„Maðurinn minn er besti pabbinn í öllum heiminum!“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. október 2022 08:01 Fyrirsætan, leikkonan og athafnakonan María Birta svarar spurningum um ástina og rómantíkina í viðtalsliðnum Ást er. „Það er alveg ofboðslega margt spennandi framundan, en því miður ekkert sem ég get talað um að svo stöddu,“ segir leyndardómsfull María Birta Bjarnadóttir aðspurð um framtíðarplön í viðtali við Makamál. Leikkonan og fyrirsætan María Birta er búsett í Las Vegas með eiginmanni sínum, listamanninum Ella Egilssyni, og barni þeirra hjóna. Fyrir rúmu ári festu þau kaup á húsi í Las Vegas þar sem María Birta segir þau nú vera að skjóta rótum. View this post on Instagram A post shared by Mari a Birta (@mariabirta) Sálufélagar eftir tíu daga kynni María Birta og Elli felldu fyrst hugi saman í október árið 2013 en níu mánuðum síðar voru þau gengin í hnapphelduna. „Við höfðum vitað af hvoru öðru í langan tíma en boltinn byrjaði að rúlla eftir að ég varð áhugasöm um að kaupa af honum málverk. Ég lagði inn sérpöntun á verki í lok september 2013 og hann var orðinn kærastinn minn tæpum mánuði síðar. Það tók okkur um það bil tíu daga að átta okkur á því að við vorum sálufélagar.“ Þó svo að María sé dul í svörum varðandi framtíðarverkefni er þó í nægu að snúast og starfar hún í dag sem leikkona í sýningunni Atomic Saloon í Las Vegas. View this post on Instagram A post shared by Mari a Birta (@mariabirta) Engin verður óbarin nunna Þar fer hún með hlutverk nunnu sem fær heldur betur að kenna á því en María hefur greint frá því í viðtölum að hafa nokkrum sinnum endað á sjúkrahúsi eftir sýningar. Í tilefni tíu ára afmælis íslensku kvikmyndarinnar Svartur á leik var nýverið tilkynnt að tvær tengdar myndir séu í býgerð og úr verði þríleikur. María Birta fór með eitt aðalhlutverka í myndinni. „Ég er mjög spennt fyrir þessu framhaldi! Óskar Thor er algjör snillingur og þetta verða án efa geggjaðar myndir.“ View this post on Instagram A post shared by Mari a Birta (@mariabirta) Fær kaffi í rúmið hvern einasta morgun María Birta kallar ekki allt ömmu sína og er óhrædd við að ráðast í krefjandi verkefni og elta draumana sína. Þegar kemur að rómantíkinni segist hún vissulega eiga sér rómantíska hlið en Elli, eiginmaður hennar, hafi þar vinninginn. „Elli er mjög rómantískur. Hann hefur fært mér kaffi í rúmið hvern einasta dag frá því að við kynntumst. Hann er mikill dekrari.“ Farið þið hjónin reglulega á stefnumót? Við gerðum meira af því áður en við urðum foreldrar. Núna skipta litlu mómentin meira máli og við finnum okkur tíma inni á milli. Þegar María er spurð nánar út í nýjan fjölskyldumeðlim segist hún ekki vilja tjá sig nánar um það að sinni. María Birta og Elli felldu fyrst hugi saman í október árið 2013 en níu mánuðum síðar voru þau gengin í hnapphelduna. Hér fyrir neðan svarar María Birta spurningum úr viðtalsliðnum Ást er: Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Notting Hill og You’ve Got Mail! Fyrsti kossinn: Fyrsti kossinn okkar Ella var á stigagangi í Bólstaðarhlíð klukkan 7:30 að morgni til. Ég hafði flogið heim frá LA til að koma honum á óvart og hitta hann í fyrsta skipti. Við höfðum verið að spjalla saman á netinu í um það bil tuttugu daga og ég bara hreinlega gat ekki beðið með það að hitta hann. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Veit nú ekki hvort að það hægt sé að kalla þetta lag power ballöðu en ég fíla lagið Crazy með Patsy Cline, hlustaði mikið á þetta lag í síðasta „break-uppi“. Lagið „okkar“ er: Hold on, We’re Going Home með Drake. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Elli hefur nokkrum sinnum komið mér á óvart og breytt allri stofunni okkar í til dæmis japanskan veitingastað með tilheyrandi skreytingum eða Mexican fiesta. Mér finnst það mega rómó. Uppáhaldsmaturinn minn: Eiginlega bara allur vegan matur en Nobu er til dæmis með fáránlega góð vegan möguleika inni á milli. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: 50 vindlar, Billicart Salmon Rose kampavínsflaska og baðbomba. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Málverk, að sjálfsögðu. View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Ég elska að: Fara í langa göngutúra með fjölskyldunni og heimsækja lönd og borgir sem ég hef ekki komið til áður. Maðurinn minn er: Besti pabbinn í öllum heiminum! Rómantískasti staður á landinu er: Fyrir okkur er það litla hjartalautin í Grímsnesinu þar sem við giftum okkur. View this post on Instagram A post shared by Mari a Birta (@mariabirta) Ást er: Traust og ristaðar furuhnetur. María og Elli fóru oftar á stefnumót áður en þau urðu foreldrar. Núna skipta litlu augnablikin meira máli og þau segjast finna sér tíma inni á milli. Börn og uppeldi Ást er... Ástin og lífið Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Myndaveisla: Svartur á leik snýr aftur Í gær fór fram tíu ára afmælissýning kvikmyndarinnar Svartur á leik. Myndin er farin aftur í sýningu í Smárabíó. Í gær var tilkynnt að framleiða eigi tvær kvikmyndir í viðbót og verður myndin því hluti af þríleik. 6. október 2022 20:01 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Leikkonan og fyrirsætan María Birta er búsett í Las Vegas með eiginmanni sínum, listamanninum Ella Egilssyni, og barni þeirra hjóna. Fyrir rúmu ári festu þau kaup á húsi í Las Vegas þar sem María Birta segir þau nú vera að skjóta rótum. View this post on Instagram A post shared by Mari a Birta (@mariabirta) Sálufélagar eftir tíu daga kynni María Birta og Elli felldu fyrst hugi saman í október árið 2013 en níu mánuðum síðar voru þau gengin í hnapphelduna. „Við höfðum vitað af hvoru öðru í langan tíma en boltinn byrjaði að rúlla eftir að ég varð áhugasöm um að kaupa af honum málverk. Ég lagði inn sérpöntun á verki í lok september 2013 og hann var orðinn kærastinn minn tæpum mánuði síðar. Það tók okkur um það bil tíu daga að átta okkur á því að við vorum sálufélagar.“ Þó svo að María sé dul í svörum varðandi framtíðarverkefni er þó í nægu að snúast og starfar hún í dag sem leikkona í sýningunni Atomic Saloon í Las Vegas. View this post on Instagram A post shared by Mari a Birta (@mariabirta) Engin verður óbarin nunna Þar fer hún með hlutverk nunnu sem fær heldur betur að kenna á því en María hefur greint frá því í viðtölum að hafa nokkrum sinnum endað á sjúkrahúsi eftir sýningar. Í tilefni tíu ára afmælis íslensku kvikmyndarinnar Svartur á leik var nýverið tilkynnt að tvær tengdar myndir séu í býgerð og úr verði þríleikur. María Birta fór með eitt aðalhlutverka í myndinni. „Ég er mjög spennt fyrir þessu framhaldi! Óskar Thor er algjör snillingur og þetta verða án efa geggjaðar myndir.“ View this post on Instagram A post shared by Mari a Birta (@mariabirta) Fær kaffi í rúmið hvern einasta morgun María Birta kallar ekki allt ömmu sína og er óhrædd við að ráðast í krefjandi verkefni og elta draumana sína. Þegar kemur að rómantíkinni segist hún vissulega eiga sér rómantíska hlið en Elli, eiginmaður hennar, hafi þar vinninginn. „Elli er mjög rómantískur. Hann hefur fært mér kaffi í rúmið hvern einasta dag frá því að við kynntumst. Hann er mikill dekrari.“ Farið þið hjónin reglulega á stefnumót? Við gerðum meira af því áður en við urðum foreldrar. Núna skipta litlu mómentin meira máli og við finnum okkur tíma inni á milli. Þegar María er spurð nánar út í nýjan fjölskyldumeðlim segist hún ekki vilja tjá sig nánar um það að sinni. María Birta og Elli felldu fyrst hugi saman í október árið 2013 en níu mánuðum síðar voru þau gengin í hnapphelduna. Hér fyrir neðan svarar María Birta spurningum úr viðtalsliðnum Ást er: Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Notting Hill og You’ve Got Mail! Fyrsti kossinn: Fyrsti kossinn okkar Ella var á stigagangi í Bólstaðarhlíð klukkan 7:30 að morgni til. Ég hafði flogið heim frá LA til að koma honum á óvart og hitta hann í fyrsta skipti. Við höfðum verið að spjalla saman á netinu í um það bil tuttugu daga og ég bara hreinlega gat ekki beðið með það að hitta hann. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Veit nú ekki hvort að það hægt sé að kalla þetta lag power ballöðu en ég fíla lagið Crazy með Patsy Cline, hlustaði mikið á þetta lag í síðasta „break-uppi“. Lagið „okkar“ er: Hold on, We’re Going Home með Drake. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Elli hefur nokkrum sinnum komið mér á óvart og breytt allri stofunni okkar í til dæmis japanskan veitingastað með tilheyrandi skreytingum eða Mexican fiesta. Mér finnst það mega rómó. Uppáhaldsmaturinn minn: Eiginlega bara allur vegan matur en Nobu er til dæmis með fáránlega góð vegan möguleika inni á milli. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: 50 vindlar, Billicart Salmon Rose kampavínsflaska og baðbomba. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Málverk, að sjálfsögðu. View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Ég elska að: Fara í langa göngutúra með fjölskyldunni og heimsækja lönd og borgir sem ég hef ekki komið til áður. Maðurinn minn er: Besti pabbinn í öllum heiminum! Rómantískasti staður á landinu er: Fyrir okkur er það litla hjartalautin í Grímsnesinu þar sem við giftum okkur. View this post on Instagram A post shared by Mari a Birta (@mariabirta) Ást er: Traust og ristaðar furuhnetur. María og Elli fóru oftar á stefnumót áður en þau urðu foreldrar. Núna skipta litlu augnablikin meira máli og þau segjast finna sér tíma inni á milli.
Börn og uppeldi Ást er... Ástin og lífið Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Myndaveisla: Svartur á leik snýr aftur Í gær fór fram tíu ára afmælissýning kvikmyndarinnar Svartur á leik. Myndin er farin aftur í sýningu í Smárabíó. Í gær var tilkynnt að framleiða eigi tvær kvikmyndir í viðbót og verður myndin því hluti af þríleik. 6. október 2022 20:01 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Myndaveisla: Svartur á leik snýr aftur Í gær fór fram tíu ára afmælissýning kvikmyndarinnar Svartur á leik. Myndin er farin aftur í sýningu í Smárabíó. Í gær var tilkynnt að framleiða eigi tvær kvikmyndir í viðbót og verður myndin því hluti af þríleik. 6. október 2022 20:01