Snemmtæk inngrip í meðferð hjá SÁÁ Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir skrifar 27. október 2022 09:01 Á Íslandi erum við svo heppin að við sem samfélag lítum á áfengis- og vímuefnafíkn sem sjúkdóm sem á heima í heilbrigðiskerfinu. Áhrifaríkasta leiðin í meðferð þessa vanda er sú sama og í flestum heilbrigðisvanda – að grípa inní snemma. Áfengis- og vímuefnafíkn má sjá fyrir sér sem róf eða mælistiku þar sem alvarleiki vandans mælist frá vægri fíkniröskun til alvarlegs langvinns fíknsjúkdóms. Fíkniröskun og fíknsjúkdóm er hægt að meðhöndla með með gagnreyndum aðferðum í heilbrigðiskerfinu með heilbrigðisstarfsfólki. Áhrifaríkasta leiðin er snemmtækt inngrip, þótt meðferð á öllum stigum skili líka árangri. Aðgengi að meðferð við fíknsjúkdómi er því ein og sér ein mikilvægasta breytan í því að auka líkur á að bati náist, hvort sem er að hluta til eða öllu leyti. Á Íslandi eigum við sem betur fer kost á góðri, faglegri og fjölbreyttri meðferð á vegum SÁÁ. Meðferð sem getur farið fram í göngudeild en einnig á sérhæfðu sjúkrahúsi og meðferðarstöð sem sinnir fólki sem glímir við alvarlegasta form fíknröskunar, fíknsjúkdóminn. Á sjúkrahúsið Vog kemur fólk með fíknsjúkdóm, alvarlegasta form fíkniröskunar. Viðkomandi þarfnast inniliggjandi inngrips í formi afeitrunar og í kjölfarið yfirgripsmikla sálfélagslega meðferð til lengri tíma. Umræða um bið eftir innlögn á Vog fer oft hátt, og það er staðreynd að eftirspurn eftir þessu úrræði er meiri en við höfum í dag kost á að sinna. Hvernig getum við beitt snemmtæku inngripi við slíkar aðstæður? Hjá meðferðarsviði SÁÁ höfum við lagt áherslu á að auka aðgengi að snemmtæku inngripi og stytta þannig bið eftir meðferð með eftirfarandi hætti: Þróun göngudeildarúrræða sem draga úr þörf á inniliggjandi meðferð. Grunnmeðferð í göngudeild er úrræði fyrir þá sem geta hætt neyslu sjálfir án innlagnar á Vog. Þessi meðferð er að öðru leyti sambærileg sálfélagslegu meðferðinni sem veitt er á Vogi. Þetta úrræði hjálpar þeim mest sem hafa minni þörf á afeitrunarmeðferð og/eða eru að koma vegna bakslags sem ekki er langt gengið. Bið eftir þessu úrræði er engin. Í kjölfarið eiga skjólstæðingar kost á áframhaldandi sálfélagslegri meðferð og stuðningi í göngudeild. Vonir standa til að einnig verði hægt að bjóða þeim sem þurfa inniliggjandi meðferð á meðferðarstöðinni Vík aðgang þangað beint án innlagnar á Vog. Ungmennameðferð fyrir 25 ára og yngri á Vogi. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að auka aðgengi ungmenna að snemmtækri þjónustu í áfengis- og vímuefnameðferð. Í því felst m.a að efla og auka þjónustu við þennan hóp með lágmarks bið, sálfélagslegri þjónustu, endurinnlögnum eftir þörf og samvinnu milli úrræða fyrir ungmenni. Þessi hópur er um 20% af heildarfjölda þeirra sem koma í meðferð á Vog og er hlutfall hans minna en áður enda hefur neysla í yngsta hópnum sem betur fer farið minnkandi frá aldamótum. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er engin. Í framhaldi af inniliggjandi meðferð eru ungmenni tengd við sérstaka þjónustu í göngudeild. Fyrsta koma. Hér er um að ræða snemmtækt inngrip fyrir þá sem eru að leita meðferðar í fyrsta sinn og þurfa innlögn. Einstaklingar sem leggjast inn á Vog í fyrsta sinn eru um 30% af heildinni. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er heldur engin. Hver er þá biðin eftir meðferð í raun? Ef horft er til síðustu 5 ára, frá 2017 fram á mitt ár 2022, er meðalbiðtími eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog 53,5 dagar. Til samanburðar má nefna að Embætti landlæknis telur ásættanlega bið eftir greiningu og meðferð hjá sérfræðingi vera 90 daga. Fæstir sem sækja þjónustu SÁÁ bíða nærri svo lengi. Um 40% þeirra sem leggjast inn á Vog hafa beðið styttra en 14 daga eftir innlögn og tæplega 70% skjólstæðinga bíða innan við 4 vikur. Á þessum rúmu 5 árum sem gögn þessar greiningar byggja á, hafa einungis 3% skjólstæðinga beðið lengur en 90 daga eftir innlögn á Vog. Höfundur er gæðastjóri SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi erum við svo heppin að við sem samfélag lítum á áfengis- og vímuefnafíkn sem sjúkdóm sem á heima í heilbrigðiskerfinu. Áhrifaríkasta leiðin í meðferð þessa vanda er sú sama og í flestum heilbrigðisvanda – að grípa inní snemma. Áfengis- og vímuefnafíkn má sjá fyrir sér sem róf eða mælistiku þar sem alvarleiki vandans mælist frá vægri fíkniröskun til alvarlegs langvinns fíknsjúkdóms. Fíkniröskun og fíknsjúkdóm er hægt að meðhöndla með með gagnreyndum aðferðum í heilbrigðiskerfinu með heilbrigðisstarfsfólki. Áhrifaríkasta leiðin er snemmtækt inngrip, þótt meðferð á öllum stigum skili líka árangri. Aðgengi að meðferð við fíknsjúkdómi er því ein og sér ein mikilvægasta breytan í því að auka líkur á að bati náist, hvort sem er að hluta til eða öllu leyti. Á Íslandi eigum við sem betur fer kost á góðri, faglegri og fjölbreyttri meðferð á vegum SÁÁ. Meðferð sem getur farið fram í göngudeild en einnig á sérhæfðu sjúkrahúsi og meðferðarstöð sem sinnir fólki sem glímir við alvarlegasta form fíknröskunar, fíknsjúkdóminn. Á sjúkrahúsið Vog kemur fólk með fíknsjúkdóm, alvarlegasta form fíkniröskunar. Viðkomandi þarfnast inniliggjandi inngrips í formi afeitrunar og í kjölfarið yfirgripsmikla sálfélagslega meðferð til lengri tíma. Umræða um bið eftir innlögn á Vog fer oft hátt, og það er staðreynd að eftirspurn eftir þessu úrræði er meiri en við höfum í dag kost á að sinna. Hvernig getum við beitt snemmtæku inngripi við slíkar aðstæður? Hjá meðferðarsviði SÁÁ höfum við lagt áherslu á að auka aðgengi að snemmtæku inngripi og stytta þannig bið eftir meðferð með eftirfarandi hætti: Þróun göngudeildarúrræða sem draga úr þörf á inniliggjandi meðferð. Grunnmeðferð í göngudeild er úrræði fyrir þá sem geta hætt neyslu sjálfir án innlagnar á Vog. Þessi meðferð er að öðru leyti sambærileg sálfélagslegu meðferðinni sem veitt er á Vogi. Þetta úrræði hjálpar þeim mest sem hafa minni þörf á afeitrunarmeðferð og/eða eru að koma vegna bakslags sem ekki er langt gengið. Bið eftir þessu úrræði er engin. Í kjölfarið eiga skjólstæðingar kost á áframhaldandi sálfélagslegri meðferð og stuðningi í göngudeild. Vonir standa til að einnig verði hægt að bjóða þeim sem þurfa inniliggjandi meðferð á meðferðarstöðinni Vík aðgang þangað beint án innlagnar á Vog. Ungmennameðferð fyrir 25 ára og yngri á Vogi. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að auka aðgengi ungmenna að snemmtækri þjónustu í áfengis- og vímuefnameðferð. Í því felst m.a að efla og auka þjónustu við þennan hóp með lágmarks bið, sálfélagslegri þjónustu, endurinnlögnum eftir þörf og samvinnu milli úrræða fyrir ungmenni. Þessi hópur er um 20% af heildarfjölda þeirra sem koma í meðferð á Vog og er hlutfall hans minna en áður enda hefur neysla í yngsta hópnum sem betur fer farið minnkandi frá aldamótum. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er engin. Í framhaldi af inniliggjandi meðferð eru ungmenni tengd við sérstaka þjónustu í göngudeild. Fyrsta koma. Hér er um að ræða snemmtækt inngrip fyrir þá sem eru að leita meðferðar í fyrsta sinn og þurfa innlögn. Einstaklingar sem leggjast inn á Vog í fyrsta sinn eru um 30% af heildinni. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er heldur engin. Hver er þá biðin eftir meðferð í raun? Ef horft er til síðustu 5 ára, frá 2017 fram á mitt ár 2022, er meðalbiðtími eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog 53,5 dagar. Til samanburðar má nefna að Embætti landlæknis telur ásættanlega bið eftir greiningu og meðferð hjá sérfræðingi vera 90 daga. Fæstir sem sækja þjónustu SÁÁ bíða nærri svo lengi. Um 40% þeirra sem leggjast inn á Vog hafa beðið styttra en 14 daga eftir innlögn og tæplega 70% skjólstæðinga bíða innan við 4 vikur. Á þessum rúmu 5 árum sem gögn þessar greiningar byggja á, hafa einungis 3% skjólstæðinga beðið lengur en 90 daga eftir innlögn á Vog. Höfundur er gæðastjóri SÁÁ.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun