Segir Pútín hafa gert „stór mistök“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2022 20:27 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagins. AP/Olivier Matthys Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) segir hótanir Vladimírs Pútins, forseta Rússlands, um notkun kjarnorkuvopna vera „hættulegan og óábyrgan“ áróður. Hann segir að eina leiðin til að binda enda á stríðið í Úkraínu sé að sýna Rússum það og sanna að þeir geti ekki sigrað í Úkraínu. Þetta sagði Stoltenberg í viðtali við fréttaveituna Reuters af tilefni fyrstu herkvaðningar Rússa frá seinni heimsstyrjöldinni. Hann sagði að herkvaðning og væntanleg innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu myndi stigmagna átökin í landinu og kosta fleiri mannslíf. Sjá einnig: Boðar herkvaðningu og hótar kjarnorkustríði Stoltenberg sagði einnig að þessar aðgerðir Vladimírs Pútins væru til marks um að hann hefði gert mikil mistök með því að ráðast inn í Úkraínu. Hann sagði að ríki NATO myndu ekki taka þátt í hættulegum áróðri Pútíns. „Eina leiðin til að binda enda á þetta stríð er að sanna fyrir Pútín að hann mun ekki sigra á vígvellinum. Þegar hann áttar sig á því, verður hann að setjast niður og komast að skynsamlegu samkomulagi við Úkraínumenn,“ sagði Stoltenberg. Héruðin sem Rússar vilja hernema og svæðin sem þeir stjórna. Eins og sjá má stjórna þeir til að mynda ekki stórum hluta Donetsk-héraðs. Úkraínumenn eru einnig farnir að sækja fram í Luhansk-héraði.Vísir/Sara Pútín tilkynnti í ávarpi sem birt var í morgun að gripið yrði til sértækar herkvaðningar í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Til stæði að kveðja allt að þrjú hundruð þúsund fyrrverandi hermenn til herþjónustu á næstu misserum til að verja héruð Úkraínu sem Rússar ætla að innlima og þá væntanlega strax eftir helgi. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum, ræddi stöðuna í Úkraínu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fylla upp í raðirnar Rússar hafa verið á hælunum í Úkraínu síðustu vikur. Þeir yfirgáfu Kharkív-hérað á dögunum og standa frammi fyrir áframhaldandi gagnárásum Úkraínumanna í Donetsk og Luhansk í austri. Í Kherson-héraði í suðri stendur stór hluti rússneska hersins frammi fyrir umfangsmikilli gagnárás Úkraínumanna. Sjá einnig: Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Með því að fara ekki í almenna herkvaðningu heldur kveðja uppgjafarhermenn til þjónustu, geta Rússar komist hjá löngu þjálfunarferli. Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að herinn hafi verið að uppfæra lista yfir uppgjafarhermenn og þjálfun þeirra. Ef herdeildir vantar menn sem kunna að keyra skrið- og bryndreka er hægt að kveðja menn með slíka þjálfun í herinn og senda þá tiltölulega fljótt til Úkraínu. Ávarpi Pútíns og herkvaðniingu hefur verið mótmælt í Rússlandi í kvöld. Talið er að meira en þúsund mótmælendur hafi verið handteknir.AP Sérfræðingar segja líklegast að herkvaðningin verði notuð til að fylla upp í raðir hersveita sem hafa verið fastar á víglínunum í Úkraínu um langt skeið og hafa orðið fyrir miklu mannfalli. Þá hafa borist fregnir af slæmum aðbúnaði hermanna, lélegum baráttuanda og því að stórir hópar hermanna hafi neitað að berjast. Sjá einnig: Segja herkvaðninguna til marks um misheppnaða aðgerð Rússa „Ávarp Pútíns er til marks um það að innrásin er ekki að fara eftir áætlun,“ sagði Stoltenberg við Reuters. Upprunaleg áætlun Rússa gerði ráð fyrir því að það myndi takan skamman tíma að ná tökum á landinu öllu. Sjö mánuðir eru síðan innrásin hófst. „Hann gerði stór mistök. Strategísk mistök,“ sagði Stoltenberg. „Fleiri hermenn munu stigmagna átökin. Það þýðir meiri þjáning, fleiri töpuð líf. Úkraínsk líf og rússnesk líf.“ Í ávarpi sínu hélt Pútín því fram að ráðamenn í ríkjum NATO hefðu ógnað Rússlandi með kjarnorkuvopnum, en eins og segir í frétt Reuters eru engar sannanir fyrir því að það hafi verið gert. Þá sagði Pútin að Rússar ættu einnig „margar leiðir til að valda eyðileggingu“. Rússar skutu eldflaugum að Kharkív-borg í kvöld.AP/Badim Belikov Stoltenberg sagði að engin ummerki hefðu sést um aukin viðbúnað hjá þeim sveitum rússneska hersins sem sjá um kjarnorkuvopn ríkisins og bætti við að mikilvægt væri að tryggja að slík vopn yrðu ekki notuð. „Við munum tryggja að það verður engin misskilningur í Moskvu um alvarleika þess að nota kjarnorkuvopn,“ sagði Stoltenber. Hann ítrekaði að Rússum yrði gert ljóst að þeir myndu ekki vinna kjarnorkustyrjöld. Vill frekar auka stuðning við Úkraínu Framkvæmdastjórinn sagði einnig að ríki NATO hefðu átt í viðræðum við vopnaframleiðendur um aukna framleiðslu og að hann væri vongóður um að bakhjarlar Úkraínu myndu standa saman í gegnum veturinn. „Við erum undirbúin fyrir erfiðan vetur. Veturinn er að koma og hann verður erfiður fyrir okkur öll. Svarið er þó ekki að hætta að styðja Úkraínu. Ef eitthvað er þá er það að auka stuðninginn.“ Varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti í kvöld ummæli frá herforingjanum Valerí Salusjní, yfirmanni herafla Úkraínu, um að Úkraínumenn myndu fella alla þá sem gerðu innrás í landið. Hvort sem þeir væru sjálfboðaliðar eða kvaðmenn. Commander-in-Chief of the #UAarmy General Valerii Zaluzhnyi:We will destroy everyone who comes to our land with weapons, whether voluntarily or due to mobilization.— Defense of Ukraine (@DefenceU) September 21, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Vladimír Pútín Tengdar fréttir Gefið í skyn að aðgerðum á hernumdum svæðum verði svarað fullum hálsi Orðræða rússneskra stjórnvalda hefur stigmagnast að mati sérfræðings í utanríkismálum, þar sem gefið er í skyn að hernaðaraðgerðum í úkraínskum héröðum sem Rússar hyggjast innlima verði svarað með öllum tiltækum ráðum. Tilkynnt var um herkvaðningu í Rússlandi í morgun. 21. september 2022 12:05 Frestuðu ávarpi Pútíns um innlimun til morguns Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlaði að ávarpa þjóðina í kvöld en svo virðist sem hætt hafi verið við að birta ávarpið. Fyrst átti að ávarpið, sem ku hafa verið tekið upp fyrr í dag, klukkan fimm að íslenskum tíma. 20. september 2022 22:30 Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. 20. september 2022 14:54 Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17. september 2022 11:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Þetta sagði Stoltenberg í viðtali við fréttaveituna Reuters af tilefni fyrstu herkvaðningar Rússa frá seinni heimsstyrjöldinni. Hann sagði að herkvaðning og væntanleg innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu myndi stigmagna átökin í landinu og kosta fleiri mannslíf. Sjá einnig: Boðar herkvaðningu og hótar kjarnorkustríði Stoltenberg sagði einnig að þessar aðgerðir Vladimírs Pútins væru til marks um að hann hefði gert mikil mistök með því að ráðast inn í Úkraínu. Hann sagði að ríki NATO myndu ekki taka þátt í hættulegum áróðri Pútíns. „Eina leiðin til að binda enda á þetta stríð er að sanna fyrir Pútín að hann mun ekki sigra á vígvellinum. Þegar hann áttar sig á því, verður hann að setjast niður og komast að skynsamlegu samkomulagi við Úkraínumenn,“ sagði Stoltenberg. Héruðin sem Rússar vilja hernema og svæðin sem þeir stjórna. Eins og sjá má stjórna þeir til að mynda ekki stórum hluta Donetsk-héraðs. Úkraínumenn eru einnig farnir að sækja fram í Luhansk-héraði.Vísir/Sara Pútín tilkynnti í ávarpi sem birt var í morgun að gripið yrði til sértækar herkvaðningar í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Til stæði að kveðja allt að þrjú hundruð þúsund fyrrverandi hermenn til herþjónustu á næstu misserum til að verja héruð Úkraínu sem Rússar ætla að innlima og þá væntanlega strax eftir helgi. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum, ræddi stöðuna í Úkraínu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fylla upp í raðirnar Rússar hafa verið á hælunum í Úkraínu síðustu vikur. Þeir yfirgáfu Kharkív-hérað á dögunum og standa frammi fyrir áframhaldandi gagnárásum Úkraínumanna í Donetsk og Luhansk í austri. Í Kherson-héraði í suðri stendur stór hluti rússneska hersins frammi fyrir umfangsmikilli gagnárás Úkraínumanna. Sjá einnig: Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Með því að fara ekki í almenna herkvaðningu heldur kveðja uppgjafarhermenn til þjónustu, geta Rússar komist hjá löngu þjálfunarferli. Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að herinn hafi verið að uppfæra lista yfir uppgjafarhermenn og þjálfun þeirra. Ef herdeildir vantar menn sem kunna að keyra skrið- og bryndreka er hægt að kveðja menn með slíka þjálfun í herinn og senda þá tiltölulega fljótt til Úkraínu. Ávarpi Pútíns og herkvaðniingu hefur verið mótmælt í Rússlandi í kvöld. Talið er að meira en þúsund mótmælendur hafi verið handteknir.AP Sérfræðingar segja líklegast að herkvaðningin verði notuð til að fylla upp í raðir hersveita sem hafa verið fastar á víglínunum í Úkraínu um langt skeið og hafa orðið fyrir miklu mannfalli. Þá hafa borist fregnir af slæmum aðbúnaði hermanna, lélegum baráttuanda og því að stórir hópar hermanna hafi neitað að berjast. Sjá einnig: Segja herkvaðninguna til marks um misheppnaða aðgerð Rússa „Ávarp Pútíns er til marks um það að innrásin er ekki að fara eftir áætlun,“ sagði Stoltenberg við Reuters. Upprunaleg áætlun Rússa gerði ráð fyrir því að það myndi takan skamman tíma að ná tökum á landinu öllu. Sjö mánuðir eru síðan innrásin hófst. „Hann gerði stór mistök. Strategísk mistök,“ sagði Stoltenberg. „Fleiri hermenn munu stigmagna átökin. Það þýðir meiri þjáning, fleiri töpuð líf. Úkraínsk líf og rússnesk líf.“ Í ávarpi sínu hélt Pútín því fram að ráðamenn í ríkjum NATO hefðu ógnað Rússlandi með kjarnorkuvopnum, en eins og segir í frétt Reuters eru engar sannanir fyrir því að það hafi verið gert. Þá sagði Pútin að Rússar ættu einnig „margar leiðir til að valda eyðileggingu“. Rússar skutu eldflaugum að Kharkív-borg í kvöld.AP/Badim Belikov Stoltenberg sagði að engin ummerki hefðu sést um aukin viðbúnað hjá þeim sveitum rússneska hersins sem sjá um kjarnorkuvopn ríkisins og bætti við að mikilvægt væri að tryggja að slík vopn yrðu ekki notuð. „Við munum tryggja að það verður engin misskilningur í Moskvu um alvarleika þess að nota kjarnorkuvopn,“ sagði Stoltenber. Hann ítrekaði að Rússum yrði gert ljóst að þeir myndu ekki vinna kjarnorkustyrjöld. Vill frekar auka stuðning við Úkraínu Framkvæmdastjórinn sagði einnig að ríki NATO hefðu átt í viðræðum við vopnaframleiðendur um aukna framleiðslu og að hann væri vongóður um að bakhjarlar Úkraínu myndu standa saman í gegnum veturinn. „Við erum undirbúin fyrir erfiðan vetur. Veturinn er að koma og hann verður erfiður fyrir okkur öll. Svarið er þó ekki að hætta að styðja Úkraínu. Ef eitthvað er þá er það að auka stuðninginn.“ Varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti í kvöld ummæli frá herforingjanum Valerí Salusjní, yfirmanni herafla Úkraínu, um að Úkraínumenn myndu fella alla þá sem gerðu innrás í landið. Hvort sem þeir væru sjálfboðaliðar eða kvaðmenn. Commander-in-Chief of the #UAarmy General Valerii Zaluzhnyi:We will destroy everyone who comes to our land with weapons, whether voluntarily or due to mobilization.— Defense of Ukraine (@DefenceU) September 21, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Vladimír Pútín Tengdar fréttir Gefið í skyn að aðgerðum á hernumdum svæðum verði svarað fullum hálsi Orðræða rússneskra stjórnvalda hefur stigmagnast að mati sérfræðings í utanríkismálum, þar sem gefið er í skyn að hernaðaraðgerðum í úkraínskum héröðum sem Rússar hyggjast innlima verði svarað með öllum tiltækum ráðum. Tilkynnt var um herkvaðningu í Rússlandi í morgun. 21. september 2022 12:05 Frestuðu ávarpi Pútíns um innlimun til morguns Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlaði að ávarpa þjóðina í kvöld en svo virðist sem hætt hafi verið við að birta ávarpið. Fyrst átti að ávarpið, sem ku hafa verið tekið upp fyrr í dag, klukkan fimm að íslenskum tíma. 20. september 2022 22:30 Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. 20. september 2022 14:54 Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17. september 2022 11:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Gefið í skyn að aðgerðum á hernumdum svæðum verði svarað fullum hálsi Orðræða rússneskra stjórnvalda hefur stigmagnast að mati sérfræðings í utanríkismálum, þar sem gefið er í skyn að hernaðaraðgerðum í úkraínskum héröðum sem Rússar hyggjast innlima verði svarað með öllum tiltækum ráðum. Tilkynnt var um herkvaðningu í Rússlandi í morgun. 21. september 2022 12:05
Frestuðu ávarpi Pútíns um innlimun til morguns Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlaði að ávarpa þjóðina í kvöld en svo virðist sem hætt hafi verið við að birta ávarpið. Fyrst átti að ávarpið, sem ku hafa verið tekið upp fyrr í dag, klukkan fimm að íslenskum tíma. 20. september 2022 22:30
Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. 20. september 2022 14:54
Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17. september 2022 11:44