Reykjavík Design leitar að samstarfsaðilum RVK Design 13. október 2022 08:50 „Nýjasta viðbótin eru frábærar barnavörur frá m.a. Bloomingville Mini, Little Dutch og Mindful og co,“ segir Viktoría, verslunarstjóri Reykjavík Design Leggjum okkar að mörkum til að styðja við íslenska hönnun og framleiðslu „Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af smávöru fyrir heimilið og gjafavöru og eigum mikið úrval af ljósum og húsgögnum. Nýjasta viðbótin eru frábærar barnavörur frá m.a. Bloomingville Mini, Little Dutch og Mindful og co,“ segir Viktoría, verslunarstjóri Reykjavík Design, en nýir eigendur tóku við Lífsstílsversluninni á síðasta ári. Með þeim fylgdi stærra og bjartara húsnæði að Síðumúla 21, ný vefverslun fór í loftið og vörúrvalið hefur stóraukist og fer vaxandi. Viktoría segir samkeppnishæft verð og góða þjónustu lykiláherslu Reykjavík Design. „Við vöndum okkur gríðarlega við vöruúrvalið og veljum allar vörurnar okkar með fegurð og notagildi í huga. Netverslunin hefur einnig verið að færast í aukana og eru allar okkar vörur í boði þar. Við bjóðum upp á alla helstu greiðslumáta, svo sem Netgríó, Aur, Pei, Apple Pay og Aukakrónur. Einnig bjóðum við upp á nokkra kosti í heimsendingu um land allt.“ Fallegar glervörur frá Zalto Spennandi rými fyrir ólíka viðburði Nýja húsnæðið hefur frábært viðburða- og sýningarrými sem býður upp á bæði standandi og sitjandi viðburði fyrir hátt í 30 manns. Rýmið hefur nýst vel hingað til en þar hafa ýmist myndlistarsýningar, smakkviðburðir og vörukynningar farið fram. Rýmið hentar einnig vel fyrir bókaútgáfu-viðburði. Einnig býðst hópum að bóka viðburðarýmið í lokaða viðburði utan opnunartíma, hafa búðina útaf fyrir sig í viðburði, eða til þess versla í friði fyrir brúðkaupsveislur eða stórafmæli. „Okkur finnst frábært þegar fólk hefur samband varðandi ýmsar hugmyndir af viðburðum sem þau langar að hafa. Við erum alltaf til í að koma til móts við fólk og vera með,“ segir Viktoría. Danska merkið Le feu fæst hjá RvkDesign Aðstoða við að koma hönnun í framleiðslu og sölu „Við erum sífellt með augun opin fyrir nýjungum og fallegri hönnun og ávallt til í eiga samtal við hönnuði og vöruframleiðendur um samstarf. Við leggjum mikið upp úr því að koma íslenskri hönnun á framfæri,“ segir Viktoría. „Ég hugsa Reykjavík Design ekki einungis sem verslun heldur frekar eins og lítið samfélag sem sameinar okkur, hönnuðina og viðskiptavini okkar. Það er afskaplega spennandi þegar nýr hönnuður slæst í hópinn með okkur og við skoðum alla möguleikana sem við höfum. Til að mynda bjuggum við til krumma-hurðaskilti með Smára frá HER design. Það var mjög spennandi verkefni sem kom rosalega vel út og heldur áfram að þróast. Þetta verkefni gekk svo vel að við erum að vinna í nýrri ljósalínu saman núna sem kemur á markaðinn fyrir jólin. Við erum opin fyrir þess háttar samstarfi. Við hvetjum hönnuði, nýja sem og reynda, til þess að hafa samband við okkur varðandi samstarf. Hurðaskilti unnið í samvinnu við HER design Við erum spennt fyrir samstarfi við vöruhönnuði sem vantar aðstoð við að koma sinni hönnun í framleiðslu og sölu. Við getum komið að fjármögnun á vöruframleiðslu, aðstoðað með sölu og markaðssetningu og margt fleira. Við hvetjum eindregið vöruhönnuði til að leita til okkar með sína hönnun og ræða samstarfsfleti.“ Vilja samstarf við aðrar hönnunarverslanir Flutningskostnaður til Íslands er almennt frekar hár og hefur hækkað töluvert upp á síðkastið. Einnig þarf að borga skatta, leigu og fleira og hækkandi verðbólgu fylgja áskoranir. Einnig eru töluvert margar hönnunarverslanir á Íslandi, bæði hefðbundnar verslanir sem og netverslanir. Samkeppni er því mikil og erfitt getur reynst fyrir minni aðila að keppa við þá stærri. Rekstrarumhverfið fyrir minni hönnunarverslanir getur verið ansi strembið og arðsemi almennt ekki góð. Okkar svar við þessu er einfaldlega aukið samstarf,“ útskýrir Viktoría en Reykjavík Design hefur átt gott samstarf við innlenda hönnuði og framleiðendur. „Það er alltaf hægt að gera betur. Okkur langar að byggja upp stærri og hagkvæmari einingu og leitum því að innlendum hönnunarverslunum sem væru til í að sameinast okkur eða deila með okkur plássi eða jafnvel lager. Af þessu gæti hlotist töluvert hagræði fyrir báða aðila og meira svigrúm til þess að auka vöruúrval og geta boðið betra verð og þjónustu og stutt við framtíðarvöxt. Þannig getum við lagt okkar að mörkum til þess að styrkja verslun hönnunarvara á Íslandi og stutt betur við innlenda hönnun og framleiðslu.“ Áhugasamir geta haft samband við Kára framkvæmdastjóra RvkDesign á tölvupóstfangið [email protected] Retro star húsgagnalínan er vinsæl hjá Rvk Design Brandsläckare vörurnar eru smart inn á heimilið Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
„Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af smávöru fyrir heimilið og gjafavöru og eigum mikið úrval af ljósum og húsgögnum. Nýjasta viðbótin eru frábærar barnavörur frá m.a. Bloomingville Mini, Little Dutch og Mindful og co,“ segir Viktoría, verslunarstjóri Reykjavík Design, en nýir eigendur tóku við Lífsstílsversluninni á síðasta ári. Með þeim fylgdi stærra og bjartara húsnæði að Síðumúla 21, ný vefverslun fór í loftið og vörúrvalið hefur stóraukist og fer vaxandi. Viktoría segir samkeppnishæft verð og góða þjónustu lykiláherslu Reykjavík Design. „Við vöndum okkur gríðarlega við vöruúrvalið og veljum allar vörurnar okkar með fegurð og notagildi í huga. Netverslunin hefur einnig verið að færast í aukana og eru allar okkar vörur í boði þar. Við bjóðum upp á alla helstu greiðslumáta, svo sem Netgríó, Aur, Pei, Apple Pay og Aukakrónur. Einnig bjóðum við upp á nokkra kosti í heimsendingu um land allt.“ Fallegar glervörur frá Zalto Spennandi rými fyrir ólíka viðburði Nýja húsnæðið hefur frábært viðburða- og sýningarrými sem býður upp á bæði standandi og sitjandi viðburði fyrir hátt í 30 manns. Rýmið hefur nýst vel hingað til en þar hafa ýmist myndlistarsýningar, smakkviðburðir og vörukynningar farið fram. Rýmið hentar einnig vel fyrir bókaútgáfu-viðburði. Einnig býðst hópum að bóka viðburðarýmið í lokaða viðburði utan opnunartíma, hafa búðina útaf fyrir sig í viðburði, eða til þess versla í friði fyrir brúðkaupsveislur eða stórafmæli. „Okkur finnst frábært þegar fólk hefur samband varðandi ýmsar hugmyndir af viðburðum sem þau langar að hafa. Við erum alltaf til í að koma til móts við fólk og vera með,“ segir Viktoría. Danska merkið Le feu fæst hjá RvkDesign Aðstoða við að koma hönnun í framleiðslu og sölu „Við erum sífellt með augun opin fyrir nýjungum og fallegri hönnun og ávallt til í eiga samtal við hönnuði og vöruframleiðendur um samstarf. Við leggjum mikið upp úr því að koma íslenskri hönnun á framfæri,“ segir Viktoría. „Ég hugsa Reykjavík Design ekki einungis sem verslun heldur frekar eins og lítið samfélag sem sameinar okkur, hönnuðina og viðskiptavini okkar. Það er afskaplega spennandi þegar nýr hönnuður slæst í hópinn með okkur og við skoðum alla möguleikana sem við höfum. Til að mynda bjuggum við til krumma-hurðaskilti með Smára frá HER design. Það var mjög spennandi verkefni sem kom rosalega vel út og heldur áfram að þróast. Þetta verkefni gekk svo vel að við erum að vinna í nýrri ljósalínu saman núna sem kemur á markaðinn fyrir jólin. Við erum opin fyrir þess háttar samstarfi. Við hvetjum hönnuði, nýja sem og reynda, til þess að hafa samband við okkur varðandi samstarf. Hurðaskilti unnið í samvinnu við HER design Við erum spennt fyrir samstarfi við vöruhönnuði sem vantar aðstoð við að koma sinni hönnun í framleiðslu og sölu. Við getum komið að fjármögnun á vöruframleiðslu, aðstoðað með sölu og markaðssetningu og margt fleira. Við hvetjum eindregið vöruhönnuði til að leita til okkar með sína hönnun og ræða samstarfsfleti.“ Vilja samstarf við aðrar hönnunarverslanir Flutningskostnaður til Íslands er almennt frekar hár og hefur hækkað töluvert upp á síðkastið. Einnig þarf að borga skatta, leigu og fleira og hækkandi verðbólgu fylgja áskoranir. Einnig eru töluvert margar hönnunarverslanir á Íslandi, bæði hefðbundnar verslanir sem og netverslanir. Samkeppni er því mikil og erfitt getur reynst fyrir minni aðila að keppa við þá stærri. Rekstrarumhverfið fyrir minni hönnunarverslanir getur verið ansi strembið og arðsemi almennt ekki góð. Okkar svar við þessu er einfaldlega aukið samstarf,“ útskýrir Viktoría en Reykjavík Design hefur átt gott samstarf við innlenda hönnuði og framleiðendur. „Það er alltaf hægt að gera betur. Okkur langar að byggja upp stærri og hagkvæmari einingu og leitum því að innlendum hönnunarverslunum sem væru til í að sameinast okkur eða deila með okkur plássi eða jafnvel lager. Af þessu gæti hlotist töluvert hagræði fyrir báða aðila og meira svigrúm til þess að auka vöruúrval og geta boðið betra verð og þjónustu og stutt við framtíðarvöxt. Þannig getum við lagt okkar að mörkum til þess að styrkja verslun hönnunarvara á Íslandi og stutt betur við innlenda hönnun og framleiðslu.“ Áhugasamir geta haft samband við Kára framkvæmdastjóra RvkDesign á tölvupóstfangið [email protected] Retro star húsgagnalínan er vinsæl hjá Rvk Design Brandsläckare vörurnar eru smart inn á heimilið
Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira