Hvað ef ég skaða barnið mitt? Ólafía Sigurjónsdóttir skrifar 19. október 2022 18:01 Hvað ef barnið mitt fær ekki næga næringu? Hvað ef það hættir að anda? Hvað ef ég missi það í gólfið? Hvað ef amman ber sýkla í barnið? Hvað ef ég skaða barnið mitt? Svona hugsanir kannast flestir nýbakaðir foreldrar við. Enda er fátt eðlilegra en að hafa áhyggjur og vilja vernda það sem manni ofurkært. Kvíði og áhyggjur eru eðlilegar og það er líka eðlilegt að fá óþægilegar og ágengar hugsanir eins að sjá sig fyrir sér missa barnið fram að svölunum. Hjá flestum nýbökuðum foreldrum eru kvíðinn og áhyggjurnar tímabundnar og hafa engin áhrif á getu þeirra til að sinna barninu. En þegar kvíðinn, óþægilegar ágengar hugsanir og áráttuhegðun sem snýr að því að vernda barnið er viðvarandi og farin að valda mikilli vanlíðan er um að ræða fæðingarþráhyggju. Fæðingarþráhyggja (e. postpartum OCD) er ein fjölmargra birtingarmynda þráhyggju-árátturöskunar sem hrjáir tvo til þrjá af hverjum hundrað foreldrum. Fæðingarþráhyggja einkennist af þráhugsunum, myndum eða hvötum sem sækja á fólk ítrekað og vekja kvíða, samviskubit, ógeð eða aðrar óþægilegar tilfinningar. Þessum hugsunum fylgir áráttuhegðun sem er endurtekin hegðun eða hugsun sem miðar að því að minnka óþægindin eða koma í veg fyrir skaða. Þráhugsanirnar snúast yfirleitt um barnið, t.d. hugsanir um að eitthvað gæti komið fyrir það, það veikst eða foreldrið gæti skaðað það ef óvarlega er farið. Árátturnar geta verið margskonar, til dæmis að umgangast barnið ofurvarlega, þvo og spritta hendur og heimilið, forðast umgengni við aðra, koma sér hjá því að sinna barninu t.d. bleyjuskiptum, reyna að ýta óþægilegum hugsunum frá og biðja aðra ítrekað um hughreystingu. Ef ekkert er að gert getur vandinn undið upp á sig og haft veruleg áhrif á foreldrið, samskiptin við aðra fjölskyldumeðlimi og tengslamyndun við barnið. Góðu fréttirnar eru samt þær að á síðustu áratugum hefur orðið mikil framþróun á sálfræðimeðferð við þráhyggju-árátturöskun, þar á meðal fæðingarþráhyggju og batahorfur þeirra sem hljóta sérsniðna hugræna atferlismeðferð og berskjöldunarmeðferð (e. ERP) eru mjög góðar. Í sumum tilvikum getur lyfjameðferð einnig hjálpað. Því miður veigrar fólk sér þó oft við því að ræða upplifun sína. Enda getur verið erfitt fyrir þá sem ekki þekkja til að skilja hvers vegna viðkomandi geti ekki leitt hugann frá þessum óhóflegu áhyggjum og varúðarráðstöfunum. Sumir skammast sín fyrir árátturnar sem geta verið skrítnar og tímafrekar. Þráhugsanir geta líka verið grimmar og stundum fer fólk að trúa því að það geti látið af því verða sem það hugsar. Það gerir það hins vegar ekki því hugsanirnar ganga þvert á vilja fólks. Fólk óttast líka að vera misskilið og dæmt af öðrum. Opin umræða og þekking á þessum vanda er mikilvæg ekki aðeins hjá fagfólki heldur fólki almennt. Skilningur aðstandenda getur nefnilega breytt miklu, minnkað skömm og dregið úr vanlíðan og stuðlað að því að fólk leiti sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Hvað ef barnið mitt fær ekki næga næringu? Hvað ef það hættir að anda? Hvað ef ég missi það í gólfið? Hvað ef amman ber sýkla í barnið? Hvað ef ég skaða barnið mitt? Svona hugsanir kannast flestir nýbakaðir foreldrar við. Enda er fátt eðlilegra en að hafa áhyggjur og vilja vernda það sem manni ofurkært. Kvíði og áhyggjur eru eðlilegar og það er líka eðlilegt að fá óþægilegar og ágengar hugsanir eins að sjá sig fyrir sér missa barnið fram að svölunum. Hjá flestum nýbökuðum foreldrum eru kvíðinn og áhyggjurnar tímabundnar og hafa engin áhrif á getu þeirra til að sinna barninu. En þegar kvíðinn, óþægilegar ágengar hugsanir og áráttuhegðun sem snýr að því að vernda barnið er viðvarandi og farin að valda mikilli vanlíðan er um að ræða fæðingarþráhyggju. Fæðingarþráhyggja (e. postpartum OCD) er ein fjölmargra birtingarmynda þráhyggju-árátturöskunar sem hrjáir tvo til þrjá af hverjum hundrað foreldrum. Fæðingarþráhyggja einkennist af þráhugsunum, myndum eða hvötum sem sækja á fólk ítrekað og vekja kvíða, samviskubit, ógeð eða aðrar óþægilegar tilfinningar. Þessum hugsunum fylgir áráttuhegðun sem er endurtekin hegðun eða hugsun sem miðar að því að minnka óþægindin eða koma í veg fyrir skaða. Þráhugsanirnar snúast yfirleitt um barnið, t.d. hugsanir um að eitthvað gæti komið fyrir það, það veikst eða foreldrið gæti skaðað það ef óvarlega er farið. Árátturnar geta verið margskonar, til dæmis að umgangast barnið ofurvarlega, þvo og spritta hendur og heimilið, forðast umgengni við aðra, koma sér hjá því að sinna barninu t.d. bleyjuskiptum, reyna að ýta óþægilegum hugsunum frá og biðja aðra ítrekað um hughreystingu. Ef ekkert er að gert getur vandinn undið upp á sig og haft veruleg áhrif á foreldrið, samskiptin við aðra fjölskyldumeðlimi og tengslamyndun við barnið. Góðu fréttirnar eru samt þær að á síðustu áratugum hefur orðið mikil framþróun á sálfræðimeðferð við þráhyggju-árátturöskun, þar á meðal fæðingarþráhyggju og batahorfur þeirra sem hljóta sérsniðna hugræna atferlismeðferð og berskjöldunarmeðferð (e. ERP) eru mjög góðar. Í sumum tilvikum getur lyfjameðferð einnig hjálpað. Því miður veigrar fólk sér þó oft við því að ræða upplifun sína. Enda getur verið erfitt fyrir þá sem ekki þekkja til að skilja hvers vegna viðkomandi geti ekki leitt hugann frá þessum óhóflegu áhyggjum og varúðarráðstöfunum. Sumir skammast sín fyrir árátturnar sem geta verið skrítnar og tímafrekar. Þráhugsanir geta líka verið grimmar og stundum fer fólk að trúa því að það geti látið af því verða sem það hugsar. Það gerir það hins vegar ekki því hugsanirnar ganga þvert á vilja fólks. Fólk óttast líka að vera misskilið og dæmt af öðrum. Opin umræða og þekking á þessum vanda er mikilvæg ekki aðeins hjá fagfólki heldur fólki almennt. Skilningur aðstandenda getur nefnilega breytt miklu, minnkað skömm og dregið úr vanlíðan og stuðlað að því að fólk leiti sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar