Perry tekur við kvennaliði KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 15:11 Perry Mclachlan á hliðarlínunni hjá Þór/KA síðasta sumar. Vísir/Diego KR hefur samið við Perry Mclachlan um að taka við sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna í KR en liðið spilar í Lengjudeildinni næsta sumar. KR segir frá þessu á heimasíðu sinni. Með Perry í þjálfarateyminu verða Vignir Snær Stefánsson aðstoðarþjálfari og Melkorka Rán Hafliðadóttir styrktarþjálfari. Perry hefur starfað við þjálfun á Íslandi frá árinu 2019, fyrst sem aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Þórs á Akureyri ásamt því að sinna markmannsþjálfun hjá félaginu. Hann tók svo við þjálfun Hamranna og var jafnframt ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Þórs/KA fyrir tímabilið 2021. Hann var síðan annar af aðalþjálfurum liðsins á nýafstöðnu tímabili en hætti eftir tímabilið. Eins fram kemur í frétt á heimasíðu KR þá hefur Perry einnig töluverða reynslu af þjálfun á Englandi og í Bandaríkjunum. Hann var meðal annars hjá kvennaliði Chelsea sem og akademíu drengja og stúlkna í félaginu og um tíma við markmannsþjálfun hjá Crystal Palace og yfirþjálfari stúlkna- og drengjaliða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Perry er nú að ljúka við UEFA-A gráðu í þjálfun. Vignir Snær Stefánsson hefur verið við þjálfun yngri flokka hjá Gróttu/KR síðustu misseri og var aðstoðarþjálfari hjá Gróttu í 2. deild kvenna í sumar. Melkorka Rán Hafliðadóttir, sem kemur einnig inn í þjálfarateymið mun sjá um styrktarþjálfun liðsins. Melkorka sem á að baki afreksíþróttaferil í frjálsum og er í meistaranámi í íþróttafræði hjá HR þekkir vel til í KR þar sem hún sinnti styrktarþjálfun meistaraflokks karla á nýliðnu tímabili og að hluta hjá kvennaliðinu. Perry Mclachlan sá KR-liðið taka fjögur stig og skora sex mörk í tveimur leikjum á móti liði hans, Þór/KA, síðasta sumar. KR fékk aðeins sex stig og skoraði samtals fjórtán mörk í öllum hinum sextán leikjunum sínum. KR Besta deild kvenna Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Með Perry í þjálfarateyminu verða Vignir Snær Stefánsson aðstoðarþjálfari og Melkorka Rán Hafliðadóttir styrktarþjálfari. Perry hefur starfað við þjálfun á Íslandi frá árinu 2019, fyrst sem aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Þórs á Akureyri ásamt því að sinna markmannsþjálfun hjá félaginu. Hann tók svo við þjálfun Hamranna og var jafnframt ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Þórs/KA fyrir tímabilið 2021. Hann var síðan annar af aðalþjálfurum liðsins á nýafstöðnu tímabili en hætti eftir tímabilið. Eins fram kemur í frétt á heimasíðu KR þá hefur Perry einnig töluverða reynslu af þjálfun á Englandi og í Bandaríkjunum. Hann var meðal annars hjá kvennaliði Chelsea sem og akademíu drengja og stúlkna í félaginu og um tíma við markmannsþjálfun hjá Crystal Palace og yfirþjálfari stúlkna- og drengjaliða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Perry er nú að ljúka við UEFA-A gráðu í þjálfun. Vignir Snær Stefánsson hefur verið við þjálfun yngri flokka hjá Gróttu/KR síðustu misseri og var aðstoðarþjálfari hjá Gróttu í 2. deild kvenna í sumar. Melkorka Rán Hafliðadóttir, sem kemur einnig inn í þjálfarateymið mun sjá um styrktarþjálfun liðsins. Melkorka sem á að baki afreksíþróttaferil í frjálsum og er í meistaranámi í íþróttafræði hjá HR þekkir vel til í KR þar sem hún sinnti styrktarþjálfun meistaraflokks karla á nýliðnu tímabili og að hluta hjá kvennaliðinu. Perry Mclachlan sá KR-liðið taka fjögur stig og skora sex mörk í tveimur leikjum á móti liði hans, Þór/KA, síðasta sumar. KR fékk aðeins sex stig og skoraði samtals fjórtán mörk í öllum hinum sextán leikjunum sínum.
KR Besta deild kvenna Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira