Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 21:35 Um er að ræða nýja tekjuöflunarleið Twitter. Charles McQuillan/Getty Images Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. Bláa staðfestingarmerkið (e. verified) hefur lengi verið við lýði á miðlinum. Merkinu er ætlað að auðkenna notendur, til að mynda stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og Hollywood-stjörnur. Guardian greinir frá. Með merkinu þurfa notendur miðilsins því ekki að vera í vafa um að sá, sem tístir undir aðgangi, sé sá sem hann segist vera. Áður þurfti að sækja sérstaklega um vottunina og var hún ekki aðgengileg hverjum sem er. Nú virðist einfaldlega vera hægt að sækja um, greiða áskriftargjaldið, og fá staðfestingu. „Mátturinn til fólksins,“ tísti Elon Musk eigandi Twitter fyrr í dag. ⚡️⚡️⚡️ Power to the People ⚡️⚡️⚡️— Elon Musk (@elonmusk) November 5, 2022 Um er að ræða nýja tekjuöflunarleið Musk sem eignaðist fyrirtækið í síðustu viku. Áður þurfti að sækja sérstaklega um vottunina og var hún ekki aðgengileg hverjum sem er. Musk greip til fjöldauppsagna á miðlinum í gær þar sem rúmlega helmingi starfsmanna var sagt upp. Hann segist þurfa að rétta fjárhag fyrirtækisins, þar sem Twitter tapi fjórum milljónum dala á dag. „Skammist í mér eins og þið viljið, en þetta kostar átta dollara,“ segir Musk um málið. Trash me all day, but it’ll cost $8— Elon Musk (@elonmusk) November 5, 2022 Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Kosningateymi Twitter rekið á einu bretti rétt fyrir kosningar Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter sem sáu um að verjast upplýsingafalsi í kringum kosningar voru á meðal þeirra sem voru sagt upp í umfangsmikilli hópuppsögn í gær. Aðeins þrír dagar eru nú til þýðingarmikilla þingkosninga í Bandaríkjunum. 5. nóvember 2022 12:22 Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bláa staðfestingarmerkið (e. verified) hefur lengi verið við lýði á miðlinum. Merkinu er ætlað að auðkenna notendur, til að mynda stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og Hollywood-stjörnur. Guardian greinir frá. Með merkinu þurfa notendur miðilsins því ekki að vera í vafa um að sá, sem tístir undir aðgangi, sé sá sem hann segist vera. Áður þurfti að sækja sérstaklega um vottunina og var hún ekki aðgengileg hverjum sem er. Nú virðist einfaldlega vera hægt að sækja um, greiða áskriftargjaldið, og fá staðfestingu. „Mátturinn til fólksins,“ tísti Elon Musk eigandi Twitter fyrr í dag. ⚡️⚡️⚡️ Power to the People ⚡️⚡️⚡️— Elon Musk (@elonmusk) November 5, 2022 Um er að ræða nýja tekjuöflunarleið Musk sem eignaðist fyrirtækið í síðustu viku. Áður þurfti að sækja sérstaklega um vottunina og var hún ekki aðgengileg hverjum sem er. Musk greip til fjöldauppsagna á miðlinum í gær þar sem rúmlega helmingi starfsmanna var sagt upp. Hann segist þurfa að rétta fjárhag fyrirtækisins, þar sem Twitter tapi fjórum milljónum dala á dag. „Skammist í mér eins og þið viljið, en þetta kostar átta dollara,“ segir Musk um málið. Trash me all day, but it’ll cost $8— Elon Musk (@elonmusk) November 5, 2022
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Kosningateymi Twitter rekið á einu bretti rétt fyrir kosningar Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter sem sáu um að verjast upplýsingafalsi í kringum kosningar voru á meðal þeirra sem voru sagt upp í umfangsmikilli hópuppsögn í gær. Aðeins þrír dagar eru nú til þýðingarmikilla þingkosninga í Bandaríkjunum. 5. nóvember 2022 12:22 Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Kosningateymi Twitter rekið á einu bretti rétt fyrir kosningar Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter sem sáu um að verjast upplýsingafalsi í kringum kosningar voru á meðal þeirra sem voru sagt upp í umfangsmikilli hópuppsögn í gær. Aðeins þrír dagar eru nú til þýðingarmikilla þingkosninga í Bandaríkjunum. 5. nóvember 2022 12:22
Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00
Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57