Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2022 15:43 Sveinn Andri er nýr verjandi annars karlmannsins sem er grunaður um hryðjuverk. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna varðhald á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn til Landsréttar sem komst að niðurstöðu sinni í dag. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Í gær kom svo fram að karlmennirnir hefðu rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra. Töldu þeir að Guðlaugur Þór væri utanríkisráðherra. Þá hefur lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að drepa lögreglumenn á árshátíð lögreglumanna. Ólafur Þór héraðssaksóknari segir rannsókninni miða ágætlega. Töluvert af mannskap sinnir rannsókninni. Starfsfólk frá héraðssaksóknara, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra. Annar sakborningurinn hefur óskað eftir verjendaskiptum. Sveinn Andri Sveinsson hefur tekið við sem verjandi af Ómari Erni Bjarnþórssyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Sveinn Andri kunnur fjölskyldu hins grunaða. Einar Oddur Sigurðsson er verjandi hins mannsins. Geðlæknir mun framkvæma geðmat á karlmönnunum tveimur með viðtölum og prófum. Þá verða skilaboð mannanna skoðuð og alvarleiki þeirra metinn. Geðlæknir mun sömuleiðis skila sakhæfismati. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna varðhald á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn til Landsréttar sem komst að niðurstöðu sinni í dag. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Í gær kom svo fram að karlmennirnir hefðu rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra. Töldu þeir að Guðlaugur Þór væri utanríkisráðherra. Þá hefur lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að drepa lögreglumenn á árshátíð lögreglumanna. Ólafur Þór héraðssaksóknari segir rannsókninni miða ágætlega. Töluvert af mannskap sinnir rannsókninni. Starfsfólk frá héraðssaksóknara, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra. Annar sakborningurinn hefur óskað eftir verjendaskiptum. Sveinn Andri Sveinsson hefur tekið við sem verjandi af Ómari Erni Bjarnþórssyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Sveinn Andri kunnur fjölskyldu hins grunaða. Einar Oddur Sigurðsson er verjandi hins mannsins. Geðlæknir mun framkvæma geðmat á karlmönnunum tveimur með viðtölum og prófum. Þá verða skilaboð mannanna skoðuð og alvarleiki þeirra metinn. Geðlæknir mun sömuleiðis skila sakhæfismati.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira