Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. september 2022 11:14 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á haustmánuðum um auknar heimildir lögreglu til fyrirbyggjandi rannsókna. Vísir/Arnar Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi að það væri varhugavert að bæta við heimildir lögreglu þar sem hún hefði þegar mjög ríkar rannsóknarheimildir. Þá tók Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður undir með þingmanninum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem lagt hefur fram frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir, segir umræðuna ekki málefnalega og bera keim af áróðri. „Í lögreglulögum er ekki að finna nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna og það er nauðsynlegt að þær séu skýrar í lögum og afmarkaðar, hvað er það sem lögreglan má gera og í hvaða tilfellum má hún nýta það,“ sagði Jón í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erum með mjög vaxandi ógn á alþjóðlegri glæpastarfsemi á Íslandi og alþjóðleg glæpastarfsemi virðir engin landamæri,“ sagði Jón og vísaði til þess að mörg stór mál hér á landi, þar á meðal dópmál sem greint var frá í vor og sumar, hafi verið upplýst með aðstoð lögregluyfirvalda erlendis. Lögregla hér á landi hafi þó ekki sömu heimildir og lögregla í til að mynda Skandinavíu og Evrópu. Hann tók sem dæmi ef að hollenska lögreglan gruni Íslendinga um skipulagða glæpastarfsemi og óski eftir því að íslensk yfirvöld haldi eftirlitinu áfram, þá sé það ekki hægt þar sem þeir hafa ekki framið nein afbrot á Íslandi eða að ekki sé rökstuddur grunur um slíkt. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um þetta í þessu samhengi. Þannig einhver orðræða hér, eins og hefur komið fram í fréttum meðal annars frá þingmanni Pírata um helgina, um að það eigi nánast að fara að setja upp myndavélar í hvert einasta horn og hlera hér fólk og vera með eftirlit á einhverjum kaffihúsum úti um allan bæ og allir væru undir, þetta er auðvitað alls ekki meiningin,“ sagði Jón. Hafa fengið viðvaranir frá nágrannalöndunum Þingmaður Pírata gagnrýndi enn fremur að auðvelt væri að misnota þær heimildir sem þegar eru til staðar og lítið eftirlit sé til staðar. Að sögn Jóns þurfa vissulega að vera einhverjar takmarkanir, til að mynda að einstaklingur hafi tengsl við skipulagða brotastarfsemi svo hægt sé að hefja eftirlit. Þá væri tillit tekið til gagnrýni um mögulega misnotkun lögreglu. „Þetta er auðvitað fín lína milli friðhelgi einkalífs manna og þar erum við mjög áfram um það í mínum flokki að tryggja að hlutirnir séu í góðu lagi. En mér er efst í huga er að tryggja öryggi í okkar samfélagi. Við sjáum það, það er bara staðreynd að staðan til dæmis í þróun á alþjóðlegri glæpastarfsemi á Íslandi er miklu alvarlegri heldur en jafnvel ég hafði gert mér grein fyrir,“ sagði Jón. „Við viljum ekki að börnin okkar alist upp í þessu samfélagi og við erum með viðvaranir frá lögregluyfirvöldum í okkar samstarfslöndum, sérstaklega á Norðurlöndum, þar sem þau segja bara: Þið verðið að stíga fast núna ef þið ætlið ekki að þróast í sömu átt og við, ástandið hjá ykkur getur orðið enn þá erfiðara eftir fimm til átta ár ef þið grípið ekki inn í,“ sagði hann enn fremur. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Bítið Tengdar fréttir Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 23. september 2022 12:24 „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 Leggur fram frumvarp í haust um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu. Lögregla mun meðal annars fá víðtækari heimildir til að afla upplýsinga til að meta ógn af hryðjuverkum og segir Jón þær verða í takt við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjum Íslands. 29. júní 2022 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi að það væri varhugavert að bæta við heimildir lögreglu þar sem hún hefði þegar mjög ríkar rannsóknarheimildir. Þá tók Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður undir með þingmanninum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem lagt hefur fram frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir, segir umræðuna ekki málefnalega og bera keim af áróðri. „Í lögreglulögum er ekki að finna nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna og það er nauðsynlegt að þær séu skýrar í lögum og afmarkaðar, hvað er það sem lögreglan má gera og í hvaða tilfellum má hún nýta það,“ sagði Jón í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erum með mjög vaxandi ógn á alþjóðlegri glæpastarfsemi á Íslandi og alþjóðleg glæpastarfsemi virðir engin landamæri,“ sagði Jón og vísaði til þess að mörg stór mál hér á landi, þar á meðal dópmál sem greint var frá í vor og sumar, hafi verið upplýst með aðstoð lögregluyfirvalda erlendis. Lögregla hér á landi hafi þó ekki sömu heimildir og lögregla í til að mynda Skandinavíu og Evrópu. Hann tók sem dæmi ef að hollenska lögreglan gruni Íslendinga um skipulagða glæpastarfsemi og óski eftir því að íslensk yfirvöld haldi eftirlitinu áfram, þá sé það ekki hægt þar sem þeir hafa ekki framið nein afbrot á Íslandi eða að ekki sé rökstuddur grunur um slíkt. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um þetta í þessu samhengi. Þannig einhver orðræða hér, eins og hefur komið fram í fréttum meðal annars frá þingmanni Pírata um helgina, um að það eigi nánast að fara að setja upp myndavélar í hvert einasta horn og hlera hér fólk og vera með eftirlit á einhverjum kaffihúsum úti um allan bæ og allir væru undir, þetta er auðvitað alls ekki meiningin,“ sagði Jón. Hafa fengið viðvaranir frá nágrannalöndunum Þingmaður Pírata gagnrýndi enn fremur að auðvelt væri að misnota þær heimildir sem þegar eru til staðar og lítið eftirlit sé til staðar. Að sögn Jóns þurfa vissulega að vera einhverjar takmarkanir, til að mynda að einstaklingur hafi tengsl við skipulagða brotastarfsemi svo hægt sé að hefja eftirlit. Þá væri tillit tekið til gagnrýni um mögulega misnotkun lögreglu. „Þetta er auðvitað fín lína milli friðhelgi einkalífs manna og þar erum við mjög áfram um það í mínum flokki að tryggja að hlutirnir séu í góðu lagi. En mér er efst í huga er að tryggja öryggi í okkar samfélagi. Við sjáum það, það er bara staðreynd að staðan til dæmis í þróun á alþjóðlegri glæpastarfsemi á Íslandi er miklu alvarlegri heldur en jafnvel ég hafði gert mér grein fyrir,“ sagði Jón. „Við viljum ekki að börnin okkar alist upp í þessu samfélagi og við erum með viðvaranir frá lögregluyfirvöldum í okkar samstarfslöndum, sérstaklega á Norðurlöndum, þar sem þau segja bara: Þið verðið að stíga fast núna ef þið ætlið ekki að þróast í sömu átt og við, ástandið hjá ykkur getur orðið enn þá erfiðara eftir fimm til átta ár ef þið grípið ekki inn í,“ sagði hann enn fremur.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Bítið Tengdar fréttir Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 23. september 2022 12:24 „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 Leggur fram frumvarp í haust um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu. Lögregla mun meðal annars fá víðtækari heimildir til að afla upplýsinga til að meta ógn af hryðjuverkum og segir Jón þær verða í takt við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjum Íslands. 29. júní 2022 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 23. september 2022 12:24
„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32
Leggur fram frumvarp í haust um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu. Lögregla mun meðal annars fá víðtækari heimildir til að afla upplýsinga til að meta ógn af hryðjuverkum og segir Jón þær verða í takt við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjum Íslands. 29. júní 2022 06:30