Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 10:36 Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku við athöfnina í Westminster Abbey. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. Þjóðarleiðtogar flyktust til London í gær til að vera viðstaddir útför drottningar, þar á meðal Biden Bandaríkjaforseti og íslensku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Um tvö þúsund gestir voru í Westminster Abbey. Trump birti mynd frá athöfninni á samfélagsmiðlasíðu sinni og fáraðist yfir því að Biden hafi verið látinn sitja svo aftarlega. Á innfelldri mynd sést Biden tylla sér fyrir aftan Guðna og Elizu. „Þetta er það sem hefur orðið um Bandaríkin á aðeins tveimur stuttum árum. Engin virðing! Hins vegar góður tími fyrir forsetann okkar að kynnast leiðtogum ákveðinna þriðja heims ríkja,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðilinn Truth. Trump says he would ve gotten a better seat than Biden at the Queen s funeral. pic.twitter.com/2n1hY3AfdM— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) September 19, 2022 Fyrrverandi forsetinn var ekki hættur og hélt því fram að ef hann væri enn við völd hefði hann fengið betra sæti við útförina en Biden. „Ef ég væri forseti hefðu þau ekki sett mig þarna fyrir aftan og landið okkar væri verulega frábrugðið því sem það er núna!“ Eftir því sem Vísir kemst næst raða konungsdæmi öðru kóngafólki á fremstu bekki við athafnir eins og útförina í gær. Fyrir aftan það koma svo kjörnir þjóðarleiðtogar og er þeim raðað eftir því hversu lengi þeir hafa setið í embætti. AP-fréttastofan segir að forsetar, forsætisráðherrar og aðrir þjóðarleiðtogar sem voru viðstaddir útförina í gær hafi almennt látið lítið fyrir sér fara. Þeir hafi lítið tjáð sig við fjölmiðla og forðast að draga athyglina frá viðburðinum. Gærdagurinn viðburðaríki var gerður upp í Íslandi í dag í gærkvöldi. Heimir Már Pétursson fór yfir hápunkta dagsins og Kristín Ólafsdóttir, sem stödd er í Lundúnum, lýsti stemmningunni í ensku höfuðborginni. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Þjóðarleiðtogar flyktust til London í gær til að vera viðstaddir útför drottningar, þar á meðal Biden Bandaríkjaforseti og íslensku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Um tvö þúsund gestir voru í Westminster Abbey. Trump birti mynd frá athöfninni á samfélagsmiðlasíðu sinni og fáraðist yfir því að Biden hafi verið látinn sitja svo aftarlega. Á innfelldri mynd sést Biden tylla sér fyrir aftan Guðna og Elizu. „Þetta er það sem hefur orðið um Bandaríkin á aðeins tveimur stuttum árum. Engin virðing! Hins vegar góður tími fyrir forsetann okkar að kynnast leiðtogum ákveðinna þriðja heims ríkja,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðilinn Truth. Trump says he would ve gotten a better seat than Biden at the Queen s funeral. pic.twitter.com/2n1hY3AfdM— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) September 19, 2022 Fyrrverandi forsetinn var ekki hættur og hélt því fram að ef hann væri enn við völd hefði hann fengið betra sæti við útförina en Biden. „Ef ég væri forseti hefðu þau ekki sett mig þarna fyrir aftan og landið okkar væri verulega frábrugðið því sem það er núna!“ Eftir því sem Vísir kemst næst raða konungsdæmi öðru kóngafólki á fremstu bekki við athafnir eins og útförina í gær. Fyrir aftan það koma svo kjörnir þjóðarleiðtogar og er þeim raðað eftir því hversu lengi þeir hafa setið í embætti. AP-fréttastofan segir að forsetar, forsætisráðherrar og aðrir þjóðarleiðtogar sem voru viðstaddir útförina í gær hafi almennt látið lítið fyrir sér fara. Þeir hafi lítið tjáð sig við fjölmiðla og forðast að draga athyglina frá viðburðinum. Gærdagurinn viðburðaríki var gerður upp í Íslandi í dag í gærkvöldi. Heimir Már Pétursson fór yfir hápunkta dagsins og Kristín Ólafsdóttir, sem stödd er í Lundúnum, lýsti stemmningunni í ensku höfuðborginni.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira