Opnað á umfjöllun um tjón Eyvindartungubænda Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 11:30 Hluti vegfyllingar við Lyngdalsheiði gaf sig í apríl 2019. Bændur á Eyvindartungu segja að efni hafi farið með ánni og í uppistöðulón og valdið þar tjóni á virkjun í þeirra eigu. Jón Snæbjörnsson Landsréttur hefur úrskurðað að mál bænda að Eyvindartungi í Bláskógabyggð gegn Vegagerðinni, sem höfðað var vegna aurskriðu sem féll á lóð þeirra við veginn um Lyngdalsheiði, skuli tekið til efnislegrar meðferðar í héraði. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður vísað málinu frá dómi. Deilan snýr að því að bændur að Eyvindartungu, skammt frá Laugarvatni, telja sig hafa orðið fyrir fjártjóni þegar hluti vegfyllingar Lyngdalsheiðarvegar, þar sem vegurinn liggur yfir Sandá, hafi gefið sig í apríl 2019. Jarðefni hafi þá runnið niður í farveg árinnar og valdið skemmdum á landi og mannvirkjum í þeirra eigu. Bændurnir segja að hluti jarðefnisins hafi borist niður í uppistöðulón tveggja vatnsaflsvirkjana í eigu þeirra. Til að ná fyrri rekstrar-og miðlunarskilyrðum fyrir umrædda virkjun, Sandárvirkjun V, hafi þurft að fjarlægja umframefni sem barst í lónið við úrrennslið og hafi heildarkostnaður af framkvæmdinni verið talinn nema um tíu milljónum króna. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur Suðurlands ákvað í sumar að vísa málinu frá dómi á þeim grunni að stefnendur hafi ekki sýnt nægilega fram á að félagið hafi orðið fyrir tjóni í skilninga laga um meðferð einkamála og að skilyrði fyrir málshöfðun vegna viðurkenningar á bótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá var bændunum gert að greiða Vegagerðinni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið.Jón Snæbjörnsson Landsréttur var hins vegar ósammála niðurstöðu héraðsdóms og taldi Eyvindartunga ehf hafa leitt að því nægar líkur að þau hafi orðið fyrir fjártjóni vegna aurskriðunnar. Því var talið að skilyrði fyrir því að taka viðurkenningarkröfuna til efnislegrar umfjöllunar væru uppfyllt. Hinn kærði úrskurður því því felldur úr gildi. Segja veginn ekki rétt hannaðan Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið. Vildu þeir meina að hönnuðum og framkvæmdaaðilum eigi ekki að hafa dulist að í vegstæðinu, og þar í kring, hafi verið vatnsuppsprettur og að huga hafi þurft að því við gerð vegarins. Dómsmál Samgöngur Vegagerð Bláskógabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Deilan snýr að því að bændur að Eyvindartungu, skammt frá Laugarvatni, telja sig hafa orðið fyrir fjártjóni þegar hluti vegfyllingar Lyngdalsheiðarvegar, þar sem vegurinn liggur yfir Sandá, hafi gefið sig í apríl 2019. Jarðefni hafi þá runnið niður í farveg árinnar og valdið skemmdum á landi og mannvirkjum í þeirra eigu. Bændurnir segja að hluti jarðefnisins hafi borist niður í uppistöðulón tveggja vatnsaflsvirkjana í eigu þeirra. Til að ná fyrri rekstrar-og miðlunarskilyrðum fyrir umrædda virkjun, Sandárvirkjun V, hafi þurft að fjarlægja umframefni sem barst í lónið við úrrennslið og hafi heildarkostnaður af framkvæmdinni verið talinn nema um tíu milljónum króna. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur Suðurlands ákvað í sumar að vísa málinu frá dómi á þeim grunni að stefnendur hafi ekki sýnt nægilega fram á að félagið hafi orðið fyrir tjóni í skilninga laga um meðferð einkamála og að skilyrði fyrir málshöfðun vegna viðurkenningar á bótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá var bændunum gert að greiða Vegagerðinni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið.Jón Snæbjörnsson Landsréttur var hins vegar ósammála niðurstöðu héraðsdóms og taldi Eyvindartunga ehf hafa leitt að því nægar líkur að þau hafi orðið fyrir fjártjóni vegna aurskriðunnar. Því var talið að skilyrði fyrir því að taka viðurkenningarkröfuna til efnislegrar umfjöllunar væru uppfyllt. Hinn kærði úrskurður því því felldur úr gildi. Segja veginn ekki rétt hannaðan Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið. Vildu þeir meina að hönnuðum og framkvæmdaaðilum eigi ekki að hafa dulist að í vegstæðinu, og þar í kring, hafi verið vatnsuppsprettur og að huga hafi þurft að því við gerð vegarins.
Dómsmál Samgöngur Vegagerð Bláskógabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira