallað var um áhrif stefnumótaforrita og tækni á ástarlíf- og menningu Íslendinga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við hjónin: Þau hafa ekkert nema gott um forrit sem þessi að segja enda geta þau varla annað: „Það kom okkur saman, ári seinna kom sonur og nú erum við gift!“ segir Steinþór. Glódís kveðst þó viss um að þau hefðu einhvern veginn náð saman ef ekki væri fyrir Tinder: „Ég held að við hefðum hist eitthvað niðri í bæ einhvern tíma... En þetta flýtti allavega fyrir.“ Þau giftu sig formlega fyrir ári síðan hjá sýslumanni á Flateyri í miðjum heimsfaraldri en héldu veisluna og sjálfa athöfnina formlega í ágúst síðastliðnum. Hægt að senda merki til fólks Spurð hvort þetta sé orðin algengasta leið unga fólksins til að finna maka segir Glódís: „Ég held það sé ekkert bara í gegn um Tinder heldur líka í gegn um hina samfélagsmiðlana. Þú sérð einhverja heita píu á Instagram og fylgir henni.“ Steinþór tekur undir: „Já, fólk er að senda alls konar merki til fólks í gegn um þessi forrit. Fara kannski og læka einhverja gamla mynd, það sendir ákveðin skilaboð. Þannig að ég held að Tinder sé alls ekkert það eina sem fólk er að nota.“ Finna má umfangsmeiri umfjöllun um ástina og stefnumótaforrit í spilaranum hér að ofan. Þar fara þau Glódís og Steinþór meðal annars yfir fyrstu skilaboðin sem hann sendi henni í gegn um Tinder. Ástin og lífið Tinder Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
„Við þekktumst ekki neitt sko en það höfðu átt sér stað einhver örlítil samskipti á Twitter. Ég ákveð síðan að prófa Tinder og til að gera langa sögu stutta þá var hún bara fyrsta matsið mitt á Tinder. Við hittumst svo tveimur dögum síðar á Þorláksmessu og við höfum verið saman síðan,“ segir Steinþór. Fjallað var um áhrif stefnumótaforrita og tækni á ástarlíf- og menningu Íslendinga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við hjónin: Þau hafa ekkert nema gott um forrit sem þessi að segja enda geta þau varla annað: „Það kom okkur saman, ári seinna kom sonur og nú erum við gift!“ segir Steinþór. Glódís kveðst þó viss um að þau hefðu einhvern veginn náð saman ef ekki væri fyrir Tinder: „Ég held að við hefðum hist eitthvað niðri í bæ einhvern tíma... En þetta flýtti allavega fyrir.“ Þau giftu sig formlega fyrir ári síðan hjá sýslumanni á Flateyri í miðjum heimsfaraldri en héldu veisluna og sjálfa athöfnina formlega í ágúst síðastliðnum. Hægt að senda merki til fólks Spurð hvort þetta sé orðin algengasta leið unga fólksins til að finna maka segir Glódís: „Ég held það sé ekkert bara í gegn um Tinder heldur líka í gegn um hina samfélagsmiðlana. Þú sérð einhverja heita píu á Instagram og fylgir henni.“ Steinþór tekur undir: „Já, fólk er að senda alls konar merki til fólks í gegn um þessi forrit. Fara kannski og læka einhverja gamla mynd, það sendir ákveðin skilaboð. Þannig að ég held að Tinder sé alls ekkert það eina sem fólk er að nota.“ Finna má umfangsmeiri umfjöllun um ástina og stefnumótaforrit í spilaranum hér að ofan. Þar fara þau Glódís og Steinþór meðal annars yfir fyrstu skilaboðin sem hann sendi henni í gegn um Tinder.
Ástin og lífið Tinder Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira