Gjaldskyld svæði bílastæða í miðborginni víkkuð út Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2022 19:31 Víða í gamla Vesturbænum og í Þingholtunum hafa íbúar átt í miklum vandræðum með að finna bílasæði. Um áramótin verður gjaldskylda tekin upp víðar í þessum hverfum til að létta á ásókninni. Grafík/Hjalti Gjaldsvæði fyrir bílastæði í nokkrum götum Vesturbæjar og Þingholta verða stækkuð á næstunni. Íbúar í Vesturbæ og miðborg eiga margir hverjir erfitt með að finna bílastæði meðal annars vegna fjölgunar íbúa og ferðmanna með aukinni starfsemi hótela, veitingahúsa og verslana. Fjölgun ferðamanna á undanförnum rúmum áratug hefur kallað á fjölgun hótela, veitingastaða, leiguíbúða og annarra þjónustustarfsemi með fjölgun starfa til að mynda í gamla Vesturbænum. Þetta hefur aukið ásóknina í bílastæði þannig að íbúar í nálægum götum geta átt erfitt með að leggja bílum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Eftir þrýsting frá íbúum var tekin upp gjaldskylda á Nýlendugötu og Mýrargötu í gamla Vesturbænum ásamt nálægum smágötum fyrir örfáum árum sem létti á ásókninni. Hins vegar voru Vesturgata og göturnar þar fyrir ofan upp að Landakoti áfram gjaldfrjálsar vestan Ægisgötu. Þessar götur hafa all lengi verið með gjaldskyldu austan megin Ægisgötu en allir hafa getað lagt gjaldfrjálst í götunum vestan megin. Þetta breytist brátt, að hluta að minnsta kosti. Hér sést yfir hluta þess hluta gamla Vesturbæjarins þar sem gjaldskylda verður tekin upp um áramótin víðar en nú er.Stöð 2/Egill Því innan skamms mun gjaldskyldan verða framlengd á Vesturgötu, Ránargötu, Bárugötu og Öldugötu vestur að Stýrimannastíg sem einnig verður gjaldskyldur ásamt Hrannarstíg. Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir vel kooma til greina að gjaldskylda verði tekin upp enn víðar en nú hefur verið ákveðið.Stöð 2/Egill Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir þetta ekki hvað síst gert vegna þrýstings frá íbúum. Hvers vegna var gjaldskyldan ekki tekin upp alla leið út göturnar? „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Þar ber helst að nefna að á þeim tíma sem bílastæðasjóður er með vöktun á stæðum er notkunin ekki slík að hún réttlæti eða kalli á gjaldskyldu á bílastæðum,“ segir Bjarni. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Það á líka að stækka gjaldskyld svæði annars staðar í Vesturbænum. Hávalla-, Blómvalla-, Ásvalla-, Sólvalla- og Brávallagötur vestan Brávallagötu verða allar gjaldskyldar vestan Blómvallagötu að Hofsvallagötu. Við Tjörnina verður gjaldskylda við Tjarnargötu framlengd frá Ráðherrabústað út að Hringbraut og Bjarkargata verður öll gjaldskyld. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Þá verður gjaldskylda einnig víkkuð út í Þingholtunum og tekin upp á Baldursgötu, Bragagötu, Freyjugötu, Þórsgötu og Lokastíg sem afmarkast af Skólavörðustíg, Njarðargötu, Nönnugötu og Baldursgötu. Íbúar við allar þessar götur geta hins vegar fengið íbúakort. Þeir greiða þá 2.500 krónur á mánuði fyrir að leggja nærri heimilum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Gæti farið svo bæði í Gamla Vesturbænum, Þingholtunum og víðar að gjaldsvæðin stækki? „Algerlega. Þróunin hefur alltaf verið þannig þegar við setjum gjaldskyldu á ákveðnum svæðum fara nágrannar oft að kalla eftir því líka. Bara vegna þess að nýting stæðanna verður miklu betri og fólk á auðveldara með að finna stæði,“segir Bjarni R. Ingvarsson. Breytingarnar taki formlega gildi strax eftir áramótin. Reykjavík Umferð Samgöngur Bílastæði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Fjölgun ferðamanna á undanförnum rúmum áratug hefur kallað á fjölgun hótela, veitingastaða, leiguíbúða og annarra þjónustustarfsemi með fjölgun starfa til að mynda í gamla Vesturbænum. Þetta hefur aukið ásóknina í bílastæði þannig að íbúar í nálægum götum geta átt erfitt með að leggja bílum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Eftir þrýsting frá íbúum var tekin upp gjaldskylda á Nýlendugötu og Mýrargötu í gamla Vesturbænum ásamt nálægum smágötum fyrir örfáum árum sem létti á ásókninni. Hins vegar voru Vesturgata og göturnar þar fyrir ofan upp að Landakoti áfram gjaldfrjálsar vestan Ægisgötu. Þessar götur hafa all lengi verið með gjaldskyldu austan megin Ægisgötu en allir hafa getað lagt gjaldfrjálst í götunum vestan megin. Þetta breytist brátt, að hluta að minnsta kosti. Hér sést yfir hluta þess hluta gamla Vesturbæjarins þar sem gjaldskylda verður tekin upp um áramótin víðar en nú er.Stöð 2/Egill Því innan skamms mun gjaldskyldan verða framlengd á Vesturgötu, Ránargötu, Bárugötu og Öldugötu vestur að Stýrimannastíg sem einnig verður gjaldskyldur ásamt Hrannarstíg. Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir vel kooma til greina að gjaldskylda verði tekin upp enn víðar en nú hefur verið ákveðið.Stöð 2/Egill Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir þetta ekki hvað síst gert vegna þrýstings frá íbúum. Hvers vegna var gjaldskyldan ekki tekin upp alla leið út göturnar? „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Þar ber helst að nefna að á þeim tíma sem bílastæðasjóður er með vöktun á stæðum er notkunin ekki slík að hún réttlæti eða kalli á gjaldskyldu á bílastæðum,“ segir Bjarni. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Það á líka að stækka gjaldskyld svæði annars staðar í Vesturbænum. Hávalla-, Blómvalla-, Ásvalla-, Sólvalla- og Brávallagötur vestan Brávallagötu verða allar gjaldskyldar vestan Blómvallagötu að Hofsvallagötu. Við Tjörnina verður gjaldskylda við Tjarnargötu framlengd frá Ráðherrabústað út að Hringbraut og Bjarkargata verður öll gjaldskyld. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Þá verður gjaldskylda einnig víkkuð út í Þingholtunum og tekin upp á Baldursgötu, Bragagötu, Freyjugötu, Þórsgötu og Lokastíg sem afmarkast af Skólavörðustíg, Njarðargötu, Nönnugötu og Baldursgötu. Íbúar við allar þessar götur geta hins vegar fengið íbúakort. Þeir greiða þá 2.500 krónur á mánuði fyrir að leggja nærri heimilum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Gæti farið svo bæði í Gamla Vesturbænum, Þingholtunum og víðar að gjaldsvæðin stækki? „Algerlega. Þróunin hefur alltaf verið þannig þegar við setjum gjaldskyldu á ákveðnum svæðum fara nágrannar oft að kalla eftir því líka. Bara vegna þess að nýting stæðanna verður miklu betri og fólk á auðveldara með að finna stæði,“segir Bjarni R. Ingvarsson. Breytingarnar taki formlega gildi strax eftir áramótin.
Reykjavík Umferð Samgöngur Bílastæði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira