Magnús Carlsen tryllti gesti Röntgen með karaókísöng sínum Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2022 14:09 Lóa vissi í fyrstu ekkert hvaða „dúddar“ voru þarna á ferð en tók eftir því að mjög var sótt að einum þeirra að taka lagið. Hana tók að gruna að þarna væri nú kannski einhver nafntogaður þegar myndavélarnar flugu á loft og var þar þá mættur sjálfur Magnús Carlsen. Vísir/Vilhelm/aðsend Myndavélar flugu á loft þegar norska undrabarnið, heimsmeistarinn í skák, greip míkrófóninn og söng Boten Anna á karaókíkvöldi á skemmti- og veitingastaðnum Röntgen í gærkvöldi við mikinn fögnuð. Þær vinkonur í Two Non Blonds, þær Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir teiknari, sem gjarnan er kennd við hljómsveitina FM Belfast hvar hún syngur og Sandra Barilli sem heldur meðal annars úti vinsælu hlaðvarpi um kvikmyndir, standa fyrir karaókíkvöldum, tilfallandi. Sem hafa vakið mikla lukku. Og þannig var það í gær. Allt tryllt þegar Magnús Carlsen steig á sviðið Lóa segir að þegar hafi myndast mikil og góð stemmning. Hún segist ekki vera vel að sér í skákinni en þarna hafi verið staddur hópur „dúdda“ og það fór ekki hjá því að einkum var sótt að einum þeirra að taka lagið. Sem svo varð. „Þetta var ógeðslega fyndið. Við hefðum ekki fattað að þetta væru einhverjar týpur nema vegna myndavélanna sem flugu á loft þegar þeir hófu upp raust sína,“ segir Lóa. Og bætir því við að Magnús Carlsen hafi sungið lagið Boten Anna. Lesandi Vísis sendi ritstjórn myndband af frammistöðu Carlsen og er ljóst að flutningi hans var afar vel tekið. Klippa: Magnus Carlsen syngur Boten Anna í karókí Lóa sjálf er þekkt rokkstjarna og því ekki úr vegi að spyrja hana hvernig til hafi tekist hjá heimsmeistaranum en hún treystir sér ekki til að gefa honum einkunn. „Erfitt að meta það þegar svona margir syngja í einu,“ segir Lóa en það myndaðist mikil stemmning á Röntgen þegar Magnús steig á svið. Og húsið tók undir meistaranum. „Ég horfði á þetta aftan frá af því að við erum að stýra karaókíinu; á skákheiminn skaka sér.“ Þær karaokí-systur Lóa og Sandra voru ánægðar með stemmninguna sem myndaðit á Röntgen þegar hinir fjörugu skákmeistarar hófu upp raust sína.aðsend Hjörvar Steinn skellti sér í Ecuador Meðal þeirra sem voru þarna staddir voru að sjálfsögðu íslenski stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson sem lét sig ekki muna um að henda sér í stórsmellinn og danslagið Ecuador. „Já, hann Hjörvar, íslenski skákdrengurinn.“ Veitinga- og skemmtistaðurinn Röntgen stendur við Hverfisgötu, en heimsmeistaramótið í Fischer-skák fer nú fram á Hótel Natura. Lóa segir að sér hafi ekki einu sinni verið kunnugt um að skákmót væri í gangi. Og söngurinn hefur virkað vel fyrir Hjörvar því hann náði sínum fyrsta sigri í dag, á þriðja keppnisdegi, þegar hann lagði ríkjandi heimsmeistara í Fischer-skákinni, Wesley So. HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Skák Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Þær vinkonur í Two Non Blonds, þær Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir teiknari, sem gjarnan er kennd við hljómsveitina FM Belfast hvar hún syngur og Sandra Barilli sem heldur meðal annars úti vinsælu hlaðvarpi um kvikmyndir, standa fyrir karaókíkvöldum, tilfallandi. Sem hafa vakið mikla lukku. Og þannig var það í gær. Allt tryllt þegar Magnús Carlsen steig á sviðið Lóa segir að þegar hafi myndast mikil og góð stemmning. Hún segist ekki vera vel að sér í skákinni en þarna hafi verið staddur hópur „dúdda“ og það fór ekki hjá því að einkum var sótt að einum þeirra að taka lagið. Sem svo varð. „Þetta var ógeðslega fyndið. Við hefðum ekki fattað að þetta væru einhverjar týpur nema vegna myndavélanna sem flugu á loft þegar þeir hófu upp raust sína,“ segir Lóa. Og bætir því við að Magnús Carlsen hafi sungið lagið Boten Anna. Lesandi Vísis sendi ritstjórn myndband af frammistöðu Carlsen og er ljóst að flutningi hans var afar vel tekið. Klippa: Magnus Carlsen syngur Boten Anna í karókí Lóa sjálf er þekkt rokkstjarna og því ekki úr vegi að spyrja hana hvernig til hafi tekist hjá heimsmeistaranum en hún treystir sér ekki til að gefa honum einkunn. „Erfitt að meta það þegar svona margir syngja í einu,“ segir Lóa en það myndaðist mikil stemmning á Röntgen þegar Magnús steig á svið. Og húsið tók undir meistaranum. „Ég horfði á þetta aftan frá af því að við erum að stýra karaókíinu; á skákheiminn skaka sér.“ Þær karaokí-systur Lóa og Sandra voru ánægðar með stemmninguna sem myndaðit á Röntgen þegar hinir fjörugu skákmeistarar hófu upp raust sína.aðsend Hjörvar Steinn skellti sér í Ecuador Meðal þeirra sem voru þarna staddir voru að sjálfsögðu íslenski stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson sem lét sig ekki muna um að henda sér í stórsmellinn og danslagið Ecuador. „Já, hann Hjörvar, íslenski skákdrengurinn.“ Veitinga- og skemmtistaðurinn Röntgen stendur við Hverfisgötu, en heimsmeistaramótið í Fischer-skák fer nú fram á Hótel Natura. Lóa segir að sér hafi ekki einu sinni verið kunnugt um að skákmót væri í gangi. Og söngurinn hefur virkað vel fyrir Hjörvar því hann náði sínum fyrsta sigri í dag, á þriðja keppnisdegi, þegar hann lagði ríkjandi heimsmeistara í Fischer-skákinni, Wesley So.
HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Skák Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20