Hættur að versla við KS vegna stríðsins Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2022 13:52 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Egill Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði sem eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Ástæðan er sú að starfsmaður kaupfélagsins er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi. Konsúllinn segist ekki sinna þeim störfum fyrir hönd KS. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, birti í dag færslu á Facebook þar sem hann sagðist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ástæðan fyrir því er sú að nafni hans, Ólafur Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, er heiðurskonsúll Rússlands í Skagafirði. Ólafur bendir á að KS hafi slitið samstarfi sínu við Arnar Grant þegar hann var sakaður um kynferðisbrot og því skilji hann ekki hvers vegna þeir vilji tengja sig við Rússland. „Eins rétt ákvörðun og það er hjá Kaupfélaginu að vilja ekki láta tengja sig við ásakanir um kynferðisbrot, þá botna ég ekkert í því að það skuli vilja láta tengja sig þetta hryðjuverkaríki sem Rússland er orðið,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Ólafur Ágúst segir störf hans sem konsúll ekkert tengjast starfi hans hjá KS. Hann hefur ekki endurskoðað stöðu sína sem konsúll enda sé ekkert að gera hjá embættinu á meðan stríðið er í gangi. Embættið liggi í raun niðri. „Eins og staðan er, eins og ég hef áður útskýrt, þá er þetta þannig að maður er til taks fyrir þá sem lenda hér í einhverri neyð annars vega eða þá liðka fyrir einhverjum menningarlegum tengslum og öðru slíku. Það segir sig sjálft að þegar það er svona ástand þá er ekkert að gera í því,“ segir Ólafur Ágúst í samtali við fréttastofu. Veitingastaðir Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Neytendur Skagafjörður Tengdar fréttir Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna. 7. október 2022 11:28 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, birti í dag færslu á Facebook þar sem hann sagðist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ástæðan fyrir því er sú að nafni hans, Ólafur Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, er heiðurskonsúll Rússlands í Skagafirði. Ólafur bendir á að KS hafi slitið samstarfi sínu við Arnar Grant þegar hann var sakaður um kynferðisbrot og því skilji hann ekki hvers vegna þeir vilji tengja sig við Rússland. „Eins rétt ákvörðun og það er hjá Kaupfélaginu að vilja ekki láta tengja sig við ásakanir um kynferðisbrot, þá botna ég ekkert í því að það skuli vilja láta tengja sig þetta hryðjuverkaríki sem Rússland er orðið,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Ólafur Ágúst segir störf hans sem konsúll ekkert tengjast starfi hans hjá KS. Hann hefur ekki endurskoðað stöðu sína sem konsúll enda sé ekkert að gera hjá embættinu á meðan stríðið er í gangi. Embættið liggi í raun niðri. „Eins og staðan er, eins og ég hef áður útskýrt, þá er þetta þannig að maður er til taks fyrir þá sem lenda hér í einhverri neyð annars vega eða þá liðka fyrir einhverjum menningarlegum tengslum og öðru slíku. Það segir sig sjálft að þegar það er svona ástand þá er ekkert að gera í því,“ segir Ólafur Ágúst í samtali við fréttastofu.
Veitingastaðir Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Neytendur Skagafjörður Tengdar fréttir Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna. 7. október 2022 11:28 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna. 7. október 2022 11:28