Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2022 14:53 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði við rannsókn á vettvangi á Ólafsfirði í gær. Vísir Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. Samfélagið á Ólafsfirði er slegið eftir að atburðina í fyrri nótt. Þá brugðust lögreglumenn og sjúkraliðar við ósk um aðstoð í fjölbýlishúsi við Ólafsveg. Endurlífgunartilraunir voru hafnar á vettvangi þegar fyrstu lögreglumenn mættu á vettvang. Þær tilraunir báru ekki árangur og var karlmaðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Fjögur voru handtekin og þrjú úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Lögregla heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins og lítið vilja gefa upp. Höfðu verið gift í innan við ár Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni 46 ára karlmaður búsettur á Ólafsfirði. Karlmaðurinn giftist konu um áramótin eftir tæplega ársgamalt samband þeirra. Konan er meðal hinna handteknu. Karlmaður nokkur búsettur á Suðurlandinu var gestur á Ólafsfirði þennan dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann kominn til að aðstoða vinkonu sína, eiginkonu hins látna, sem hafi látið illa af sambandinu. Vinkona þeirra er búsett í fjölbýlishúsinu við Ólafsveg og hafði fyrr um kvöldið farið á heimili hjónanna og sótt föt í hennar eigu. Planið hafi verið að hjálpa henni út úr sambandinu. Hinn látni hafi, samkvæmt heimildum, komið í íbúðina þar sem vinirnir þrír hafi verið um nóttina. Hann hafi verið ósáttur við framvindu mála. Hvað gerðist í íbúðinni er til rannsóknar hjá lögreglu en ljóst er að eggvopn voru á lofti. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri sem fer fyrir rannsókn málsins, staðfesti við fréttastofu í gær að auk hins látna hefði annar aðili hlotið stungusár. Sá hefði fengið aðhlynningu á slysadeild. Annað vildi Arnfríður Gígja ekki staðfesta. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu í dag að lögregla myndi ekki svara neinum spurningum varðandi málið að svo stöddu. Flutt til Reykjavíkur Heimildir fréttastofu herma að samband hjónanna, hins látna og hinnar handteknu, hafi verið stormasamt. Heimilisofbeldi hefur verið nefnt í því samhengi. Um er að ræða fólk sem verið hefur í neyslu og átt erfitt uppdráttar í samfélaginu. Lögregla hefur þurft að hafa afskipti af þeim og þá hafa þau hvort fyrir sig staðið í stappi við barnavernd. Hin þrjú handteknu verða flutt í fangelsið á Hólmsheiði í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Fangelsið er eina gæsluvarðhaldsfangelsið á landinu. Þó er heimilt að halda fólk í gæsluvarðhaldi í fjóra daga á lögreglustöð auk þess sem fangageymslur eru fyrir norðan. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir í færslu á Facebook-síðu sveitarfélagsins að harmleikurinn á Ólafsfirði snerti alla íbúa bæjarfélagsins. „Sumir einstaklingar eru í kjölfarið bognir, aðrir brotnir. Þegar að sorgaratburður sem þessi á sér stað, eru það ekki einungis fórnarlömb og gerendur sem eiga um sárt að binda, heldur einnig fjölskyldur, vinir og aðstandendur þeirra sem eiga í hlut,“ segir Sigríður. „Lögreglan vinnur faglega að rannsókn málsins og mun upplýsa staðreyndir þess eftir því sem þær liggja fyrir. Við skulum öll hafa í huga, að aðgát skal ávallt höfð í nærveru sálar. Á það sérstaklega við á erfiðum stundum sem þessum.“ Þá biðlar hún til fjölmiðla að virða mörk gagnvart aðstandendum málsins. Uppfært klukkan 15:27. Lögreglumál Fjallabyggð Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Samfélagið á Ólafsfirði er slegið eftir að atburðina í fyrri nótt. Þá brugðust lögreglumenn og sjúkraliðar við ósk um aðstoð í fjölbýlishúsi við Ólafsveg. Endurlífgunartilraunir voru hafnar á vettvangi þegar fyrstu lögreglumenn mættu á vettvang. Þær tilraunir báru ekki árangur og var karlmaðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Fjögur voru handtekin og þrjú úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Lögregla heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins og lítið vilja gefa upp. Höfðu verið gift í innan við ár Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni 46 ára karlmaður búsettur á Ólafsfirði. Karlmaðurinn giftist konu um áramótin eftir tæplega ársgamalt samband þeirra. Konan er meðal hinna handteknu. Karlmaður nokkur búsettur á Suðurlandinu var gestur á Ólafsfirði þennan dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann kominn til að aðstoða vinkonu sína, eiginkonu hins látna, sem hafi látið illa af sambandinu. Vinkona þeirra er búsett í fjölbýlishúsinu við Ólafsveg og hafði fyrr um kvöldið farið á heimili hjónanna og sótt föt í hennar eigu. Planið hafi verið að hjálpa henni út úr sambandinu. Hinn látni hafi, samkvæmt heimildum, komið í íbúðina þar sem vinirnir þrír hafi verið um nóttina. Hann hafi verið ósáttur við framvindu mála. Hvað gerðist í íbúðinni er til rannsóknar hjá lögreglu en ljóst er að eggvopn voru á lofti. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri sem fer fyrir rannsókn málsins, staðfesti við fréttastofu í gær að auk hins látna hefði annar aðili hlotið stungusár. Sá hefði fengið aðhlynningu á slysadeild. Annað vildi Arnfríður Gígja ekki staðfesta. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu í dag að lögregla myndi ekki svara neinum spurningum varðandi málið að svo stöddu. Flutt til Reykjavíkur Heimildir fréttastofu herma að samband hjónanna, hins látna og hinnar handteknu, hafi verið stormasamt. Heimilisofbeldi hefur verið nefnt í því samhengi. Um er að ræða fólk sem verið hefur í neyslu og átt erfitt uppdráttar í samfélaginu. Lögregla hefur þurft að hafa afskipti af þeim og þá hafa þau hvort fyrir sig staðið í stappi við barnavernd. Hin þrjú handteknu verða flutt í fangelsið á Hólmsheiði í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Fangelsið er eina gæsluvarðhaldsfangelsið á landinu. Þó er heimilt að halda fólk í gæsluvarðhaldi í fjóra daga á lögreglustöð auk þess sem fangageymslur eru fyrir norðan. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir í færslu á Facebook-síðu sveitarfélagsins að harmleikurinn á Ólafsfirði snerti alla íbúa bæjarfélagsins. „Sumir einstaklingar eru í kjölfarið bognir, aðrir brotnir. Þegar að sorgaratburður sem þessi á sér stað, eru það ekki einungis fórnarlömb og gerendur sem eiga um sárt að binda, heldur einnig fjölskyldur, vinir og aðstandendur þeirra sem eiga í hlut,“ segir Sigríður. „Lögreglan vinnur faglega að rannsókn málsins og mun upplýsa staðreyndir þess eftir því sem þær liggja fyrir. Við skulum öll hafa í huga, að aðgát skal ávallt höfð í nærveru sálar. Á það sérstaklega við á erfiðum stundum sem þessum.“ Þá biðlar hún til fjölmiðla að virða mörk gagnvart aðstandendum málsins. Uppfært klukkan 15:27.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Fjallabyggð Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira