Konur eru ekki bara útungunarvélar Guðrún Rútsdóttir skrifar 24. september 2022 17:31 Undanfarin misseri hafa réttindi kvenna yfir eigin líkama verið skert á dramatískan hátt víðsvegar um heiminn. Það kann því að skjóta skökku við að hér ætli ég að kvarta yfir skertum réttindum kvenna á Íslandi. En það ætla ég nú samt að gera. Við konur erum nefnilega ekki bara útungunarvélar og það er ekki í lagi að hunsa heilsu okkar þó við séum ekki í barneignahugleiðingum. Við eigum okkur líf bæði fyrir og eftir barneignir og sumum hugnast ekki barneignir. Það er mikilvægt að það sé hugað að heilsu okkar líka á þeim tímabilum. Ykkur finnst ég kannski fulldramatísk en hér kemur ástæðan. Ég er með PCOS. PCOS stendur fyrir polycystic ovary syndrome eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. Allt að 20% kvenna eru með þetta heilkenni sem hefur áhrif á efnaskipti líkamans, frjósemi og hormónakerfið. Heilkennið hefur áhrif á heilsu kvenna á barneignaraldri. Það er nokkuð vangreint og algengt að það uppgötvist ekki fyrr en upp koma ófrjósemisvandamál. Þannig var raunin hjá mér og við tóku ár þar sem allt snerist um barneignir og frjósemismeðferðir. Það var því kærkomið þegar ég var búin að eignast bæði börnin mín að geta útskrifað sjálfa mig frá PCOS heilkenninu. Ég vissi ekki betur en að PCOS hefði bara áhrif á frjósemi og ekkert væri hægt að gera við þeim einkennum sem ég fyndi fyrir annað en að harka af sér og halda áfram. Það voru klárlega skilaboðin sem ég fékk frá heilbrigðisgeiranum. Ég var því í hálfgerðu sjokki þegar ég kom út frá kvensjúkdómalækni 39 ára gömul með þær upplýsingar að ég væri með aukið insúlínviðnám, beintengt PCOS, sem getur þróast yfir í sykursýki týpu 2. Ég fékk fullt af fínum fróðleik í þessari læknisheimsókn og fór líka upp úr þessu að bera mig eftir upplýsingum aftur. Ég hafði ekki gert mér neina grein fyrir hvað PCOS var að hafa mikil áhrif á heilsu mína, jafnvel þó ég væri löngu hætt að eiga börn. Ég vildi óska þess að ég hefði fengið þessar upplýsingar þegar ég var yngri og hélt að PCOS væri bara frjósemisvandamál sem væri úr sögunni um leið og ég væri búin að eignast börnin mín. Þess vegna kemur hér stuttur listi fyrir þig lesandi góður sem mér finnst mikilvægur: Listinn yfir einkenni PCOS er mjög langur. Það hjálpaði mér að lesa hann og sjá að margir heilsufarslegir kvillar sem ég var að harka af mér tengdust PCOS. Það var ákveðin viðurkenning fyrir mig á minni líðan. Það eru stórauknar líkur á sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum hjá konum með PCOS, óháð þyngd. Það er mikilvægt að fylgjast með insúlíni og blóðsykri. Konur með PCOS eiga margar erfitt með þyngdarstjórnun. Það tengist ekki skorti á sjálfstjórn eða öðrum aumingjaskap, heldur efnaskiptum. Konur með PCOS eru mun líklegri til að þróa með sér átraskanir en aðrar konur. Það hefur ekki góð áhrif að fá endalaust að heyra að það sé bannað að borða þetta og hitt og að maður eigi nú bara að borða minna og hreyfa sig meira. Þessi lífsreynsla gaf mér kraft sem ég nýtti mér til að taka þátt í að stofna PCOS samtök Íslands. Væntanlega hefur hækkaða testósterónið (einn af fylgikvillum PCOS) líka leitt mig áfram í baráttunni. Ég tók þátt í að stofna PCOS samtökin því ég vil að upplýsingar um PCOS og allt sem því fylgir, alveg óháð barneignarhugleiðingum, sé aðgengilegra. Ég vil að allir læknar átti sig á því að PCOS hefur áhrif á meira en frjósemi og að við sem erum með PCOS fáum viðurkenningu á því sem við erum að upplifa. September er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður um PCOS og þann 29. september erum við með fræðslufyrirlestra um PCOS. Nánari upplýsingar hér. PCOS samtök Íslands voru stofnuð haustið 2021. Tilgangur félagsins er að veita fólki með einkenni PCOS og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu, auk þess að bæta aðgengi einstaklinga sem greinast með PCOS að upplýsingum um réttindi þeirra og möguleg meðferðarúrræði. Þá er markmið félagsins að stuðla að aukinni almennri þekkingu á PCOS meðal almennings og fagaðila/yfirvalda. Samtökin eru með heimasíðu og eru á Facebook og Instagram Höfundur er varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa réttindi kvenna yfir eigin líkama verið skert á dramatískan hátt víðsvegar um heiminn. Það kann því að skjóta skökku við að hér ætli ég að kvarta yfir skertum réttindum kvenna á Íslandi. En það ætla ég nú samt að gera. Við konur erum nefnilega ekki bara útungunarvélar og það er ekki í lagi að hunsa heilsu okkar þó við séum ekki í barneignahugleiðingum. Við eigum okkur líf bæði fyrir og eftir barneignir og sumum hugnast ekki barneignir. Það er mikilvægt að það sé hugað að heilsu okkar líka á þeim tímabilum. Ykkur finnst ég kannski fulldramatísk en hér kemur ástæðan. Ég er með PCOS. PCOS stendur fyrir polycystic ovary syndrome eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. Allt að 20% kvenna eru með þetta heilkenni sem hefur áhrif á efnaskipti líkamans, frjósemi og hormónakerfið. Heilkennið hefur áhrif á heilsu kvenna á barneignaraldri. Það er nokkuð vangreint og algengt að það uppgötvist ekki fyrr en upp koma ófrjósemisvandamál. Þannig var raunin hjá mér og við tóku ár þar sem allt snerist um barneignir og frjósemismeðferðir. Það var því kærkomið þegar ég var búin að eignast bæði börnin mín að geta útskrifað sjálfa mig frá PCOS heilkenninu. Ég vissi ekki betur en að PCOS hefði bara áhrif á frjósemi og ekkert væri hægt að gera við þeim einkennum sem ég fyndi fyrir annað en að harka af sér og halda áfram. Það voru klárlega skilaboðin sem ég fékk frá heilbrigðisgeiranum. Ég var því í hálfgerðu sjokki þegar ég kom út frá kvensjúkdómalækni 39 ára gömul með þær upplýsingar að ég væri með aukið insúlínviðnám, beintengt PCOS, sem getur þróast yfir í sykursýki týpu 2. Ég fékk fullt af fínum fróðleik í þessari læknisheimsókn og fór líka upp úr þessu að bera mig eftir upplýsingum aftur. Ég hafði ekki gert mér neina grein fyrir hvað PCOS var að hafa mikil áhrif á heilsu mína, jafnvel þó ég væri löngu hætt að eiga börn. Ég vildi óska þess að ég hefði fengið þessar upplýsingar þegar ég var yngri og hélt að PCOS væri bara frjósemisvandamál sem væri úr sögunni um leið og ég væri búin að eignast börnin mín. Þess vegna kemur hér stuttur listi fyrir þig lesandi góður sem mér finnst mikilvægur: Listinn yfir einkenni PCOS er mjög langur. Það hjálpaði mér að lesa hann og sjá að margir heilsufarslegir kvillar sem ég var að harka af mér tengdust PCOS. Það var ákveðin viðurkenning fyrir mig á minni líðan. Það eru stórauknar líkur á sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum hjá konum með PCOS, óháð þyngd. Það er mikilvægt að fylgjast með insúlíni og blóðsykri. Konur með PCOS eiga margar erfitt með þyngdarstjórnun. Það tengist ekki skorti á sjálfstjórn eða öðrum aumingjaskap, heldur efnaskiptum. Konur með PCOS eru mun líklegri til að þróa með sér átraskanir en aðrar konur. Það hefur ekki góð áhrif að fá endalaust að heyra að það sé bannað að borða þetta og hitt og að maður eigi nú bara að borða minna og hreyfa sig meira. Þessi lífsreynsla gaf mér kraft sem ég nýtti mér til að taka þátt í að stofna PCOS samtök Íslands. Væntanlega hefur hækkaða testósterónið (einn af fylgikvillum PCOS) líka leitt mig áfram í baráttunni. Ég tók þátt í að stofna PCOS samtökin því ég vil að upplýsingar um PCOS og allt sem því fylgir, alveg óháð barneignarhugleiðingum, sé aðgengilegra. Ég vil að allir læknar átti sig á því að PCOS hefur áhrif á meira en frjósemi og að við sem erum með PCOS fáum viðurkenningu á því sem við erum að upplifa. September er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður um PCOS og þann 29. september erum við með fræðslufyrirlestra um PCOS. Nánari upplýsingar hér. PCOS samtök Íslands voru stofnuð haustið 2021. Tilgangur félagsins er að veita fólki með einkenni PCOS og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu, auk þess að bæta aðgengi einstaklinga sem greinast með PCOS að upplýsingum um réttindi þeirra og möguleg meðferðarúrræði. Þá er markmið félagsins að stuðla að aukinni almennri þekkingu á PCOS meðal almennings og fagaðila/yfirvalda. Samtökin eru með heimasíðu og eru á Facebook og Instagram Höfundur er varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar