Fleiri skili skömminni og tilkynni ofbeldisbrot en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:44 Rannveig Þórisdóttir sviðsstjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að þó að tilkynningum um ofbeldi meðal barna og ungmenna hafi fjölgað þýði það ekki endilega aukningu. Hlutfallslega fleiri séu að tilkynninga slík brot en áður. Vísir Þrátt fyrir að skráðum brotum um ofbeldi meðal barna og ungmenna hafi fjölgað þýðir það ekki endilega aukningu slíkra brota að sögn sviðsstjóra hjá Ríkislögreglustjóra. Hún telur að hærra hlutfall slíkra mála sé að skila sér inn í kerfið og fólk tilkynni frekar slík brot en áður. Opin umræða og hvatning um að skila skömminni sé að skila sér. Síðustu misseri hafa fréttir um ofbeldi meðal barna og ungmenna verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum. Fréttir af hnífa-og hópárásum eru þar á meðal. Rannveig Þórisdóttir sviðsstjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að þó fleiri tilkynni ofbeldisbrot nú en áður þýði það ekki sjálfkrafa fjölgun brota. „Þó að við séum að sjá aukningu síðustu ár þá var búin að vera fækkun á árunum áður þannig að fjöldi brota er svipaður og árið 2007. Ályktunin sem má draga af þessu er að mögulega er ofbeldi ekki að aukast í samfélaginu heldur að það er verið að tilkynna ofbeldi í auknum mæli til lögreglu og barnaverndar. Sem að einhverju leyti er ánægjuleg þróun,“ segir Rannveig. Hún segir þó vísbendingar um að fleiri alvarleg ofbeldisbrot meðal ungmenna en áður. „Við erum að sjá smávægilegar vísbendingar um að hærra hlutfall mála séu tengd alvarlegri atvikum,“ segir hún. Rannveig segir brotin af margvíslegum toga. „Flest brot sem snúa að börnum og ungmennum eru smávægileg. Í gögnum lögreglu þá er þetta að miklu leyti ofbeldi innan fjölskyldna, þá börn sem beita fjölskyldumeðlimi ofbeldi eða búa við ofbeldi og eru beitt ofbeldi. En að sjálfsögðu eru þetta líka tilvik þar sem börn eru að beita önnur börn ofbeldi,“ segir hún. Hvatningarátak lögreglu að skila sér Hún segir átak lögreglu frá 2014 þar sem fólk hefur verið hvatt til að tilkynna um ofbeldi sé að skila sér og að lögregla tilkynni brot gegn börnum og ungmennum ávallt til barnaverndar. Þá komi fleira til eins og opnari umræða um ofbeldi og minna þol í samfélaginu. „Ég held að opin umræða um þessi mál og hvatning um að skila skömminni sé klárlega að skila því að börn og ungmenni og almenningur yfirhöfuð frekar um ofbeldisbrot en áður,“ segir hún. Hún segir gríðarlega mikilvægt að kerfið haldi vel utan um þolendur. „Þó tel ég líka að það sé mikið af málum sem séu ekki tilkynnt. Þá þarf að efla þann stuðning sem þolendur fá þegar þeir tilkynna brot gagnvart sér,“ segir Rannveig Þórisdóttir. Lögreglumál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni. 29. október 2022 11:30 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Síðustu misseri hafa fréttir um ofbeldi meðal barna og ungmenna verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum. Fréttir af hnífa-og hópárásum eru þar á meðal. Rannveig Þórisdóttir sviðsstjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að þó fleiri tilkynni ofbeldisbrot nú en áður þýði það ekki sjálfkrafa fjölgun brota. „Þó að við séum að sjá aukningu síðustu ár þá var búin að vera fækkun á árunum áður þannig að fjöldi brota er svipaður og árið 2007. Ályktunin sem má draga af þessu er að mögulega er ofbeldi ekki að aukast í samfélaginu heldur að það er verið að tilkynna ofbeldi í auknum mæli til lögreglu og barnaverndar. Sem að einhverju leyti er ánægjuleg þróun,“ segir Rannveig. Hún segir þó vísbendingar um að fleiri alvarleg ofbeldisbrot meðal ungmenna en áður. „Við erum að sjá smávægilegar vísbendingar um að hærra hlutfall mála séu tengd alvarlegri atvikum,“ segir hún. Rannveig segir brotin af margvíslegum toga. „Flest brot sem snúa að börnum og ungmennum eru smávægileg. Í gögnum lögreglu þá er þetta að miklu leyti ofbeldi innan fjölskyldna, þá börn sem beita fjölskyldumeðlimi ofbeldi eða búa við ofbeldi og eru beitt ofbeldi. En að sjálfsögðu eru þetta líka tilvik þar sem börn eru að beita önnur börn ofbeldi,“ segir hún. Hvatningarátak lögreglu að skila sér Hún segir átak lögreglu frá 2014 þar sem fólk hefur verið hvatt til að tilkynna um ofbeldi sé að skila sér og að lögregla tilkynni brot gegn börnum og ungmennum ávallt til barnaverndar. Þá komi fleira til eins og opnari umræða um ofbeldi og minna þol í samfélaginu. „Ég held að opin umræða um þessi mál og hvatning um að skila skömminni sé klárlega að skila því að börn og ungmenni og almenningur yfirhöfuð frekar um ofbeldisbrot en áður,“ segir hún. Hún segir gríðarlega mikilvægt að kerfið haldi vel utan um þolendur. „Þó tel ég líka að það sé mikið af málum sem séu ekki tilkynnt. Þá þarf að efla þann stuðning sem þolendur fá þegar þeir tilkynna brot gagnvart sér,“ segir Rannveig Þórisdóttir.
Lögreglumál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni. 29. október 2022 11:30 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni. 29. október 2022 11:30
Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19