Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2022 11:29 Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segist telja óliklegt að mennirnir verði ákærðir fyrir annað en vopnalagabrot. Vísir Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. Landsréttur staðfesti í fyrradag úrskurð héraðsdóms um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur en þeir voru handteknir fyrir fjórum vikum. Mennirnir eru grunaðir um vopnalagabrot, fyrir að hafa framleitt skotvopn með þrívíddarprentara, og fyrir að hafa rætt sín á milli í gegn um netskilaboð að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. Meðal þeirra sem mennirnir eru sagðir hafa rætt um að myrða eru Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hafi þegar gengist við vopnalagabroti „Eftir samtöl við minn umbjóðanda sýnist mér að það hafi verið farið fullgeyst af stað í þessu máli með blaðamannafundum og öðru slíku og efnisatriði málsins sýnist mér vera þannig að þarna er um að ræða vopnalagabrot,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannanna. Umbjóðandi hans hafi gengist við vopnalagabroti en mennirnir hafi ekki verið farnir að grípa til raunverulegra undirbúningsaðgerða. Aðeins sé til staðar spjall þeirra á milli. „Og misheppnað grín hjá þessum tveimur drengjum. En að um sé að ræða skipulag hryðjuverka á opinni spjallrás, það stenst engan vegin,“ segir Sveinn Andri. Píratar séu sjóræningjar „Minn umbjóðandi er meinleysisgrey og og gerir ekki flugu mein og eins langt frá því að vera efni í hryðjuverkamann og hugsast getur. Hann hefur engan áhuga á stjórnmálum, heldur að Píratar séu sjóræningjar en ekki stjórnmálaflokkur og svo framvegis.“ Inntur að því hvort hann telji það verða meginefni fyrir dómstólum hvort spjall mannanna hafi verið grín eða ekki segir Sveinn að hann sé almennt óviss að mennirnir verði ákærðir fyrir hryðjuverk. „Ég er ekki viss að það nái svo langt að þeir verði ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Ég efast að málið nái svo langt. Mín tilfinning er sú að þeir endi á að verða ákærðir fyrir vopnalagabrot og þeir muni játa þau.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18. október 2022 23:40 Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18. október 2022 17:45 Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18. október 2022 15:43 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Landsréttur staðfesti í fyrradag úrskurð héraðsdóms um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur en þeir voru handteknir fyrir fjórum vikum. Mennirnir eru grunaðir um vopnalagabrot, fyrir að hafa framleitt skotvopn með þrívíddarprentara, og fyrir að hafa rætt sín á milli í gegn um netskilaboð að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. Meðal þeirra sem mennirnir eru sagðir hafa rætt um að myrða eru Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hafi þegar gengist við vopnalagabroti „Eftir samtöl við minn umbjóðanda sýnist mér að það hafi verið farið fullgeyst af stað í þessu máli með blaðamannafundum og öðru slíku og efnisatriði málsins sýnist mér vera þannig að þarna er um að ræða vopnalagabrot,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannanna. Umbjóðandi hans hafi gengist við vopnalagabroti en mennirnir hafi ekki verið farnir að grípa til raunverulegra undirbúningsaðgerða. Aðeins sé til staðar spjall þeirra á milli. „Og misheppnað grín hjá þessum tveimur drengjum. En að um sé að ræða skipulag hryðjuverka á opinni spjallrás, það stenst engan vegin,“ segir Sveinn Andri. Píratar séu sjóræningjar „Minn umbjóðandi er meinleysisgrey og og gerir ekki flugu mein og eins langt frá því að vera efni í hryðjuverkamann og hugsast getur. Hann hefur engan áhuga á stjórnmálum, heldur að Píratar séu sjóræningjar en ekki stjórnmálaflokkur og svo framvegis.“ Inntur að því hvort hann telji það verða meginefni fyrir dómstólum hvort spjall mannanna hafi verið grín eða ekki segir Sveinn að hann sé almennt óviss að mennirnir verði ákærðir fyrir hryðjuverk. „Ég er ekki viss að það nái svo langt að þeir verði ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Ég efast að málið nái svo langt. Mín tilfinning er sú að þeir endi á að verða ákærðir fyrir vopnalagabrot og þeir muni játa þau.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18. október 2022 23:40 Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18. október 2022 17:45 Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18. október 2022 15:43 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18. október 2022 23:40
Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18. október 2022 17:45
Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18. október 2022 15:43