Barbarian: Sumt er verra án Zac Efron Heiðar Sumarliðason skrifar 7. nóvember 2022 07:00 Suss! Hrollvekjan Barbarian kom nýlega í kvikmyndahús í Bandaríkjunum og naut nokkurra vinsælda. Á Íslandi kom hún aftur á móti beint inn á STAR-streymisveitu Disney+. Barbarian fjallar um konu, Tess, sem leigir hús á Airbnb en þegar hún mætir á svæðið kemur í ljós að eignin hefur verið tvíbókuð og annar leigutaki, Keith, er nú þegar búinn að koma sér fyrir. Með semingi ákveður hún að gista með honum í húsinu yfir nóttina. Fljótlega kemur hins vegar í ljós að ekki er allt með felldu þar innan dyra. Mjög stutt er síðan önnur hrollvekja, Smile, kom í kvikmyndahús. Einn helsti ókosturinn við þá mynd var aðalleikkonan, sem náði mér aldrei og því féll myndin um sjálfa sig. Því er áhugavert að Barbarian á við svipað leikaravandamál að stríða, þó á eilítið annan máta. Áður en við komum að því þarf að nefna að aðalleikkonan Georgina Campell smellpassar í hlutverk Tess. Hún hefur þægilega nærveru og einhvern veginn nær manni strax á sitt band. Hvert er þá vandamálið? Breska leikkonan Georgina Campell fer með hlutverk Tess. Er það Svíinn Bill Skargard í hlutverki Keith sem tekur á móti henni Airbnb-húsinu? Nei. Undan honum verður heldur ekki kvartað, enda með andlit og nærveru kvikmyndastjörnu, og getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Því er a.m.k. mjög vel skipað í þessar tvær aðalrullur fyrri hluta myndarinnar. Það er hins vegar stórt „en“ á leiðinni. Enginn Efron Slæmu fréttirnir eru þær að í kringum 40 mínútna markið er ný persóna kynnt til leiks, AJ, sem leikinn er af Justin Long. Þá kárnaði gamanið, því Long er alls ekki rétta týpan til að leika persónuna. Á meðan ég horfði á myndina hugsaði ég með mér að hlutverk Longs væri hreinlega illa skrifað, en eftir að hafa lesið viðtal við höfundinn og leikstjórann Zach Cregger áttaði ég mig á hverju sætir. Í viðtalinu kemur fram að hann skrifaði hlutverkið með leikarann Zac Efron í huga, sem hafði svo ekki áhuga á að vera með. Þar með komu öllu púslin heim og saman og ég áttaði mig á hvað fór úrskeiðis. Leikstjórinn var fyllilega meðvitaður um að Long myndi gefa persónunni annan blæ en Efron og segist sáttur með það. Það eru hins vegar ákveðnir hlutir sem persónan framkvæmir sem ganga í raun aðeins upp ef leikari á borð við Efron leikur hlutverkið. Súkkulaðið Zac Efron. Gjörðir hans eru þess eðlis að eingöngu firrtur og vöðvastæltur súkkulaðidrengur myndi gera það sem hann framkvæmir - flestir sem séð hafa myndina ættu að skilja hvað ég á við og ef ekki, ætti stikkorðið málband að nægja til að gefa það upp. Aðeins maður sem hefur búið allt sitt líf inni í því sem 30 Rock kallaði fegurðarbóluna, myndi vera jafn firrtur og óttalaust og persóna AJ er (útskýring í myndbandi hér að neðan). Þar sem Cregger ákvað að ráða Long í hlutverkið hefði þurft að umskrifa það eilítið, annað hvort hafa hann svolítið heimskari eða breyta framvindunni. Sennilega hefði þó verið best fyrir leikstjórann að finna leikara sem væri hálfgert ljósrit af Efron. Smile og Barbarian sýna báðar, svo um munar, hve mikilvægt það er að ráða réttu leikarana. Heilu kvikmyndirnar geta staðið og fallið með því. Sem heildar hrollvekju upplifun var ég hrifnari af Barbarian heldur en Smile. Hún er meira spennandi og gengur betur upp, á meðan Smile skorti jarðtengingu, ef svo má að orði komast. Ég var aldrei nokkurn tíma hræddur þegar ég horfði á Smile, á meðan ég upplifði raunverulega óttatilfinningu við áhorfið á Barbarian; og skiptir það ekki mestu máli? Niðurstaða: Barbarian gerir það sem hrollvekja á að gera, vekja upp hroll. Ráðning Justin Long í hlutverk AJ skemmir hins vegar fyrir og nær myndin því ekki að uppfylla allt sem hún svo augljóslega gat orðið. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Barbarian fjallar um konu, Tess, sem leigir hús á Airbnb en þegar hún mætir á svæðið kemur í ljós að eignin hefur verið tvíbókuð og annar leigutaki, Keith, er nú þegar búinn að koma sér fyrir. Með semingi ákveður hún að gista með honum í húsinu yfir nóttina. Fljótlega kemur hins vegar í ljós að ekki er allt með felldu þar innan dyra. Mjög stutt er síðan önnur hrollvekja, Smile, kom í kvikmyndahús. Einn helsti ókosturinn við þá mynd var aðalleikkonan, sem náði mér aldrei og því féll myndin um sjálfa sig. Því er áhugavert að Barbarian á við svipað leikaravandamál að stríða, þó á eilítið annan máta. Áður en við komum að því þarf að nefna að aðalleikkonan Georgina Campell smellpassar í hlutverk Tess. Hún hefur þægilega nærveru og einhvern veginn nær manni strax á sitt band. Hvert er þá vandamálið? Breska leikkonan Georgina Campell fer með hlutverk Tess. Er það Svíinn Bill Skargard í hlutverki Keith sem tekur á móti henni Airbnb-húsinu? Nei. Undan honum verður heldur ekki kvartað, enda með andlit og nærveru kvikmyndastjörnu, og getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Því er a.m.k. mjög vel skipað í þessar tvær aðalrullur fyrri hluta myndarinnar. Það er hins vegar stórt „en“ á leiðinni. Enginn Efron Slæmu fréttirnir eru þær að í kringum 40 mínútna markið er ný persóna kynnt til leiks, AJ, sem leikinn er af Justin Long. Þá kárnaði gamanið, því Long er alls ekki rétta týpan til að leika persónuna. Á meðan ég horfði á myndina hugsaði ég með mér að hlutverk Longs væri hreinlega illa skrifað, en eftir að hafa lesið viðtal við höfundinn og leikstjórann Zach Cregger áttaði ég mig á hverju sætir. Í viðtalinu kemur fram að hann skrifaði hlutverkið með leikarann Zac Efron í huga, sem hafði svo ekki áhuga á að vera með. Þar með komu öllu púslin heim og saman og ég áttaði mig á hvað fór úrskeiðis. Leikstjórinn var fyllilega meðvitaður um að Long myndi gefa persónunni annan blæ en Efron og segist sáttur með það. Það eru hins vegar ákveðnir hlutir sem persónan framkvæmir sem ganga í raun aðeins upp ef leikari á borð við Efron leikur hlutverkið. Súkkulaðið Zac Efron. Gjörðir hans eru þess eðlis að eingöngu firrtur og vöðvastæltur súkkulaðidrengur myndi gera það sem hann framkvæmir - flestir sem séð hafa myndina ættu að skilja hvað ég á við og ef ekki, ætti stikkorðið málband að nægja til að gefa það upp. Aðeins maður sem hefur búið allt sitt líf inni í því sem 30 Rock kallaði fegurðarbóluna, myndi vera jafn firrtur og óttalaust og persóna AJ er (útskýring í myndbandi hér að neðan). Þar sem Cregger ákvað að ráða Long í hlutverkið hefði þurft að umskrifa það eilítið, annað hvort hafa hann svolítið heimskari eða breyta framvindunni. Sennilega hefði þó verið best fyrir leikstjórann að finna leikara sem væri hálfgert ljósrit af Efron. Smile og Barbarian sýna báðar, svo um munar, hve mikilvægt það er að ráða réttu leikarana. Heilu kvikmyndirnar geta staðið og fallið með því. Sem heildar hrollvekju upplifun var ég hrifnari af Barbarian heldur en Smile. Hún er meira spennandi og gengur betur upp, á meðan Smile skorti jarðtengingu, ef svo má að orði komast. Ég var aldrei nokkurn tíma hræddur þegar ég horfði á Smile, á meðan ég upplifði raunverulega óttatilfinningu við áhorfið á Barbarian; og skiptir það ekki mestu máli? Niðurstaða: Barbarian gerir það sem hrollvekja á að gera, vekja upp hroll. Ráðning Justin Long í hlutverk AJ skemmir hins vegar fyrir og nær myndin því ekki að uppfylla allt sem hún svo augljóslega gat orðið.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira