Guðni heldur í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 12:09 Stíf dagskrá er framundan hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson heldur í dag í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna. Þar mun hann heimsækja þrjá háskóla. Á morgun, þriðjudag, flytur Guðni minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar við Dartmouth College í New Hampshire. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að fyrirlesturinn sé haldinn í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri og The Institute of Arctic Studies við Dartmouth háskóla. Vilhjálmur starfaði síðustu æviárin við þennan háskóla sem hýsir bókasafn hans. Guðni mun fjalla um sjálfstæði og alþjóðasamstarf í ljósi reynslu Íslands, þjóðernishyggju og hnattvæðingar. Íslenskar bækur varðveittar í safni skólans Á miðvikudag heimsækir Guðni Williams College í Massachusetts. Þar verður efnt til samræðufundar forseta með dr. Magnúsi Bernharðssyni, prófessor í sagnfræði, um ímynd Íslands og alþjóðlega stöðu. Að lokum mun Guðni halda til New York á fimmtudag, þar sem hann mun heimsækja Cornell háskóla. Sá skóli hefur átt margþætt samstarf við Íslendinga, að því sem fram kemur í tilkynningunni frá forsætisráðuneytinu. Fyrsti bókavörður skólans, Daniel Willard Fiske, var mikill Íslandsvinur og safnaði íslenskum bókum sem nú eru varðveittar í safni skólans. Á undanförnum árum hefur Cornell átt í samstarfi við Geothermal Resource Park á Íslandi um nýtingu jarðhita og af því tilefni verða nokkrir fulltrúar GRP og íslenskra stjórnvalda í för með forseta í þessari heimsókn. Forseti mun flytja fyrirlestur í Cornell sem ber heitið „Can small states make a difference? The case of Iceland on the international scene.““ Guðni er væntanlegur aftur til landsins á föstudag. Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Forseti Íslands Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Á morgun, þriðjudag, flytur Guðni minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar við Dartmouth College í New Hampshire. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að fyrirlesturinn sé haldinn í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri og The Institute of Arctic Studies við Dartmouth háskóla. Vilhjálmur starfaði síðustu æviárin við þennan háskóla sem hýsir bókasafn hans. Guðni mun fjalla um sjálfstæði og alþjóðasamstarf í ljósi reynslu Íslands, þjóðernishyggju og hnattvæðingar. Íslenskar bækur varðveittar í safni skólans Á miðvikudag heimsækir Guðni Williams College í Massachusetts. Þar verður efnt til samræðufundar forseta með dr. Magnúsi Bernharðssyni, prófessor í sagnfræði, um ímynd Íslands og alþjóðlega stöðu. Að lokum mun Guðni halda til New York á fimmtudag, þar sem hann mun heimsækja Cornell háskóla. Sá skóli hefur átt margþætt samstarf við Íslendinga, að því sem fram kemur í tilkynningunni frá forsætisráðuneytinu. Fyrsti bókavörður skólans, Daniel Willard Fiske, var mikill Íslandsvinur og safnaði íslenskum bókum sem nú eru varðveittar í safni skólans. Á undanförnum árum hefur Cornell átt í samstarfi við Geothermal Resource Park á Íslandi um nýtingu jarðhita og af því tilefni verða nokkrir fulltrúar GRP og íslenskra stjórnvalda í för með forseta í þessari heimsókn. Forseti mun flytja fyrirlestur í Cornell sem ber heitið „Can small states make a difference? The case of Iceland on the international scene.““ Guðni er væntanlegur aftur til landsins á föstudag.
Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Forseti Íslands Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira