Að styðja við foreldra/forráðamenn í sorg þá erum við að styðja börnin Karólína Helga Símonardóttir skrifar 9. nóvember 2022 10:00 Í byrjun sumars á þessu ári var brotið blað í stuðningi við syrgjendur þegar frumvarp um sorgarleyfi foreldra varð að lögum. Lögin tryggja foreldrum, sem missa barn sitt, leyfi frá störfum og greiðslur sem koma til móts við tekjutap. Hingað til hefur það verið undir vinnuveitanda komið hvort foreldri fái launað leyfi eftir barnsmissi. Sorgarmiðstöð hvatti ríkisstjórnina, velferðarnefnd og alþingsimenn til að hefja hið fyrsta undirbúning að næsta skrefi: Frumvarpi til breytinga á lögunum, með það að markmiði að færa einstaklingum sem missa maka frá ungum börnum, sambærilega réttarbót. Ungt fólk sem missir maka sinn snemma á lífsleiðinni frá ungum börnum, er sá hópur sem sérstaklega þarf að huga að. Í umsögn Sorgarmiðstöðvar um sorgarleyfið þá lögðum við mikla áherslu á að það þyrfti líka að mæta þessum. Þau félög sem sendu inn umsögn um frumvarpið voru á sama máli. Ungt fólk sem missir maka snemma á lífsleiðinni og er með börn á framfæri verður ekki aðeins fyrir mikilli sorg, heldur líka miklu tekjutapi. Í flestum tilfellum eru það báðir aðilar sem hafa verið fyrirvinnur heimilisins. Í sorginni þarf að sinna börnunum, ásamt því að eftirlifandi maki reynir að sinna sinni eigin sorg og finna úrlausnir á þeirri fjárhagslegu stöðu sem komin er upp. Við þekkjum það af reynslu að þetta er sá hópur sem dettur hvað líklegast út af vinnumarkaðinum nokkrum árum eftir makamissinn, því þau höfðu ekki nægt svigrúm eða tækifæri til þess að takast á við sorgina sína, allt þeirra fór í að styðja börnin og halda hversdagslífinu gangandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, svaraði ákallinu og lagði nýverið fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis. Frumvarp þetta er útvíkkun á lögum sem samþykkt voru í sumar, um sorgarleyfi í kjölfar barnsmissis. Megin tilgangurinn með útvíkkuninni er að fókuspunkturinn sé á börnin og að taka utan um og styðja um þær fjölskyldur þar sem móðir eða faðir deyr frá börnum sínum. Við fögnum þessu mikilvægu skrefum í réttindabaráttu syrgjenda. Vonum að ríkistjórnin og ráðamenn þjóðarinnar samþykki þessa breytingu. Markmið og starf Sorgarmiðstöðvar er að styðja syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra með fræðslu og ráðgjöf. Sorgarmiðstöð er öllum opin. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í byrjun sumars á þessu ári var brotið blað í stuðningi við syrgjendur þegar frumvarp um sorgarleyfi foreldra varð að lögum. Lögin tryggja foreldrum, sem missa barn sitt, leyfi frá störfum og greiðslur sem koma til móts við tekjutap. Hingað til hefur það verið undir vinnuveitanda komið hvort foreldri fái launað leyfi eftir barnsmissi. Sorgarmiðstöð hvatti ríkisstjórnina, velferðarnefnd og alþingsimenn til að hefja hið fyrsta undirbúning að næsta skrefi: Frumvarpi til breytinga á lögunum, með það að markmiði að færa einstaklingum sem missa maka frá ungum börnum, sambærilega réttarbót. Ungt fólk sem missir maka sinn snemma á lífsleiðinni frá ungum börnum, er sá hópur sem sérstaklega þarf að huga að. Í umsögn Sorgarmiðstöðvar um sorgarleyfið þá lögðum við mikla áherslu á að það þyrfti líka að mæta þessum. Þau félög sem sendu inn umsögn um frumvarpið voru á sama máli. Ungt fólk sem missir maka snemma á lífsleiðinni og er með börn á framfæri verður ekki aðeins fyrir mikilli sorg, heldur líka miklu tekjutapi. Í flestum tilfellum eru það báðir aðilar sem hafa verið fyrirvinnur heimilisins. Í sorginni þarf að sinna börnunum, ásamt því að eftirlifandi maki reynir að sinna sinni eigin sorg og finna úrlausnir á þeirri fjárhagslegu stöðu sem komin er upp. Við þekkjum það af reynslu að þetta er sá hópur sem dettur hvað líklegast út af vinnumarkaðinum nokkrum árum eftir makamissinn, því þau höfðu ekki nægt svigrúm eða tækifæri til þess að takast á við sorgina sína, allt þeirra fór í að styðja börnin og halda hversdagslífinu gangandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, svaraði ákallinu og lagði nýverið fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis. Frumvarp þetta er útvíkkun á lögum sem samþykkt voru í sumar, um sorgarleyfi í kjölfar barnsmissis. Megin tilgangurinn með útvíkkuninni er að fókuspunkturinn sé á börnin og að taka utan um og styðja um þær fjölskyldur þar sem móðir eða faðir deyr frá börnum sínum. Við fögnum þessu mikilvægu skrefum í réttindabaráttu syrgjenda. Vonum að ríkistjórnin og ráðamenn þjóðarinnar samþykki þessa breytingu. Markmið og starf Sorgarmiðstöðvar er að styðja syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra með fræðslu og ráðgjöf. Sorgarmiðstöð er öllum opin. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun