Sannfærð um að fótboltahæfileikar Sveindísar komi frá mömmunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2022 09:00 Rakel Brynjólfsson, vinkona þeirra hjóna Jóns og Eunice, í blárri treyju. Stoltir foreldrarnir klæðast hvítu í dag. Vísir/Vilhelm Mikið mun mæða á Sveindísi Jane Jónsdóttur landsliðskonu í leiknum gegn Portúgal í dag. Vonarstjarna íslensks fótbolta á dyggan stuðningshóp sem verður á sínum stað í stúkunni ytra. Hjónin Jón Sveinsson og Eunice Quason voru í banastuði á Joe and the Juice í morgunsárið. Þau eru foreldrar Sveindísar og heldur betur stolt af dóttur sinni. „Og öllu liðinu, frá A til Ö. Þær eru geggjaðar,“ segir Jón. Það hafi ekki verið erfið ákvörðun að ákveða að fylgja liðinu utan. Jón skellihlær. „Nei nei, það var ákveðið strax. Svo heyrðum við af þessari pakkaferð og stukkum á hann. Við hefðum alltaf farið út eftir einhverjum leiðum,“ segir Jón. Þau eru hluti af um tíu manna hóp sem styður Sveindísi alla leið. Tengdaforeldrarnir og tengdasonur er þar á meðal. Eunice, móðir Sveindísar, fagnar spurningu blaðamanns um hvaðan fótboltahæfileikarnir komi. „Hæfileikana fær hún frá mér, hraðann frá pabba sínum,“ segir hún og ekki hreyfir Jón við mótmælum. „Ég spilaði fótbolta í Gana þegar ég var lítil, svona frá tólf til fjórtán ára. En á þeim tíma spiluðu stelpur í Gana ekki fótbolta svo foreldrar mínir leyfðu það ekki. Ef ég væri lítil í dag hefði ég ekkert hlustað á þá, en þannig var staðan þá,“ segir Eunice. Hún hafi elskað að spila fótbolta. „Ég var eins og strákur, gerði allt eins og strákur.“ Eunice skartar glæsilegum bláum lokkum í tilefni dagsins. Fléttum sem hún gerir ekki mikið úr, hafi bara tekið hana þrjá tíma. „Ég gerði hverja fléttu fyrir sig og límdi svo á hausinn,“ segir Eunice eldhress. Hún heyrði í dóttur sinni í gær. „Hún er sko til í slaginn. Ég bað hana um að skora eitt mark fyrir mömmu sína. Ég hugsa að hún geri það,“ segir Eunice. Hún er bjartsýn á sigur og þar með farseðilinn á HM á næsta ári. „Ég er níutíu prósent viss. Ég hef það á tilfinningunni. Ekki alveg hundrað prósent, en níutíu prósent.“ Jón tekur undir þetta. „Ekkert öðruvísi. Við erum ekkert að fara þarna öðruvísi en að vinna þetta.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Hjónin Jón Sveinsson og Eunice Quason voru í banastuði á Joe and the Juice í morgunsárið. Þau eru foreldrar Sveindísar og heldur betur stolt af dóttur sinni. „Og öllu liðinu, frá A til Ö. Þær eru geggjaðar,“ segir Jón. Það hafi ekki verið erfið ákvörðun að ákveða að fylgja liðinu utan. Jón skellihlær. „Nei nei, það var ákveðið strax. Svo heyrðum við af þessari pakkaferð og stukkum á hann. Við hefðum alltaf farið út eftir einhverjum leiðum,“ segir Jón. Þau eru hluti af um tíu manna hóp sem styður Sveindísi alla leið. Tengdaforeldrarnir og tengdasonur er þar á meðal. Eunice, móðir Sveindísar, fagnar spurningu blaðamanns um hvaðan fótboltahæfileikarnir komi. „Hæfileikana fær hún frá mér, hraðann frá pabba sínum,“ segir hún og ekki hreyfir Jón við mótmælum. „Ég spilaði fótbolta í Gana þegar ég var lítil, svona frá tólf til fjórtán ára. En á þeim tíma spiluðu stelpur í Gana ekki fótbolta svo foreldrar mínir leyfðu það ekki. Ef ég væri lítil í dag hefði ég ekkert hlustað á þá, en þannig var staðan þá,“ segir Eunice. Hún hafi elskað að spila fótbolta. „Ég var eins og strákur, gerði allt eins og strákur.“ Eunice skartar glæsilegum bláum lokkum í tilefni dagsins. Fléttum sem hún gerir ekki mikið úr, hafi bara tekið hana þrjá tíma. „Ég gerði hverja fléttu fyrir sig og límdi svo á hausinn,“ segir Eunice eldhress. Hún heyrði í dóttur sinni í gær. „Hún er sko til í slaginn. Ég bað hana um að skora eitt mark fyrir mömmu sína. Ég hugsa að hún geri það,“ segir Eunice. Hún er bjartsýn á sigur og þar með farseðilinn á HM á næsta ári. „Ég er níutíu prósent viss. Ég hef það á tilfinningunni. Ekki alveg hundrað prósent, en níutíu prósent.“ Jón tekur undir þetta. „Ekkert öðruvísi. Við erum ekkert að fara þarna öðruvísi en að vinna þetta.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42