Þúsundum starfsmanna sagt upp Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 23:00 Musk er sagður hafa sagt upp öllum starfsmönnum Twitter sem unnið hafa gegn falsfréttum og upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlinum. Getty/Selim Korkutata Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. Rúmlega 7.500 manns störfuðu hjá fyrirtækinu áður en Musk tók við sem nýr forstjóri í liðinni viku. Hann sagði fyrr í dag að fyrirtækið hafi orðið fyrir miklu tekjutapi vegna þess að auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Aðgerðarsinnar hafi beitt auglýsendur þrýstingi: „Þau eru að reyna að ganga frá málfrelsi í Bandaríkjunum.“ Twitter has had a massive drop in revenue, due to activist groups pressuring advertisers, even though nothing has changed with content moderation and we did everything we could to appease the activists.Extremely messed up! They’re trying to destroy free speech in America.— Elon Musk (@elonmusk) November 4, 2022 Verge greinir frá því að helmingi starfsmanna miðilsins hafi nú þegar verið sagt upp. Skrifstofum fyrirtækisins hefur verið lokað tímabundið og slökkt var skyndilega á aðgangi fjölmargra starfsmanna. „Þetta er ekkert sérstakt. Ég kemst ekki inn í tölvupóstinn minn, tölvan kveikir ekki á sér. En það er frábært að þetta sé að gerast klukkan þrjú um nótt, virkilega góð tímasetning,“ segir fyrrverandi starfsmaður við Guardian. Þeir sem ekki voru reknir fengu bréf þar sem þeim var sérstaklega tilkynnt að þeir væru enn starfsmenn fyrirtækisins. Fjöldamestu uppsagnirnar hafi verið á sviði mannréttinda, siðferðis- og tölvutækni og samskipta. Eitt sviða sem lenti í fallöxi auðjöfursins sér meðal annars um dreifingu og aðgreiningu staðfestra upplýsinga þegar kosningar og stærri viðburðir eiga sér stað. Þá eru sum svið aðeins beinagrindin af því sem áður var, eins og kemur fram hjá Guardian. Yesterday was my last day at Twitter: the entire Human Rights team has been cut from the company.I am enormously proud of the work we did to implement the UN Guiding Principles on Business & Human Rights, to protect those at-risk in global conflicts & crises including Ethiopia,— Shannon Raj Singh (@ShannonRSingh) November 4, 2022 Réttindasamtök litaðra í Bandaríkjunum hafa kallað eftir því að fyrirtæki hætti að auglýsa á Twitter. Með yfirtöku Musk hafi rasismi grasserað enn frekar og samsæriskenningar breiðst út eins og eldur í sinu. Musk hefur sagt að hann hafi keypt Twitter með framtíð mannkyns í huga og að hann vilji ýta undir málfrelsi. Hann hefur lengi verið gagnrýninn á ritstjórn Twitter og leitað hörðum höndum að nýjum tekjulindum fyrir miðilinn. Til álita er að opna fyrir nýja áskriftarleið þar sem hver sem er getur látið staðfesta (e. verify) aðgang sinn gegn smávæilegu gjaldi. Fyrrverandi starfsmenn óttast að innleiðing nýs kerfis í kjölfar fjöldauppsagna gæti haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. Fyrirtækið gæti einfaldlega ekki sannreynt þann fjölda notenda sem mun reyna að nýta sér nýju áskriftarleiðina og það verði til aukinnar upplýsingaóreiðu. NEW from me + @BrandyZadrozny + @JasonAbbruzzese + @David_Ingram:Twitter decimated the teams primarily responsible for keeping it free of election misinformation, potentially hobbling the company’s capabilities four days before Tuesday’s election.https://t.co/9hXlAgt8FM— Ben Collins (@oneunderscore__) November 4, 2022 Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Tengdar fréttir Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Musk leitar nýrra tekjulinda fyrir Twitter Auðjöfurinn Elon Musk vinnur hörðum höndum að því að auka tekjur samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, sem hann keypti nýverið. Mestar tekjur Twitter eru til komnar vegna auglýsingasölu en því vill Musk breyta. Þá þarf hann að auka tekjur fyrirtækisins vegna mikilla skulda sem það tók á sig við yfirtöku hans. 2. nóvember 2022 12:19 Rasistar og tröll nýta sér tækifærið á Twitter Í kjölfar þess að auðjöfurinn Elon Musk tók yfir stjórn samfélagsmiðilsins Twitter er útlit fyrir að fjölmargir rasistar og nettröll hafi nýtt sér tækifærið til að básúna hatri sínu og leiðindum á samfélagsmiðlinum en Musk segist ætla að leggja mikla áherslu á málfrelsi á Twitter og eru uppi miklar vangaveltur um það hvernig ritstjórn mun fara fram. 29. október 2022 13:44 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Rúmlega 7.500 manns störfuðu hjá fyrirtækinu áður en Musk tók við sem nýr forstjóri í liðinni viku. Hann sagði fyrr í dag að fyrirtækið hafi orðið fyrir miklu tekjutapi vegna þess að auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Aðgerðarsinnar hafi beitt auglýsendur þrýstingi: „Þau eru að reyna að ganga frá málfrelsi í Bandaríkjunum.“ Twitter has had a massive drop in revenue, due to activist groups pressuring advertisers, even though nothing has changed with content moderation and we did everything we could to appease the activists.Extremely messed up! They’re trying to destroy free speech in America.— Elon Musk (@elonmusk) November 4, 2022 Verge greinir frá því að helmingi starfsmanna miðilsins hafi nú þegar verið sagt upp. Skrifstofum fyrirtækisins hefur verið lokað tímabundið og slökkt var skyndilega á aðgangi fjölmargra starfsmanna. „Þetta er ekkert sérstakt. Ég kemst ekki inn í tölvupóstinn minn, tölvan kveikir ekki á sér. En það er frábært að þetta sé að gerast klukkan þrjú um nótt, virkilega góð tímasetning,“ segir fyrrverandi starfsmaður við Guardian. Þeir sem ekki voru reknir fengu bréf þar sem þeim var sérstaklega tilkynnt að þeir væru enn starfsmenn fyrirtækisins. Fjöldamestu uppsagnirnar hafi verið á sviði mannréttinda, siðferðis- og tölvutækni og samskipta. Eitt sviða sem lenti í fallöxi auðjöfursins sér meðal annars um dreifingu og aðgreiningu staðfestra upplýsinga þegar kosningar og stærri viðburðir eiga sér stað. Þá eru sum svið aðeins beinagrindin af því sem áður var, eins og kemur fram hjá Guardian. Yesterday was my last day at Twitter: the entire Human Rights team has been cut from the company.I am enormously proud of the work we did to implement the UN Guiding Principles on Business & Human Rights, to protect those at-risk in global conflicts & crises including Ethiopia,— Shannon Raj Singh (@ShannonRSingh) November 4, 2022 Réttindasamtök litaðra í Bandaríkjunum hafa kallað eftir því að fyrirtæki hætti að auglýsa á Twitter. Með yfirtöku Musk hafi rasismi grasserað enn frekar og samsæriskenningar breiðst út eins og eldur í sinu. Musk hefur sagt að hann hafi keypt Twitter með framtíð mannkyns í huga og að hann vilji ýta undir málfrelsi. Hann hefur lengi verið gagnrýninn á ritstjórn Twitter og leitað hörðum höndum að nýjum tekjulindum fyrir miðilinn. Til álita er að opna fyrir nýja áskriftarleið þar sem hver sem er getur látið staðfesta (e. verify) aðgang sinn gegn smávæilegu gjaldi. Fyrrverandi starfsmenn óttast að innleiðing nýs kerfis í kjölfar fjöldauppsagna gæti haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. Fyrirtækið gæti einfaldlega ekki sannreynt þann fjölda notenda sem mun reyna að nýta sér nýju áskriftarleiðina og það verði til aukinnar upplýsingaóreiðu. NEW from me + @BrandyZadrozny + @JasonAbbruzzese + @David_Ingram:Twitter decimated the teams primarily responsible for keeping it free of election misinformation, potentially hobbling the company’s capabilities four days before Tuesday’s election.https://t.co/9hXlAgt8FM— Ben Collins (@oneunderscore__) November 4, 2022
Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Tengdar fréttir Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Musk leitar nýrra tekjulinda fyrir Twitter Auðjöfurinn Elon Musk vinnur hörðum höndum að því að auka tekjur samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, sem hann keypti nýverið. Mestar tekjur Twitter eru til komnar vegna auglýsingasölu en því vill Musk breyta. Þá þarf hann að auka tekjur fyrirtækisins vegna mikilla skulda sem það tók á sig við yfirtöku hans. 2. nóvember 2022 12:19 Rasistar og tröll nýta sér tækifærið á Twitter Í kjölfar þess að auðjöfurinn Elon Musk tók yfir stjórn samfélagsmiðilsins Twitter er útlit fyrir að fjölmargir rasistar og nettröll hafi nýtt sér tækifærið til að básúna hatri sínu og leiðindum á samfélagsmiðlinum en Musk segist ætla að leggja mikla áherslu á málfrelsi á Twitter og eru uppi miklar vangaveltur um það hvernig ritstjórn mun fara fram. 29. október 2022 13:44 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57
Musk leitar nýrra tekjulinda fyrir Twitter Auðjöfurinn Elon Musk vinnur hörðum höndum að því að auka tekjur samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, sem hann keypti nýverið. Mestar tekjur Twitter eru til komnar vegna auglýsingasölu en því vill Musk breyta. Þá þarf hann að auka tekjur fyrirtækisins vegna mikilla skulda sem það tók á sig við yfirtöku hans. 2. nóvember 2022 12:19
Rasistar og tröll nýta sér tækifærið á Twitter Í kjölfar þess að auðjöfurinn Elon Musk tók yfir stjórn samfélagsmiðilsins Twitter er útlit fyrir að fjölmargir rasistar og nettröll hafi nýtt sér tækifærið til að básúna hatri sínu og leiðindum á samfélagsmiðlinum en Musk segist ætla að leggja mikla áherslu á málfrelsi á Twitter og eru uppi miklar vangaveltur um það hvernig ritstjórn mun fara fram. 29. október 2022 13:44