Má bjóða þér stutta stráið? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 27. september 2022 13:00 Mörg strá eru sett saman í knippi, eitt þeirra er styttra en hin. Hópur barna kemur saman og eiga að draga strá úr knippinu. Sá sem dregur stutta stráið þarf að inna eitthvað óvinsælt verkefni af hendi. Máltækið „að draga stutta stráið“ kemur af þessari félagslegu athöfn og enginn vill draga það. Setjum stráin í knippinu í samhengi við lífið sjálft. Stráin í knippinu geta verið heimaland einstaklingsins, fjölskylda, umhverfi, nú eða hæfileikar, veikleikar eða styrkleikar. Í lífinu sjálfu draga margir stutta stráið og komast ekki hjá því. Við fæðingu taka á móti okkur aðstæður sem við völdum ekki sjálf, land, þjóð, foreldrar, heimili og aðrar aðstæður. Við fæðumst með mismunandi spil á hendi og umhverfi okkar er ætlað að styðja við það góða og aðstoða okkur á lífsins braut. Við drögum mismunandi strá og misvel er hlúð að stráunum okkar. Flest okkar sem búa á Íslandi hafa dregið stór og voldug strá sem hafa fengið aðhlynningu og vökvun. Þau fæðast í fjölskyldur sem styðja við hæfileika, gefa tækifæri og hvetja til menntunar. Þau kunna að nýta sér þær aðstæður og möguleika sem samfélagið býður upp á. Þau sem drógu stutta stráið hafa ekki sömu möguleika og hafa ekkert til þess unnið að hafa færri tækifæri en hin. Stutta stráið getur verið fátækt, veikindi, skortur á umhyggju, stuðningi eða hvatningu. Barn sem dregur stutta stráið við fæðingu fær jafnvel ekki að stunda tómstundir, sækja menningarviðburði eða að ferðast og þannig víkka sjóndeildarhringinn. Við getum breytt leikreglum á þann veg að þeir sem draga stutta stráið fái aðstoð frá hinum, frá samfelaginu til að hlúa að sínu strái, láta það vaxa og dafna eins og hin stráin. Öll börn eru afsprengi eða ávöxtur þess samfélags og umhverfis sem þau vaxa upp í. Ekkert okkar getur þakkað sjálfu sér einu fyrir hugsanlega velgengni. Ekkert okkar öðlast frægð, frama eða fé á svokölluðum eigin verðleikum eingöngu. Verðleikarnir hafa vaxið vegna frjósams jarðvegs og umhverfis þess sem ber þá. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra svo sem vegna efnahags. Okkur ber að uppfylla þann rétt og sjá til þess að jarðvegur allra barna sé frjósamur. Fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að uppræta fátækt og ber okkur að uppfylla það. Þann 17. október er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi því hvetja stjórnvöld til að setja sér stefnu og áætlun um að uppræta fátækt á Íslandi. Slík stefna er ekki til hér á landi. Eitt sinn sat ég tíma í hagfræði í Háskóla Íslands. Prófessorinn teiknaði upp alls kyns gröf og línur sem mættust í heilögum skurðpunktum þar sem hámark hamingju sem flestra var að finna. Ég taldi mig oft þurfa að koma með athugasemdir. Í stuttu hléi milli kennslustunda kom prófessorinn til mín og sagði: „ Margrét, þú ert ekki sérlega sammála mér”. „Nei” svaraði ég ,, ég get ekki fallist á það að fólk velji hvort það verði ríkt eða fátækt”. Þannig er það með stutta stráið, fólk velur það ekki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Réttindi barna Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg strá eru sett saman í knippi, eitt þeirra er styttra en hin. Hópur barna kemur saman og eiga að draga strá úr knippinu. Sá sem dregur stutta stráið þarf að inna eitthvað óvinsælt verkefni af hendi. Máltækið „að draga stutta stráið“ kemur af þessari félagslegu athöfn og enginn vill draga það. Setjum stráin í knippinu í samhengi við lífið sjálft. Stráin í knippinu geta verið heimaland einstaklingsins, fjölskylda, umhverfi, nú eða hæfileikar, veikleikar eða styrkleikar. Í lífinu sjálfu draga margir stutta stráið og komast ekki hjá því. Við fæðingu taka á móti okkur aðstæður sem við völdum ekki sjálf, land, þjóð, foreldrar, heimili og aðrar aðstæður. Við fæðumst með mismunandi spil á hendi og umhverfi okkar er ætlað að styðja við það góða og aðstoða okkur á lífsins braut. Við drögum mismunandi strá og misvel er hlúð að stráunum okkar. Flest okkar sem búa á Íslandi hafa dregið stór og voldug strá sem hafa fengið aðhlynningu og vökvun. Þau fæðast í fjölskyldur sem styðja við hæfileika, gefa tækifæri og hvetja til menntunar. Þau kunna að nýta sér þær aðstæður og möguleika sem samfélagið býður upp á. Þau sem drógu stutta stráið hafa ekki sömu möguleika og hafa ekkert til þess unnið að hafa færri tækifæri en hin. Stutta stráið getur verið fátækt, veikindi, skortur á umhyggju, stuðningi eða hvatningu. Barn sem dregur stutta stráið við fæðingu fær jafnvel ekki að stunda tómstundir, sækja menningarviðburði eða að ferðast og þannig víkka sjóndeildarhringinn. Við getum breytt leikreglum á þann veg að þeir sem draga stutta stráið fái aðstoð frá hinum, frá samfelaginu til að hlúa að sínu strái, láta það vaxa og dafna eins og hin stráin. Öll börn eru afsprengi eða ávöxtur þess samfélags og umhverfis sem þau vaxa upp í. Ekkert okkar getur þakkað sjálfu sér einu fyrir hugsanlega velgengni. Ekkert okkar öðlast frægð, frama eða fé á svokölluðum eigin verðleikum eingöngu. Verðleikarnir hafa vaxið vegna frjósams jarðvegs og umhverfis þess sem ber þá. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra svo sem vegna efnahags. Okkur ber að uppfylla þann rétt og sjá til þess að jarðvegur allra barna sé frjósamur. Fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að uppræta fátækt og ber okkur að uppfylla það. Þann 17. október er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi því hvetja stjórnvöld til að setja sér stefnu og áætlun um að uppræta fátækt á Íslandi. Slík stefna er ekki til hér á landi. Eitt sinn sat ég tíma í hagfræði í Háskóla Íslands. Prófessorinn teiknaði upp alls kyns gröf og línur sem mættust í heilögum skurðpunktum þar sem hámark hamingju sem flestra var að finna. Ég taldi mig oft þurfa að koma með athugasemdir. Í stuttu hléi milli kennslustunda kom prófessorinn til mín og sagði: „ Margrét, þú ert ekki sérlega sammála mér”. „Nei” svaraði ég ,, ég get ekki fallist á það að fólk velji hvort það verði ríkt eða fátækt”. Þannig er það með stutta stráið, fólk velur það ekki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun