„Þetta gæti orðið eitthvað högg“ Snorri Másson skrifar 6. október 2022 07:33 Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega. Rætt er við Konráð í innslaginu hér að ofan og fjallað um efnahags- og húsnæðismál í víðari skilningi. Einnig: Mun Reykjavíkurborg sópa tillögu um styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaug undir teppið - aftur? Rætt við höfund tillögunnar, sem ætlar aldrei að gefast upp. Nýja snjóhengjan Vextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í morgun og áhyggjur sumra beinast nú að því sem kallað hefur verið „nýja snjóhengjan.“ Hún fellst í þeirri stóraukinni greiðslubyrði sem blasir við mörgum þegar lán detta af vöxtum sem voru festir áður en miklar hækkanir komu til. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins var til viðtals í Íslandi í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta gæti orðið eitthvað högg fyrir suma og kannski eitthvað sem hefði mátt búast við þegar við erum í lægsta vaxtastigi Íslandssögunnar, að þá geti vextir eiginlega ekki gert annað en hækkað eftir það. Það er svona spurning hvort þetta verði smá högg sem ég held að væri kannski eðlilegt eða þá að þetta verði mikið högg ef vextir til dæmis halda áfram að hækka,“ segir Konráð. Konráð segir þó líklegt miðað við núverandi ástand að hægt verði að ná vöxtunum áfram niður þannig að það verði þeim mun minna högg að fá snjóhengjuna yfir sig þegar þar að kemur. Blikur á lofti í alþjóðlega bankageiranum Sagt var fá því í vikunni að Credit Suisse, einn stærsti banki Evrópu, væri í töluverðum fjárhagsvanda og að sumir hafi gengið svo langt að spá hruni bankans. Forstjórinn hafi þurft að senda út tilkynningu þar sem áréttuð var ágæt eiginfjárstaða bankans. Konráð segir að þar á ferð sé undirliggjandi langvarandi erfiður rekstur bankans. Arðsemin hafi lengi verið óviðunandi og skandalar og innri vandræði hafi einkennt starfsemi Credit Suisse. Síðan velti breytingar í raunhagkerfinu þessari atburðarás af stað. Svona nokkuð getur vakið áhyggjur fólks af íslensku bönkunum en Konráð segir ljóst að þeir séu betur í stakk búnir nú en áður til að glíma við áföll. Tvímælalaust segir Konráð og lykilatriðið er: „Þeir eru í stærð sem samræmist hagkerfinu sem þeir starfa í.“ Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Rætt er við Konráð í innslaginu hér að ofan og fjallað um efnahags- og húsnæðismál í víðari skilningi. Einnig: Mun Reykjavíkurborg sópa tillögu um styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaug undir teppið - aftur? Rætt við höfund tillögunnar, sem ætlar aldrei að gefast upp. Nýja snjóhengjan Vextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í morgun og áhyggjur sumra beinast nú að því sem kallað hefur verið „nýja snjóhengjan.“ Hún fellst í þeirri stóraukinni greiðslubyrði sem blasir við mörgum þegar lán detta af vöxtum sem voru festir áður en miklar hækkanir komu til. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins var til viðtals í Íslandi í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta gæti orðið eitthvað högg fyrir suma og kannski eitthvað sem hefði mátt búast við þegar við erum í lægsta vaxtastigi Íslandssögunnar, að þá geti vextir eiginlega ekki gert annað en hækkað eftir það. Það er svona spurning hvort þetta verði smá högg sem ég held að væri kannski eðlilegt eða þá að þetta verði mikið högg ef vextir til dæmis halda áfram að hækka,“ segir Konráð. Konráð segir þó líklegt miðað við núverandi ástand að hægt verði að ná vöxtunum áfram niður þannig að það verði þeim mun minna högg að fá snjóhengjuna yfir sig þegar þar að kemur. Blikur á lofti í alþjóðlega bankageiranum Sagt var fá því í vikunni að Credit Suisse, einn stærsti banki Evrópu, væri í töluverðum fjárhagsvanda og að sumir hafi gengið svo langt að spá hruni bankans. Forstjórinn hafi þurft að senda út tilkynningu þar sem áréttuð var ágæt eiginfjárstaða bankans. Konráð segir að þar á ferð sé undirliggjandi langvarandi erfiður rekstur bankans. Arðsemin hafi lengi verið óviðunandi og skandalar og innri vandræði hafi einkennt starfsemi Credit Suisse. Síðan velti breytingar í raunhagkerfinu þessari atburðarás af stað. Svona nokkuð getur vakið áhyggjur fólks af íslensku bönkunum en Konráð segir ljóst að þeir séu betur í stakk búnir nú en áður til að glíma við áföll. Tvímælalaust segir Konráð og lykilatriðið er: „Þeir eru í stærð sem samræmist hagkerfinu sem þeir starfa í.“
Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34
Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00