Börn eru að kalla eftir hjálp Sigurður Sigurðsson og Eyrún Eva Haraldsdóttir skrifa 11. október 2022 16:00 Mörgum brá við umfjöllun í Kastljósi í gær þar sem heyra mátti upptöku af skilaboðum þar sem börn voru að áreita einstakling fyrir að vera hinsegin. Svívirðingarnar og rangfærslurnar sem börnin létu hafa eftir sér á upptökunni voru átakanlegar. Margir halda eflaust að svona skilaboð séu undantekningar, en svo er ekki. Ljót skilaboð, áreiti og skammir eru hluti af daglegu lífi margra barna og mörg upplifa að þau geti ekki leitað til neins eftir hjálp. Tæknin og stafrænir miðlar eru stór hluti af okkar daglega lífi, líka barna. Í fyrstu voru það einungis fullorðnir einstaklingar sem nýttu sér netið að einhverju ráði, en í dag er mörgum börnum hleypt inn á netið og miðla, löngu áður en þau eru komin með aldur og þroska til, án leiðbeininga um hvernig þau eiga að hegða sér og hvað ber að varast. Við getum líkt þessu við umferðina. Myndum við senda börnin okkar út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar fyrst? Líklega ekki. En við sendum þau á netið, án þess að kenna þeim eða ráðleggja þeim og gefum okkur ekki tíma til að kynna okkur þeirra veröld á netinu til að sjá hvernig þeim gengur að fóta sig. Það er skylda okkar að bregðast við Hlutverk foreldra þegar kemur að því að ala upp börnin sín sem jákvæða stafræna borgara er stórt og mikið og það er líka flókið. En það þarf að taka umræðuna við börn og takast á við ábyrgðina sem foreldri. Setja mörk, setja ramma og reglur. Ekki síður verðum að vera til staðar og leiðbeina þeim og við verðum að trúa börnum ef eitthvað kemur upp á á netinu og ekki gera lítið úr upplifun þeirra. Við hjá Heimili og skóla, sem rekum SAFT verkefnið, höfum ferðast víða til að fræða og ræða við börn og fullorðna um hegðun á netinu. Við erum einnig með ráðgefandi ungmennaráð, UngSAFT, sem veitir okkur mikilvæga sýn inn í heim ungmenna og nethegðun þeirra. Hvert sem við förum tala börn um það sama. Þau vilja meiri fræðslu og þau vilja betri ramma. Þau vilja nefnilega geta átt í samskiptum og notað miðla á jákvæðan hátt, án þess að upplifa það áreiti og þann viðbjóð sem berst sumum þeirra, jafnvel á hverjum degi. Oft á tíðum eru það börnin sem eru hneyksluð á okkur fullorðna fólkinu, því við gerum okkur ekki grein fyrir hversu stórt vandamálið er og erum því ekki að bregðast við. Það er kominn tími á að við hlustum á ákallið frá börnum og ungmennum. Það er skylda okkar að bregðast við og hjálpa börnunum okkar. Hverju erum við að missa af? Mikilvægasta verkfærið þegar leiðbeina á börnum og öðrum um netöryggi og hegðun á netinu er fræðsla. Við sem samfélag þurfum að auka fræðslu og umræðu um miðla og netnotkun til barna og ungmenna, en ekki síður þurfum við að hjálpa foreldrum að fræða börnin sín. Til að tryggja að öll börn og foreldrar fái uppbyggilega og jákvæða fræðslu um hvernig við högum okkur eins og manneskjur á netinu þarf að leggja inn fjármagn og auka getuna. Þessi mikilvægi málaflokkur á það til að gleymast og er jafnvel meðhöndlaður sem gæluverkefni af sumum ráðamönnum og skólafólki. Við þurfum að stíga inn og bregðast strax við neikvæðum áhrifum sem börn verða fyrir á netinu. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau ef við gerum það ekki. Við missum af skaðlegri hegðun og áhrifum á börn, missum af börnum í vanda, missum börn. Á hverjum degi berast okkur hjá SAFT neyðarköll frá skólum og foreldrum vegna neikvæðrar hegðunar barna og ungmenna á netinu og áreitis sem þau verða fyrir. Staðan er sú að við eigum erfitt með að sinna öllum þessum neyðarköllum. Lítill tími er til að sinna forvörnum þar sem starfsfólk SAFT er stöðugt á vettvangi að slökkva elda. Það er ljóst að samfélagsins bíður stórt verkefni. Ætlum við sem samfélag að bregðast við og hjálpa börnum að fóta sig í stafrænum heimi – eða ætlum við að hundsa ákall þeirra? Þau eru að kalla eftir hjálp. Höfundar eru sérfræðingar í miðlanotkun barna og ungmenna hjá SAFT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Tækni Samfélagsmiðlar Hinsegin Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum brá við umfjöllun í Kastljósi í gær þar sem heyra mátti upptöku af skilaboðum þar sem börn voru að áreita einstakling fyrir að vera hinsegin. Svívirðingarnar og rangfærslurnar sem börnin létu hafa eftir sér á upptökunni voru átakanlegar. Margir halda eflaust að svona skilaboð séu undantekningar, en svo er ekki. Ljót skilaboð, áreiti og skammir eru hluti af daglegu lífi margra barna og mörg upplifa að þau geti ekki leitað til neins eftir hjálp. Tæknin og stafrænir miðlar eru stór hluti af okkar daglega lífi, líka barna. Í fyrstu voru það einungis fullorðnir einstaklingar sem nýttu sér netið að einhverju ráði, en í dag er mörgum börnum hleypt inn á netið og miðla, löngu áður en þau eru komin með aldur og þroska til, án leiðbeininga um hvernig þau eiga að hegða sér og hvað ber að varast. Við getum líkt þessu við umferðina. Myndum við senda börnin okkar út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar fyrst? Líklega ekki. En við sendum þau á netið, án þess að kenna þeim eða ráðleggja þeim og gefum okkur ekki tíma til að kynna okkur þeirra veröld á netinu til að sjá hvernig þeim gengur að fóta sig. Það er skylda okkar að bregðast við Hlutverk foreldra þegar kemur að því að ala upp börnin sín sem jákvæða stafræna borgara er stórt og mikið og það er líka flókið. En það þarf að taka umræðuna við börn og takast á við ábyrgðina sem foreldri. Setja mörk, setja ramma og reglur. Ekki síður verðum að vera til staðar og leiðbeina þeim og við verðum að trúa börnum ef eitthvað kemur upp á á netinu og ekki gera lítið úr upplifun þeirra. Við hjá Heimili og skóla, sem rekum SAFT verkefnið, höfum ferðast víða til að fræða og ræða við börn og fullorðna um hegðun á netinu. Við erum einnig með ráðgefandi ungmennaráð, UngSAFT, sem veitir okkur mikilvæga sýn inn í heim ungmenna og nethegðun þeirra. Hvert sem við förum tala börn um það sama. Þau vilja meiri fræðslu og þau vilja betri ramma. Þau vilja nefnilega geta átt í samskiptum og notað miðla á jákvæðan hátt, án þess að upplifa það áreiti og þann viðbjóð sem berst sumum þeirra, jafnvel á hverjum degi. Oft á tíðum eru það börnin sem eru hneyksluð á okkur fullorðna fólkinu, því við gerum okkur ekki grein fyrir hversu stórt vandamálið er og erum því ekki að bregðast við. Það er kominn tími á að við hlustum á ákallið frá börnum og ungmennum. Það er skylda okkar að bregðast við og hjálpa börnunum okkar. Hverju erum við að missa af? Mikilvægasta verkfærið þegar leiðbeina á börnum og öðrum um netöryggi og hegðun á netinu er fræðsla. Við sem samfélag þurfum að auka fræðslu og umræðu um miðla og netnotkun til barna og ungmenna, en ekki síður þurfum við að hjálpa foreldrum að fræða börnin sín. Til að tryggja að öll börn og foreldrar fái uppbyggilega og jákvæða fræðslu um hvernig við högum okkur eins og manneskjur á netinu þarf að leggja inn fjármagn og auka getuna. Þessi mikilvægi málaflokkur á það til að gleymast og er jafnvel meðhöndlaður sem gæluverkefni af sumum ráðamönnum og skólafólki. Við þurfum að stíga inn og bregðast strax við neikvæðum áhrifum sem börn verða fyrir á netinu. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau ef við gerum það ekki. Við missum af skaðlegri hegðun og áhrifum á börn, missum af börnum í vanda, missum börn. Á hverjum degi berast okkur hjá SAFT neyðarköll frá skólum og foreldrum vegna neikvæðrar hegðunar barna og ungmenna á netinu og áreitis sem þau verða fyrir. Staðan er sú að við eigum erfitt með að sinna öllum þessum neyðarköllum. Lítill tími er til að sinna forvörnum þar sem starfsfólk SAFT er stöðugt á vettvangi að slökkva elda. Það er ljóst að samfélagsins bíður stórt verkefni. Ætlum við sem samfélag að bregðast við og hjálpa börnum að fóta sig í stafrænum heimi – eða ætlum við að hundsa ákall þeirra? Þau eru að kalla eftir hjálp. Höfundar eru sérfræðingar í miðlanotkun barna og ungmenna hjá SAFT.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun