Dansað inn í veturinn með hádegispartýi á Prikinu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 14:30 Olga Maggý Erlendsdóttir og Rebekka Sól Þórarinsdóttir eru listhópurinn dans-í-space og munu stýra danspartýi á Prikinu í hádeginu á morgun. Berglaug Áhugasamir dansarar geta glaðst yfir því að viðburðurinn Lunch Beat Reykjavík snýr aftur til borgarinnar í hádeginu á morgun með viðburði á Prikinu. DJ Margeir þeytir skífum og dansararnir Olga Maggý Erlendsdóttir og Rebekka Sól Þórarinsdóttir stýra dansgleðinni. Reima á sig dansskóna Lunch Beat er fjölþjóðlegt dansverkefni sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar. Danshópurinn Choreography Reykjavík hélt viðburðaröð í Reykjavík frá árunum 2012-2016 við mikinn meðbyr. Hafa nýir kyndilberar í formi dansarana Olgu Maggýjar og Rebekku Sólar, sem fara fyrir skapandi listahópnum dans.i.space, tekið við keflinu og endurvakið þessa viðburði. View this post on Instagram A post shared by dans-í-space (@dans.i.space) „Lunch Beat snýst um að dansa, fólk kemur saman í öruggu skjóli, hádegishlé frá vinnu eða dagsins verkefnum, og dansar saman í klukkustund. Boðið er upp á léttar veitingar og nú er kominn tími til að reima á sig dansskóna og dansa sig inn í veturinn,“ segir í fréttatilkynningu en viðburðinn hefst klukkan 13:00. View this post on Instagram A post shared by dans-í-space (@dans.i.space) Gefa dansinum pláss Blaðamaður heyrði í Rebekku Sól og spurði við hverju gestir mega búast. „Stanslausu stuði náttúrulega og vonandi getur fólk aðeins tekið frí frá vinnunni sinni, komið og hugsað um eitthvað annað en skyldurnar sínar.“ Hún segir fleiri Lunch Beat viðburði vera í vinnslu og það sé ýmislegt um að vera hjá henni og Olgu Maggý. „Það eru alls konar viðburðir framundan og það er allt eitthvað sem tengist dansi og gefur dansinum pláss.“ View this post on Instagram A post shared by dans-í-space (@dans.i.space) Aðspurð hvað henni finnist skemmtilegast við að dansa segir Rebekka: „Það er svo margt sem manni dettur í hug en samt er svo erfitt að setja það í orð. Fyrir mig hjálpar það við að hugsa ekki um neitt annað en bara að dansa og sleppa mér. Það leyfir manni líka að vera bara maður sjálfur. Maður þarf ekkert að pæla í því hvernig maður lítur út.“ Fólk er því hvatt til sleppa allri sjálfsmeðvitund og einfaldlega njóta og dansa eins og enginn sé að horfa. View this post on Instagram A post shared by dans-í-space (@dans.i.space) Viðburðurinn er hluti af Off-Venue dagskrá Iceland Airwaves sem hefst einmitt á morgun. Hér má finna stefnulýsingu LUNCH BEAT:1. Ef þetta er þitt fyrsta skipti á Lunch Beat, þá þarftu að dansa. 2. Ef þetta er þitt þriðja eða fjórða skipti á Lunch Beat, þá þarftu að dansa. 3. Ef þú ert orðið of þreytt til að dansa á Lunch Beat, þá máttu vinsamlegast fá þér hádegismat annars staðar. 4. Bannað er að ræða vinnuna þína á Lunch Beat. 5. Á Lunch Beat eru allir sem viðstaddir eru dansfélagi þinn í klukkustund. 6. Allir Lunch Beat viðburðir skulu vera ein klukkustund að lengd. 7. Lunch Beat býður öllum gestum sínum upp á 1 x DJ-Set og næringu í einhverju formi. 8. Vatn er alltaf frítt og aðgengilegt á öllum Lunch Beat viðburðum. 9. Lunch Beat reynir að vera vímulaust umhverfi. 10. Lunch Beat getur verið sett upp hvar sem er, svo lengi sem viðburðirnir eru ekki í fjáröflunarskyni, eru opnir almenningi, og unnir undir þessari stefnulýsingu. View this post on Instagram A post shared by dans-í-space (@dans.i.space) „Notkun stórra myndavéla, flass eða vídeóvéla er ekki leyfð án leyfis,“ segir að lokum í fréttatilkynningunni. Dans Tónlist Airwaves Tengdar fréttir „Goðsagnakennd djammkvöld“ „Mánudagsklúbburinn á Prikinu hefur fengið endurvakningu lífdaga. Goðsagnakennd djammkvöld hér á árum áður,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi Priksins. Mánudagsklúbburinn var gríðarlega vinsæll fyrir um áratugi síðan og er nú leiddur af þremur ungum konum, þeim Valgerði, Heiðbrá og Nadiu, sem sérhæfa sig í skvísutónum og góðri stemningu. 3. október 2022 14:31 „Nú er ég meira að skrifa um persónulega hluti“ Ungstirnið Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, er ein af þeim upprennandi íslensku söngkonum sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Gugusar semur tónlistina sína alla sjálf ásamt því að pródúsera og fær innblásturinn víða. Blaðamaður hitti hana í kaffi og tók á henni púlsinn. 1. nóvember 2022 14:00 Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31 Burstar alltaf tennurnar rétt áður en hún stígur á svið KUSK er listamannsnafn tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskarsdóttur en hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum. KUSK kemur fram á Airwaves í ár en hún var jafnframt að senda frá sér plötuna Skvaldur í dag. Blaðamaður tók púlsinn á KUSK. 28. október 2022 10:01 Tók sitt fyrsta gigg fyrir ári síðan en hefur nú spilað um allan heim Tónlistarkonan Árný Margrét á viðburðaríkt ár að baki sér en hún spilaði sitt fyrsta gigg á Airwaves hátíðinni í fyrra í gegnum streymi. Þá hafði hún einungis gefið út eitt lag en hefur nú sent frá sér plötu í fullri lengd og komið fram bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á Árnýju, sem spilar á Iceland Airwaves í ár. 27. október 2022 08:00 „Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“ Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir. 26. október 2022 06:01 Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum. 25. október 2022 15:01 „Þið ættuð að hringja í lögregluna, þetta lag er ólöglega gott“ Jóhanna Rakel og Salka Valsdóttir mynda hljómsveitina CYBER en sveitin var að senda frá sér splunkunýtt lag sem ber nafnið NO CRY. CYBER hafa nú lýst því yfir að þeir fáu heppnu sem fengu að smakka á lagstúfnum fyrir útgáfu hafi fallið í nokkurs konar trans. 21. október 2022 09:31 Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni. 23. september 2022 13:31 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira
Reima á sig dansskóna Lunch Beat er fjölþjóðlegt dansverkefni sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar. Danshópurinn Choreography Reykjavík hélt viðburðaröð í Reykjavík frá árunum 2012-2016 við mikinn meðbyr. Hafa nýir kyndilberar í formi dansarana Olgu Maggýjar og Rebekku Sólar, sem fara fyrir skapandi listahópnum dans.i.space, tekið við keflinu og endurvakið þessa viðburði. View this post on Instagram A post shared by dans-í-space (@dans.i.space) „Lunch Beat snýst um að dansa, fólk kemur saman í öruggu skjóli, hádegishlé frá vinnu eða dagsins verkefnum, og dansar saman í klukkustund. Boðið er upp á léttar veitingar og nú er kominn tími til að reima á sig dansskóna og dansa sig inn í veturinn,“ segir í fréttatilkynningu en viðburðinn hefst klukkan 13:00. View this post on Instagram A post shared by dans-í-space (@dans.i.space) Gefa dansinum pláss Blaðamaður heyrði í Rebekku Sól og spurði við hverju gestir mega búast. „Stanslausu stuði náttúrulega og vonandi getur fólk aðeins tekið frí frá vinnunni sinni, komið og hugsað um eitthvað annað en skyldurnar sínar.“ Hún segir fleiri Lunch Beat viðburði vera í vinnslu og það sé ýmislegt um að vera hjá henni og Olgu Maggý. „Það eru alls konar viðburðir framundan og það er allt eitthvað sem tengist dansi og gefur dansinum pláss.“ View this post on Instagram A post shared by dans-í-space (@dans.i.space) Aðspurð hvað henni finnist skemmtilegast við að dansa segir Rebekka: „Það er svo margt sem manni dettur í hug en samt er svo erfitt að setja það í orð. Fyrir mig hjálpar það við að hugsa ekki um neitt annað en bara að dansa og sleppa mér. Það leyfir manni líka að vera bara maður sjálfur. Maður þarf ekkert að pæla í því hvernig maður lítur út.“ Fólk er því hvatt til sleppa allri sjálfsmeðvitund og einfaldlega njóta og dansa eins og enginn sé að horfa. View this post on Instagram A post shared by dans-í-space (@dans.i.space) Viðburðurinn er hluti af Off-Venue dagskrá Iceland Airwaves sem hefst einmitt á morgun. Hér má finna stefnulýsingu LUNCH BEAT:1. Ef þetta er þitt fyrsta skipti á Lunch Beat, þá þarftu að dansa. 2. Ef þetta er þitt þriðja eða fjórða skipti á Lunch Beat, þá þarftu að dansa. 3. Ef þú ert orðið of þreytt til að dansa á Lunch Beat, þá máttu vinsamlegast fá þér hádegismat annars staðar. 4. Bannað er að ræða vinnuna þína á Lunch Beat. 5. Á Lunch Beat eru allir sem viðstaddir eru dansfélagi þinn í klukkustund. 6. Allir Lunch Beat viðburðir skulu vera ein klukkustund að lengd. 7. Lunch Beat býður öllum gestum sínum upp á 1 x DJ-Set og næringu í einhverju formi. 8. Vatn er alltaf frítt og aðgengilegt á öllum Lunch Beat viðburðum. 9. Lunch Beat reynir að vera vímulaust umhverfi. 10. Lunch Beat getur verið sett upp hvar sem er, svo lengi sem viðburðirnir eru ekki í fjáröflunarskyni, eru opnir almenningi, og unnir undir þessari stefnulýsingu. View this post on Instagram A post shared by dans-í-space (@dans.i.space) „Notkun stórra myndavéla, flass eða vídeóvéla er ekki leyfð án leyfis,“ segir að lokum í fréttatilkynningunni.
Dans Tónlist Airwaves Tengdar fréttir „Goðsagnakennd djammkvöld“ „Mánudagsklúbburinn á Prikinu hefur fengið endurvakningu lífdaga. Goðsagnakennd djammkvöld hér á árum áður,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi Priksins. Mánudagsklúbburinn var gríðarlega vinsæll fyrir um áratugi síðan og er nú leiddur af þremur ungum konum, þeim Valgerði, Heiðbrá og Nadiu, sem sérhæfa sig í skvísutónum og góðri stemningu. 3. október 2022 14:31 „Nú er ég meira að skrifa um persónulega hluti“ Ungstirnið Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, er ein af þeim upprennandi íslensku söngkonum sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Gugusar semur tónlistina sína alla sjálf ásamt því að pródúsera og fær innblásturinn víða. Blaðamaður hitti hana í kaffi og tók á henni púlsinn. 1. nóvember 2022 14:00 Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31 Burstar alltaf tennurnar rétt áður en hún stígur á svið KUSK er listamannsnafn tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskarsdóttur en hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum. KUSK kemur fram á Airwaves í ár en hún var jafnframt að senda frá sér plötuna Skvaldur í dag. Blaðamaður tók púlsinn á KUSK. 28. október 2022 10:01 Tók sitt fyrsta gigg fyrir ári síðan en hefur nú spilað um allan heim Tónlistarkonan Árný Margrét á viðburðaríkt ár að baki sér en hún spilaði sitt fyrsta gigg á Airwaves hátíðinni í fyrra í gegnum streymi. Þá hafði hún einungis gefið út eitt lag en hefur nú sent frá sér plötu í fullri lengd og komið fram bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á Árnýju, sem spilar á Iceland Airwaves í ár. 27. október 2022 08:00 „Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“ Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir. 26. október 2022 06:01 Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum. 25. október 2022 15:01 „Þið ættuð að hringja í lögregluna, þetta lag er ólöglega gott“ Jóhanna Rakel og Salka Valsdóttir mynda hljómsveitina CYBER en sveitin var að senda frá sér splunkunýtt lag sem ber nafnið NO CRY. CYBER hafa nú lýst því yfir að þeir fáu heppnu sem fengu að smakka á lagstúfnum fyrir útgáfu hafi fallið í nokkurs konar trans. 21. október 2022 09:31 Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni. 23. september 2022 13:31 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira
„Goðsagnakennd djammkvöld“ „Mánudagsklúbburinn á Prikinu hefur fengið endurvakningu lífdaga. Goðsagnakennd djammkvöld hér á árum áður,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi Priksins. Mánudagsklúbburinn var gríðarlega vinsæll fyrir um áratugi síðan og er nú leiddur af þremur ungum konum, þeim Valgerði, Heiðbrá og Nadiu, sem sérhæfa sig í skvísutónum og góðri stemningu. 3. október 2022 14:31
„Nú er ég meira að skrifa um persónulega hluti“ Ungstirnið Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, er ein af þeim upprennandi íslensku söngkonum sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Gugusar semur tónlistina sína alla sjálf ásamt því að pródúsera og fær innblásturinn víða. Blaðamaður hitti hana í kaffi og tók á henni púlsinn. 1. nóvember 2022 14:00
Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31
Burstar alltaf tennurnar rétt áður en hún stígur á svið KUSK er listamannsnafn tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskarsdóttur en hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum. KUSK kemur fram á Airwaves í ár en hún var jafnframt að senda frá sér plötuna Skvaldur í dag. Blaðamaður tók púlsinn á KUSK. 28. október 2022 10:01
Tók sitt fyrsta gigg fyrir ári síðan en hefur nú spilað um allan heim Tónlistarkonan Árný Margrét á viðburðaríkt ár að baki sér en hún spilaði sitt fyrsta gigg á Airwaves hátíðinni í fyrra í gegnum streymi. Þá hafði hún einungis gefið út eitt lag en hefur nú sent frá sér plötu í fullri lengd og komið fram bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á Árnýju, sem spilar á Iceland Airwaves í ár. 27. október 2022 08:00
„Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“ Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir. 26. október 2022 06:01
Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum. 25. október 2022 15:01
„Þið ættuð að hringja í lögregluna, þetta lag er ólöglega gott“ Jóhanna Rakel og Salka Valsdóttir mynda hljómsveitina CYBER en sveitin var að senda frá sér splunkunýtt lag sem ber nafnið NO CRY. CYBER hafa nú lýst því yfir að þeir fáu heppnu sem fengu að smakka á lagstúfnum fyrir útgáfu hafi fallið í nokkurs konar trans. 21. október 2022 09:31
Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni. 23. september 2022 13:31