„Sagan má ekki vera myllusteinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 10:00 Skagamenn voru vanir því að ÍA væri í fremstu röð, allt þar til á þessari öld. vísir/vilhelm Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, segir að glæst saga ÍA megi ekki vera félaginu fjötur um fót. Að hans sögn þarf aðstaðan til fótboltaiðkunar á Akranesi að lagast til að ÍA geti haldið í við bestu lið landsins. Skagamenn féllu úr Bestu deild karla í sumar, eftir fimm ára dvöl í efstu deild. Þetta er í fjórða sinn á síðustu fimmtán árum sem ÍA fellur úr efstu deild. „Fyrst er að sætta sig við orðinn hlut og átta sig á þeim vonbrigðum sem þessi niðurstaða er fyrir okkur. Þetta er ekki í takt við það sem við ætluðum okkur, langt því frá. Við ætluðum að byggja ofan á síðasta tímabil þar sem við héldum okkur uppi og komumst í bikarúrslit,“ sagði Eggert í samtali við Vísi. Hann bendir á ýmsar ástæður fyrir því að illa hafi farið hjá ÍA í sumar. Liðið hafi verið ungt og tiltölulega óreynt og meiðsli hafi herjað á leikmannahópinn. Miklir eftirbátar í aðstöðu Þótt ÍA sé með stóra innanhús höll til umráða segir Eggert að aðstöðunni á Akranesi sé ábótavant. „Þróunin í keppnisaðstöðu á Íslandi hefur verið mjög mikil undanfarin 10-15 og jafnvel 5-8 ár. Liðin sem hafa náð bestum árangri eru komin á gervigras með vökvunarkerfi, með nýja búningsklefa og allt til fyrirmyndar,“ sagði Eggert. Úr leik á Akranesvelli.vísir/diego „Þegar ÍA var upp á sitt besta held ég að við höfum verið á pari við allt annað sem gerðist í kringum okkur í íslenskum fótbolta. Ég held að við séum orðnir mjög miklir eftirbátar varðandi keppnisaðstöðu.“ Eðlilegt er þá að spyrja hvort það hafi komið til tals að leggja gervigras á aðal keppnisvöllinn á Akranesi. „Það er alltaf verið að ræða þessa hluti en engin ákvörðun verið tekin. Við þurfum að fylgjast með því sem er að gerast í fótboltanum,“ sagði Eggert. „Þau félög sem féllu úr Bestu deildinni voru með yngstu liðin og lélegustu keppnisvellina. Ég held að þetta hafi talsvert að segja.“ Gera miklu betur en höfðatalan segir til um Þótt illa hafi gengið hjá meistaraflokksliði ÍA undanfarin ár og áratugi er yngri flokka starfið í blóma og félagið hefur selt leikmenn erlendis. Til að mynda skoruðu þrír Skagamenn í efstu deildum á Norðurlöndunum á sunnudaginn; Stefán Teitur Þórðarson, Hákon Arnar Haraldsson og Arnór Sigurðsson. „Svo má velta fyrir sér hvað er árangur? Akranes er um tvö prósent af þjóðinni og ef við höldum okkur við einfalda höfðatölu greiningu sem Skagamenn vilja ekki endilega gera ættum við að eiga 2,5 leikmenn af gæðunum Besta deild og ofar. Núna eigum við sex atvinnumenn og kannski 6-8 heimamenn að spila í hverri umferð hér heima þannig við erum að gera talsvert betur en höfðatölugreiningin gerir ráð fyrir,“ sagði Eggert. Hann viðurkenndi þó að ÍA vilji gera meira og betur en félagið hefur gert inni á vellinum undanfarin ár. Eggert Herbertsson og Jón Þór Hauksson þegar sá síðarnefndi var ráðinn þjálfari ÍA í janúar.ía „Ef við horfum á allar þessar tölur og reynum að vera svolítið kaldir í því erum við að gera margt fínt. En fyrir okkur á Akranesi er ekki fínt að vera í þessari stöðu með meistaraflokkana okkar. Við verðum að gera miklu betur.“ En hvað er raunhæft markmið fyrir ÍA á næstu árum? „Ég held að hinn almenni Skagamaður vilji að liðið verði stöðugt í Bestu deildinni og geti ýtt á efstu liðin. Það er markmið sem við ættum að setja okkur. Við erum með marga frábærlega efnilega leikmenn og ég sé fyrir mér að við getum gert mjög góða hluti á næstu árum,“ sagði Eggert. Réttmæt gagnrýni Lárusar Orra Í umfjöllun Vísis um stöðu ÍA gagnrýndi Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, fyrir skort á stefnu. „Síðustu ár hefur stefnuleysi verið ráðandi og ansi erfitt átta sig á hvaða vegferð þeir eru, bæði hvað varðar leikmannakaup og hvers konar fótbolta liðið á að spila,“ sagði Lárus Orri. „Það þýðir ekki alltaf að skella skuldinni á þjálfarana. Þú getur gagnrýnt þá en það sem ég vil gagnrýna eru þeir sem stjórna og eiga að sjá til þess að það sé stefna hjá félaginu og þjálfararnir vinni eftir henni.“ „Mér finnst mjög gott hjá Lárusi Orra að nefna stefnuna,“ sagði Eggert. „Við erum með stefnu, reynum að hafa kjarnann í liðinu heimamenn, en höfum stundum farið út af leið eins og undanfarin tvö ár. Svo ég skil vel að það sé talað um stefnuleysi þegar við gerum ekki það sem við segjumst ætla að gera. Núna erum við í stefnumótunarvinnu með KPMG þar sem við erum að heimsækja þessa stefnu aftur, uppfæra hana og brýna félagið.“ Óþarfi að skammast sín fyrir fjárhagslegt bolmagn Eggert segir að ÍA standi nokkuð vel hvað fjárhag félagsins varðar. „Valur er á sér stað þegar kemur að fjármunum þannig við berum okkur ekki saman við þá. Við berum okkur ekki saman við Breiðablik. Þeir hafa mikinn pening milli handanna, reksturinn hjá þeim er góður og þeir hafa byggt upp flott félag. En ég held við séum ekki verr staddir fjárhagslega en liðin sem voru með okkur í úrslitakeppni neðri hlutans. Í sumar þurftum við ekki að skammast okkur fyrir það fjármagn sem við höfðum úr að moða. Það var ekki ástæðan fyrir því að við féllum,“ sagði Eggert. „Við höfum þegar gert upp við alla leikmenn og þjálfara fyrir nýafstaðið tímabil og greiðum alla reikninga á réttum tíma. Við sníðum okkur stakk eftir vexti og viljum borga alla reikningana á réttum tíma. Það er kjarninn í okkar rekstri.“ Um fimm hundruð iðkendur eru í yngri flokkum ÍA.vísir/vilhelm Eggert segir þó viðbúið sé að tekjurnar lækki á næsta tímabili þegar Skagamenn verða í Lengjudeildinni. „Því að falla niður um deild fylgir tekjutap. Það detta örugglega um 30-40 milljónir út. Þetta eru sjónvarpstekjur og svo barna- og unglingastyrkur frá UEFA sem kemur í gegnum KSÍ sem félögin í efstu deild fá.“ Alls staðar berskjaldaður Skagamenn eru góðu vanir enda er saga ÍA er glæsileg. Eggert viðurkennir að það geti verið erfitt að vera leikmaður og þjálfari ÍA í dag enda séu væntingarnar oft miklar og glæst sagan hangandi yfir öllu. „Það er ekkert auðvelt að vera þjálfari meistaraflokks karla á Akranesi, búa hér og vera uppalinn hérna. Þú ferð út í búð og ert alls staðar berskjaldaður. Það er eflaust betra fyrir suma að geta stigið upp í bíl og keyrt heim,“ sagði Eggert. Síðasta Íslandsmeistaralið ÍA 2001.ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason „Sagan má ekki trufla. Hún er eitthvað sem eigum og verðum að vera stolt af. Sagan má ekki vera myllusteinn. Hún á að lyfta okkur upp, vera okkar styrkur því hún verður ekki af okkur tekin. Við verðum bara að finna leiðir til að skrifa góða framtíðar kafla við söguna.“ Besta deild karla ÍA Akranes Tengdar fréttir Hnignun stórveldis: Er ljós við enda Hvalfjarðaganganna? Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir átjánfalda Íslandsmeistara og nífalda bikarmeistara ÍA? Getur félagið endurheimt sína gömlu stöðu í íslenskum fótbolta? Og hvað er raunhæft og ásættanlegt fyrir þetta fornfræga stórveldi á næstu árum? 4. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Gullöldin sem skilaði ekki gulli í kassann Það er ekki bara inni á vellinum sem staða ÍA er ekki jafn góð og áður heldur einnig utan vallar. Fjárhagsstaða félagsins er ekki jafn sterk og þeirra stærstu á landinu og það hefur haft áhrif á gengið innan vallar. 3. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Kominn tími á glöggt gests auga? Eins og fjallað var um í öðrum hluta greinaraðarinnar hefur ÍA jafnan verið sjálfbært þegar kemur að leikmönnum. Félagið er líka nánast alveg sjálfbært þegar kemur að þjálfurum. En það er spurning hvort það sé ekki hluti af vandamáli ÍA? 2. nóvember 2022 10:02 Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir. 1. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Leiðin á botninn Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta. 31. október 2022 10:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Skagamenn féllu úr Bestu deild karla í sumar, eftir fimm ára dvöl í efstu deild. Þetta er í fjórða sinn á síðustu fimmtán árum sem ÍA fellur úr efstu deild. „Fyrst er að sætta sig við orðinn hlut og átta sig á þeim vonbrigðum sem þessi niðurstaða er fyrir okkur. Þetta er ekki í takt við það sem við ætluðum okkur, langt því frá. Við ætluðum að byggja ofan á síðasta tímabil þar sem við héldum okkur uppi og komumst í bikarúrslit,“ sagði Eggert í samtali við Vísi. Hann bendir á ýmsar ástæður fyrir því að illa hafi farið hjá ÍA í sumar. Liðið hafi verið ungt og tiltölulega óreynt og meiðsli hafi herjað á leikmannahópinn. Miklir eftirbátar í aðstöðu Þótt ÍA sé með stóra innanhús höll til umráða segir Eggert að aðstöðunni á Akranesi sé ábótavant. „Þróunin í keppnisaðstöðu á Íslandi hefur verið mjög mikil undanfarin 10-15 og jafnvel 5-8 ár. Liðin sem hafa náð bestum árangri eru komin á gervigras með vökvunarkerfi, með nýja búningsklefa og allt til fyrirmyndar,“ sagði Eggert. Úr leik á Akranesvelli.vísir/diego „Þegar ÍA var upp á sitt besta held ég að við höfum verið á pari við allt annað sem gerðist í kringum okkur í íslenskum fótbolta. Ég held að við séum orðnir mjög miklir eftirbátar varðandi keppnisaðstöðu.“ Eðlilegt er þá að spyrja hvort það hafi komið til tals að leggja gervigras á aðal keppnisvöllinn á Akranesi. „Það er alltaf verið að ræða þessa hluti en engin ákvörðun verið tekin. Við þurfum að fylgjast með því sem er að gerast í fótboltanum,“ sagði Eggert. „Þau félög sem féllu úr Bestu deildinni voru með yngstu liðin og lélegustu keppnisvellina. Ég held að þetta hafi talsvert að segja.“ Gera miklu betur en höfðatalan segir til um Þótt illa hafi gengið hjá meistaraflokksliði ÍA undanfarin ár og áratugi er yngri flokka starfið í blóma og félagið hefur selt leikmenn erlendis. Til að mynda skoruðu þrír Skagamenn í efstu deildum á Norðurlöndunum á sunnudaginn; Stefán Teitur Þórðarson, Hákon Arnar Haraldsson og Arnór Sigurðsson. „Svo má velta fyrir sér hvað er árangur? Akranes er um tvö prósent af þjóðinni og ef við höldum okkur við einfalda höfðatölu greiningu sem Skagamenn vilja ekki endilega gera ættum við að eiga 2,5 leikmenn af gæðunum Besta deild og ofar. Núna eigum við sex atvinnumenn og kannski 6-8 heimamenn að spila í hverri umferð hér heima þannig við erum að gera talsvert betur en höfðatölugreiningin gerir ráð fyrir,“ sagði Eggert. Hann viðurkenndi þó að ÍA vilji gera meira og betur en félagið hefur gert inni á vellinum undanfarin ár. Eggert Herbertsson og Jón Þór Hauksson þegar sá síðarnefndi var ráðinn þjálfari ÍA í janúar.ía „Ef við horfum á allar þessar tölur og reynum að vera svolítið kaldir í því erum við að gera margt fínt. En fyrir okkur á Akranesi er ekki fínt að vera í þessari stöðu með meistaraflokkana okkar. Við verðum að gera miklu betur.“ En hvað er raunhæft markmið fyrir ÍA á næstu árum? „Ég held að hinn almenni Skagamaður vilji að liðið verði stöðugt í Bestu deildinni og geti ýtt á efstu liðin. Það er markmið sem við ættum að setja okkur. Við erum með marga frábærlega efnilega leikmenn og ég sé fyrir mér að við getum gert mjög góða hluti á næstu árum,“ sagði Eggert. Réttmæt gagnrýni Lárusar Orra Í umfjöllun Vísis um stöðu ÍA gagnrýndi Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, fyrir skort á stefnu. „Síðustu ár hefur stefnuleysi verið ráðandi og ansi erfitt átta sig á hvaða vegferð þeir eru, bæði hvað varðar leikmannakaup og hvers konar fótbolta liðið á að spila,“ sagði Lárus Orri. „Það þýðir ekki alltaf að skella skuldinni á þjálfarana. Þú getur gagnrýnt þá en það sem ég vil gagnrýna eru þeir sem stjórna og eiga að sjá til þess að það sé stefna hjá félaginu og þjálfararnir vinni eftir henni.“ „Mér finnst mjög gott hjá Lárusi Orra að nefna stefnuna,“ sagði Eggert. „Við erum með stefnu, reynum að hafa kjarnann í liðinu heimamenn, en höfum stundum farið út af leið eins og undanfarin tvö ár. Svo ég skil vel að það sé talað um stefnuleysi þegar við gerum ekki það sem við segjumst ætla að gera. Núna erum við í stefnumótunarvinnu með KPMG þar sem við erum að heimsækja þessa stefnu aftur, uppfæra hana og brýna félagið.“ Óþarfi að skammast sín fyrir fjárhagslegt bolmagn Eggert segir að ÍA standi nokkuð vel hvað fjárhag félagsins varðar. „Valur er á sér stað þegar kemur að fjármunum þannig við berum okkur ekki saman við þá. Við berum okkur ekki saman við Breiðablik. Þeir hafa mikinn pening milli handanna, reksturinn hjá þeim er góður og þeir hafa byggt upp flott félag. En ég held við séum ekki verr staddir fjárhagslega en liðin sem voru með okkur í úrslitakeppni neðri hlutans. Í sumar þurftum við ekki að skammast okkur fyrir það fjármagn sem við höfðum úr að moða. Það var ekki ástæðan fyrir því að við féllum,“ sagði Eggert. „Við höfum þegar gert upp við alla leikmenn og þjálfara fyrir nýafstaðið tímabil og greiðum alla reikninga á réttum tíma. Við sníðum okkur stakk eftir vexti og viljum borga alla reikningana á réttum tíma. Það er kjarninn í okkar rekstri.“ Um fimm hundruð iðkendur eru í yngri flokkum ÍA.vísir/vilhelm Eggert segir þó viðbúið sé að tekjurnar lækki á næsta tímabili þegar Skagamenn verða í Lengjudeildinni. „Því að falla niður um deild fylgir tekjutap. Það detta örugglega um 30-40 milljónir út. Þetta eru sjónvarpstekjur og svo barna- og unglingastyrkur frá UEFA sem kemur í gegnum KSÍ sem félögin í efstu deild fá.“ Alls staðar berskjaldaður Skagamenn eru góðu vanir enda er saga ÍA er glæsileg. Eggert viðurkennir að það geti verið erfitt að vera leikmaður og þjálfari ÍA í dag enda séu væntingarnar oft miklar og glæst sagan hangandi yfir öllu. „Það er ekkert auðvelt að vera þjálfari meistaraflokks karla á Akranesi, búa hér og vera uppalinn hérna. Þú ferð út í búð og ert alls staðar berskjaldaður. Það er eflaust betra fyrir suma að geta stigið upp í bíl og keyrt heim,“ sagði Eggert. Síðasta Íslandsmeistaralið ÍA 2001.ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason „Sagan má ekki trufla. Hún er eitthvað sem eigum og verðum að vera stolt af. Sagan má ekki vera myllusteinn. Hún á að lyfta okkur upp, vera okkar styrkur því hún verður ekki af okkur tekin. Við verðum bara að finna leiðir til að skrifa góða framtíðar kafla við söguna.“
Besta deild karla ÍA Akranes Tengdar fréttir Hnignun stórveldis: Er ljós við enda Hvalfjarðaganganna? Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir átjánfalda Íslandsmeistara og nífalda bikarmeistara ÍA? Getur félagið endurheimt sína gömlu stöðu í íslenskum fótbolta? Og hvað er raunhæft og ásættanlegt fyrir þetta fornfræga stórveldi á næstu árum? 4. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Gullöldin sem skilaði ekki gulli í kassann Það er ekki bara inni á vellinum sem staða ÍA er ekki jafn góð og áður heldur einnig utan vallar. Fjárhagsstaða félagsins er ekki jafn sterk og þeirra stærstu á landinu og það hefur haft áhrif á gengið innan vallar. 3. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Kominn tími á glöggt gests auga? Eins og fjallað var um í öðrum hluta greinaraðarinnar hefur ÍA jafnan verið sjálfbært þegar kemur að leikmönnum. Félagið er líka nánast alveg sjálfbært þegar kemur að þjálfurum. En það er spurning hvort það sé ekki hluti af vandamáli ÍA? 2. nóvember 2022 10:02 Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir. 1. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Leiðin á botninn Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta. 31. október 2022 10:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Hnignun stórveldis: Er ljós við enda Hvalfjarðaganganna? Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir átjánfalda Íslandsmeistara og nífalda bikarmeistara ÍA? Getur félagið endurheimt sína gömlu stöðu í íslenskum fótbolta? Og hvað er raunhæft og ásættanlegt fyrir þetta fornfræga stórveldi á næstu árum? 4. nóvember 2022 10:01
Hnignun stórveldis: Gullöldin sem skilaði ekki gulli í kassann Það er ekki bara inni á vellinum sem staða ÍA er ekki jafn góð og áður heldur einnig utan vallar. Fjárhagsstaða félagsins er ekki jafn sterk og þeirra stærstu á landinu og það hefur haft áhrif á gengið innan vallar. 3. nóvember 2022 10:01
Hnignun stórveldis: Kominn tími á glöggt gests auga? Eins og fjallað var um í öðrum hluta greinaraðarinnar hefur ÍA jafnan verið sjálfbært þegar kemur að leikmönnum. Félagið er líka nánast alveg sjálfbært þegar kemur að þjálfurum. En það er spurning hvort það sé ekki hluti af vandamáli ÍA? 2. nóvember 2022 10:02
Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir. 1. nóvember 2022 10:01
Hnignun stórveldis: Leiðin á botninn Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta. 31. október 2022 10:00