Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2022 07:00 Mynd sem sýnir dæmi um þær breytingar sem urðu á milli lokaútgáfu (til hægri) skýrslunnar og þeirra draga (til vinstri) sem send voru út til umsagnar. Vísir/Sara/Vilhelm Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. Annmarkar á söluferlinu voru taldir „sérstaklega bagalegir“ í drögum skýrslunnar en einungis „fjölþættir“ í lokaútgáfunni. Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Upphaflega var gert ráð fyrir því að skýrslan yrði tilbúin í sumar en það dróst á langinn. Í október var tilkynnt að drög Ríkisendurskoðunar að skýrslunni væru komin í umsagnarferli. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Bankasýsla ríkisins og stjórn hennar fengu þá tækifæri til 25. október til að veita umsögn um skýrsluna. Skýrslan var birt á vef Ríkisendurskoðunar í gærmorgun eftir að henni var lekið til fjölmiðla á sunnudaginn. Gagnrýnið orðalag mildað í einhverjum tilvikum Vísir hefur undir höndum drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar sem send voru út til umsagnar í október. Það er, skýrsla Ríkisendurskoðunar eins og hún leit út áður en að umsagnaraðilar fengu lögum samkvæmt tækifæri til að gera athugasemdir við skýrsluna. Samanburður á drögunum og endanlegrar útgáfu skýrslunnar sem birt var í gær leiðir í ljós að ýmsar breytingar voru gerðar á milli útgáfa. Þar á meðal má sjá að í nokkrum tilvikum var orðalag sem teljast mætti gagnrýnið mildað, ekki síst í garð Bankasýslu ríkisins. Annmarkarnir ekki lengur sérstaklega bagalegir Þannig vekur orðalagsbreyting á örlítilli samantekt á skýrslunni, sem finna má aftast í niðurstöðukafla skýrslunnar sem og aftast í skýrslunni sjálfri, athygli. Þar eru annmarkar á söluferlinu sem Ríkisendurskoðun kom auga á við gerð skýrslunnar og voru taldir „fjölþættir“ í lokaútgáfu skýrslunnar, taldir „sérstaklega bagalegir í ljósi þess vantrausts og trúnaðarbrests í garð stjórnvalda og fjármálastofnana sem tengist fyrri einkavæðingu ríkisbankanna og hruni bankakerfisins árið 2008,“ í drögunum. Þetta er ekki eina dæmið um mildun orðalags á milli draga skýrslunnar og lokaútgáfu hennar. Úr „misbrestum“ yfir í að „standa hefði þurft betur að“ Þannig kemur fram í drögunum að athugun Ríkisendurskoðunar hafi leitt í ljós að misbrestir hafi verið á undirbúningu og framkvæmd sölunnar þann 22. mars síðastliðinn. Í lokaútgáfu skýrslunnar segir hins vegar að athugun hafi leitt í ljós að standa hefði þurft betur að undirbúningu og framkvæmd sölunnar. Einnig er því haldið fram í drögunum að Bankasýslan hafi hvorki haft yfir að ráða þekkingu né reynslu sem nauðsynleg hafi verið til að rækja hlutverk sitt í ferlinu á viðunandi hátt. Í lokaútgáfu skýrslunnar er hins vegar búið að fjarlægja slíka setningu. Í stað hennar er tiltekið að vissulega búi starfsmenn og stjórn Bankasýslunnar yfir reynslu og þekkingu á sviði umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Stofnunin hafi hins vegar ekki búið yfir reynslu af fyrirkomulaginu sem beitt var við sölu á hlutnum í Íslandsbanka, svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi. Dæmi um meint þekkingarleysi stjórnarmanns fjarlægt Varpað er nánara ljósi á þetta meinta þekkingarleysi Bankasýslunnar í drögunum. Þar er tekið dæmi um það sem fram hafi komið á fundi Ríkisendurskoðunar með einum af stjórnarmönnum Bankasýslunnar í júní, tæpum tæpum fjórum mánuðum eftir að salan fór fram. Í drögunum segir að viðkomandi stjórnarmaður hafi staðið í þeirri trú að salan á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hefði farið fram með annarri söluaðferð en þeirri sem var beitt. Segir í drögunum að viðkomandi hafi talið að notast hafi verið við það sem kallað er „hollenskt uppboð“ á fjármálamarkaði. Þar er um að ræða uppboð þar sem allir bjóðendur greiða sama hæsta verð sem nægir til að selja það framboð sem er í boði. Umræddur hlutur ríkisins var hins vegar seldur með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi. Alls er vísað í þetta dæmi á tveimur stöðum í skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar. Það er hins vegar hvergi að finna í lokaútgáfu skýrslunnar. Spurning um hvort skynsamlegra hafi verið að selja á hærra verði fjarlægð Á einum stað í drögunum kemur einnig fram að eðlilegt sé að spyrja hvort skynsamlegt hafi verið að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka á hærra lokaverði en gert var. Þessi spurning finnst hins vegar ekki í lokaútgáfunni. Í beinu framhaldi af þessari spurningu, sem aðeins er spurð í drögunum, má í báðum útgáfum finna greiningu Ríkisendurskoðunar á tilboðabókinni. Þar kemur fram að talsverð umframeftirspurn hafi verið við gengið 120 krónur á hlut og 122 krónur á hlut. Hluturinn var sem kunnugt er seldur á 117 krónur á hlut. Í drögunum segir að svo virðist því sem að hægt hefði verið að selja hlut ríkisins á hærra verði en gert var. Þó er tiltekið í beinu framhaldi að það verði ekki tekið úr samhengi við ákvörðun Bankasýslunnar um að auka framboð bréfa í útboðinu úr 400 í 440 milljón hluti. Endanleg eftirspurn hafi engu að síður verið talsverð miðað við þetta aukna framboð. Í lokaskýrslunni er hins vegar búið að taka út setninguna um að svo hafi virst sem að hægt hafi verið að selja hlut ríkisins á hærra verði. Fjarlægðu upphæðina Í drögunum kemur einnig fram að miðað við framangreindar upplýsingar fáist fullyrðingar stjórnar Bankasýslu ríkisins, í rökstuddi mati stjórnarinnar til ráðherra, um að hæsta mögulega verð miðað við útboðsstærð hafi fengist, vart staðist. Þetta er hins vegar hvergi að finna í lokaútgáfu skýrslunnar. Í hinu rökstudda mati, sem lesa má hér, kom fram að Bankasýslan teldi sig hafa tryggt hæsta mögulega verð fyrir hlutina, miðað við útboðsstærð. Dæmi um breytingar á orðalagi á milli draga og lokaútgáfu (Breytingar eru feitleitraðar) Drög: Þá gerir Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við að í fundargerð þess fundar sem haldinn var 21. mars, kemur fram að honum hafi lokið kl. 11:30 og að á fundinum hafi stjórn Bankasýslunnar veitt heimild fyrir því að tilteknum innlendum og erlendum aðilum yrðu veittar innherjaupplýsingar vegna markaðsþreifinga. Í tölvupósti starfsmanns Bankasýslunnar sem sendur var stjórn hennar kl. 11:40 þennan sama dag vísar hann til umfjöllunar fundarins um markaðsþreifingar en óskar jafnframt eftir samþykki stjórnar fyrir því að hefja þær þrátt fyrir bókað samþykki stjórnarinnar skömmu áður. Ekki verður því annað séð en að í umræddri fundargerð sé ekki greint frá samþykki stjórnar með réttum hætti. Lokaskýrsla: Þá vekur Ríkisendurskoðun athygli á að í fundargerð þess fundar sem haldinn var 21. mars, kemur fram að honum hafi lokið kl. 11:30 og að á fundinum hafi stjórn Bankasýslunnar veitt heimild fyrir því að tilteknum innlendum og erlendum aðilum yrðu veittar innherjaupplýsingar vegna markaðsþreifinga. Í tölvupósti starfsmanns Bankasýslunnar sem sendur var stjórn hennar kl. 11:40 þennan sama dag vísar hann til umfjöllunar fundarins um markaðsþreifingar en óskar jafnframt eftir samþykki stjórnar fyrir því að hefja þær þrátt fyrir bókað samþykki stjórnarinnar skömmu áður. Samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslunni var samþykki stjórnar háð því að fyrir lægi skrifleg staðfesting á ráðgjöf fjármálaráðgjafa stofnunarinnar þar að lútandi. Því verður ekki annað séð en að orðalag í umræddri fundargerð sé ónákvæmt og lýsi ekki fyllilega því sem samþykkt var á fundinum. Í lokaútgáfu skýrslunnar lætur Ríkisendurskoðun sér nægja að vísa til þess að umrædd umframeftirspurn á hærra verði en selt var á bendi til þess að verðmyndun í ferlinu hafi gefið tilefni til að ákvarða hærra leiðbeinandi lokaverð. Í lokaútgáfu skýrslunnar kemur einnig fram að Ríkisendurskoðun telji að betri framkvæmd á sölunni og áreiðanlegri greining á eftirspurn þegar leiðbeinandi lokaverð var ákvarðað hafi mögulega getað skilað ríkissjóði meiri tekjum. Engar tölur eru nefndar í því samhengi í lokaskýrslunni. Í drögunum treysti Ríkisendurskoðun sér hins vegar til að nefna mögulega tölu í þessu samhengi. Þar er nefnt að betri framkvæmd á sölunni og áreiðanlegri greining hefði mögulega getað skilað ríkissjóði allt að 1,5 milljarða meiri tekjum. Þessari tölu var skipt út fyrir orðalagið „meiri tekjum“ í lokaútgáfunni. Alvarleg athugasemd ekki lengur alvarleg Á einum stað í drögunum gerir Ríkisendurskoðun einnig alvarlegar athugasemdir við fundargerð stjórnarfundur Bankasýslunnar þann 21. mars síðastliðinn. Í lokaútgáfu skýrslunnar lætur Ríkisendurskoðun sér hins vegar nægja að vekja athygli á fundargerðinni. Hin alvarlega athugasemd í drögunum snýr að því að á stjórnarfundinum umræddan dag, sem lauk klukkan 11:30, hafi stjórn Bankasýslunnar veitt heimild fyrir því að að tilteknum innlendum og erlendum aðilum yrðu veittar innherjaupplýsingar vegna markaðsþreifinga í tengslum við söluna. Tíu mínútum eftir að fundi lauk sendi starfsmaður Bankasýslunnar stjórninni tölvupóst þar sem vísað var til umfjöllunar hennar um markaðsþreifingar. Jafnframt var óskað eftir samþykki stjórnar fyrir því að hefja markaðsþreifingar þrátt fyrir bókað samþykki stjórnarinnar skömmu áður. Í drögunum að skýrslunni kemur fram að ekki verði annað séð en að ekki sé greint frá samþykki stjórnar bankasýslunnar með réttum hætti. Í lokaútgáfu skýrslunnar eru ekki lengur gerðar alvarlegar athugasemdir við umrædda fundargerð. Þá er orðalagið um fundargerðina mildara en í drögunum. Aðeins er vakin athygli á henni auk þess sem fram kemur að ekki verði annað séð en að orðalag í umræddri fundargerð sé ónákvæmt og lýsi ekki fyllilega því sem samþykkt var á fundinum. Tengd skjöl DrögDRÖG1.3MBSækja skjal LokaútgáfaLOKAÚTGÁFA1.1MBSækja skjal Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. 14. nóvember 2022 15:34 Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. 14. nóvember 2022 12:15 Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Annmarkar á söluferlinu voru taldir „sérstaklega bagalegir“ í drögum skýrslunnar en einungis „fjölþættir“ í lokaútgáfunni. Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Upphaflega var gert ráð fyrir því að skýrslan yrði tilbúin í sumar en það dróst á langinn. Í október var tilkynnt að drög Ríkisendurskoðunar að skýrslunni væru komin í umsagnarferli. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Bankasýsla ríkisins og stjórn hennar fengu þá tækifæri til 25. október til að veita umsögn um skýrsluna. Skýrslan var birt á vef Ríkisendurskoðunar í gærmorgun eftir að henni var lekið til fjölmiðla á sunnudaginn. Gagnrýnið orðalag mildað í einhverjum tilvikum Vísir hefur undir höndum drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar sem send voru út til umsagnar í október. Það er, skýrsla Ríkisendurskoðunar eins og hún leit út áður en að umsagnaraðilar fengu lögum samkvæmt tækifæri til að gera athugasemdir við skýrsluna. Samanburður á drögunum og endanlegrar útgáfu skýrslunnar sem birt var í gær leiðir í ljós að ýmsar breytingar voru gerðar á milli útgáfa. Þar á meðal má sjá að í nokkrum tilvikum var orðalag sem teljast mætti gagnrýnið mildað, ekki síst í garð Bankasýslu ríkisins. Annmarkarnir ekki lengur sérstaklega bagalegir Þannig vekur orðalagsbreyting á örlítilli samantekt á skýrslunni, sem finna má aftast í niðurstöðukafla skýrslunnar sem og aftast í skýrslunni sjálfri, athygli. Þar eru annmarkar á söluferlinu sem Ríkisendurskoðun kom auga á við gerð skýrslunnar og voru taldir „fjölþættir“ í lokaútgáfu skýrslunnar, taldir „sérstaklega bagalegir í ljósi þess vantrausts og trúnaðarbrests í garð stjórnvalda og fjármálastofnana sem tengist fyrri einkavæðingu ríkisbankanna og hruni bankakerfisins árið 2008,“ í drögunum. Þetta er ekki eina dæmið um mildun orðalags á milli draga skýrslunnar og lokaútgáfu hennar. Úr „misbrestum“ yfir í að „standa hefði þurft betur að“ Þannig kemur fram í drögunum að athugun Ríkisendurskoðunar hafi leitt í ljós að misbrestir hafi verið á undirbúningu og framkvæmd sölunnar þann 22. mars síðastliðinn. Í lokaútgáfu skýrslunnar segir hins vegar að athugun hafi leitt í ljós að standa hefði þurft betur að undirbúningu og framkvæmd sölunnar. Einnig er því haldið fram í drögunum að Bankasýslan hafi hvorki haft yfir að ráða þekkingu né reynslu sem nauðsynleg hafi verið til að rækja hlutverk sitt í ferlinu á viðunandi hátt. Í lokaútgáfu skýrslunnar er hins vegar búið að fjarlægja slíka setningu. Í stað hennar er tiltekið að vissulega búi starfsmenn og stjórn Bankasýslunnar yfir reynslu og þekkingu á sviði umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Stofnunin hafi hins vegar ekki búið yfir reynslu af fyrirkomulaginu sem beitt var við sölu á hlutnum í Íslandsbanka, svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi. Dæmi um meint þekkingarleysi stjórnarmanns fjarlægt Varpað er nánara ljósi á þetta meinta þekkingarleysi Bankasýslunnar í drögunum. Þar er tekið dæmi um það sem fram hafi komið á fundi Ríkisendurskoðunar með einum af stjórnarmönnum Bankasýslunnar í júní, tæpum tæpum fjórum mánuðum eftir að salan fór fram. Í drögunum segir að viðkomandi stjórnarmaður hafi staðið í þeirri trú að salan á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hefði farið fram með annarri söluaðferð en þeirri sem var beitt. Segir í drögunum að viðkomandi hafi talið að notast hafi verið við það sem kallað er „hollenskt uppboð“ á fjármálamarkaði. Þar er um að ræða uppboð þar sem allir bjóðendur greiða sama hæsta verð sem nægir til að selja það framboð sem er í boði. Umræddur hlutur ríkisins var hins vegar seldur með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi. Alls er vísað í þetta dæmi á tveimur stöðum í skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar. Það er hins vegar hvergi að finna í lokaútgáfu skýrslunnar. Spurning um hvort skynsamlegra hafi verið að selja á hærra verði fjarlægð Á einum stað í drögunum kemur einnig fram að eðlilegt sé að spyrja hvort skynsamlegt hafi verið að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka á hærra lokaverði en gert var. Þessi spurning finnst hins vegar ekki í lokaútgáfunni. Í beinu framhaldi af þessari spurningu, sem aðeins er spurð í drögunum, má í báðum útgáfum finna greiningu Ríkisendurskoðunar á tilboðabókinni. Þar kemur fram að talsverð umframeftirspurn hafi verið við gengið 120 krónur á hlut og 122 krónur á hlut. Hluturinn var sem kunnugt er seldur á 117 krónur á hlut. Í drögunum segir að svo virðist því sem að hægt hefði verið að selja hlut ríkisins á hærra verði en gert var. Þó er tiltekið í beinu framhaldi að það verði ekki tekið úr samhengi við ákvörðun Bankasýslunnar um að auka framboð bréfa í útboðinu úr 400 í 440 milljón hluti. Endanleg eftirspurn hafi engu að síður verið talsverð miðað við þetta aukna framboð. Í lokaskýrslunni er hins vegar búið að taka út setninguna um að svo hafi virst sem að hægt hafi verið að selja hlut ríkisins á hærra verði. Fjarlægðu upphæðina Í drögunum kemur einnig fram að miðað við framangreindar upplýsingar fáist fullyrðingar stjórnar Bankasýslu ríkisins, í rökstuddi mati stjórnarinnar til ráðherra, um að hæsta mögulega verð miðað við útboðsstærð hafi fengist, vart staðist. Þetta er hins vegar hvergi að finna í lokaútgáfu skýrslunnar. Í hinu rökstudda mati, sem lesa má hér, kom fram að Bankasýslan teldi sig hafa tryggt hæsta mögulega verð fyrir hlutina, miðað við útboðsstærð. Dæmi um breytingar á orðalagi á milli draga og lokaútgáfu (Breytingar eru feitleitraðar) Drög: Þá gerir Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við að í fundargerð þess fundar sem haldinn var 21. mars, kemur fram að honum hafi lokið kl. 11:30 og að á fundinum hafi stjórn Bankasýslunnar veitt heimild fyrir því að tilteknum innlendum og erlendum aðilum yrðu veittar innherjaupplýsingar vegna markaðsþreifinga. Í tölvupósti starfsmanns Bankasýslunnar sem sendur var stjórn hennar kl. 11:40 þennan sama dag vísar hann til umfjöllunar fundarins um markaðsþreifingar en óskar jafnframt eftir samþykki stjórnar fyrir því að hefja þær þrátt fyrir bókað samþykki stjórnarinnar skömmu áður. Ekki verður því annað séð en að í umræddri fundargerð sé ekki greint frá samþykki stjórnar með réttum hætti. Lokaskýrsla: Þá vekur Ríkisendurskoðun athygli á að í fundargerð þess fundar sem haldinn var 21. mars, kemur fram að honum hafi lokið kl. 11:30 og að á fundinum hafi stjórn Bankasýslunnar veitt heimild fyrir því að tilteknum innlendum og erlendum aðilum yrðu veittar innherjaupplýsingar vegna markaðsþreifinga. Í tölvupósti starfsmanns Bankasýslunnar sem sendur var stjórn hennar kl. 11:40 þennan sama dag vísar hann til umfjöllunar fundarins um markaðsþreifingar en óskar jafnframt eftir samþykki stjórnar fyrir því að hefja þær þrátt fyrir bókað samþykki stjórnarinnar skömmu áður. Samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslunni var samþykki stjórnar háð því að fyrir lægi skrifleg staðfesting á ráðgjöf fjármálaráðgjafa stofnunarinnar þar að lútandi. Því verður ekki annað séð en að orðalag í umræddri fundargerð sé ónákvæmt og lýsi ekki fyllilega því sem samþykkt var á fundinum. Í lokaútgáfu skýrslunnar lætur Ríkisendurskoðun sér nægja að vísa til þess að umrædd umframeftirspurn á hærra verði en selt var á bendi til þess að verðmyndun í ferlinu hafi gefið tilefni til að ákvarða hærra leiðbeinandi lokaverð. Í lokaútgáfu skýrslunnar kemur einnig fram að Ríkisendurskoðun telji að betri framkvæmd á sölunni og áreiðanlegri greining á eftirspurn þegar leiðbeinandi lokaverð var ákvarðað hafi mögulega getað skilað ríkissjóði meiri tekjum. Engar tölur eru nefndar í því samhengi í lokaskýrslunni. Í drögunum treysti Ríkisendurskoðun sér hins vegar til að nefna mögulega tölu í þessu samhengi. Þar er nefnt að betri framkvæmd á sölunni og áreiðanlegri greining hefði mögulega getað skilað ríkissjóði allt að 1,5 milljarða meiri tekjum. Þessari tölu var skipt út fyrir orðalagið „meiri tekjum“ í lokaútgáfunni. Alvarleg athugasemd ekki lengur alvarleg Á einum stað í drögunum gerir Ríkisendurskoðun einnig alvarlegar athugasemdir við fundargerð stjórnarfundur Bankasýslunnar þann 21. mars síðastliðinn. Í lokaútgáfu skýrslunnar lætur Ríkisendurskoðun sér hins vegar nægja að vekja athygli á fundargerðinni. Hin alvarlega athugasemd í drögunum snýr að því að á stjórnarfundinum umræddan dag, sem lauk klukkan 11:30, hafi stjórn Bankasýslunnar veitt heimild fyrir því að að tilteknum innlendum og erlendum aðilum yrðu veittar innherjaupplýsingar vegna markaðsþreifinga í tengslum við söluna. Tíu mínútum eftir að fundi lauk sendi starfsmaður Bankasýslunnar stjórninni tölvupóst þar sem vísað var til umfjöllunar hennar um markaðsþreifingar. Jafnframt var óskað eftir samþykki stjórnar fyrir því að hefja markaðsþreifingar þrátt fyrir bókað samþykki stjórnarinnar skömmu áður. Í drögunum að skýrslunni kemur fram að ekki verði annað séð en að ekki sé greint frá samþykki stjórnar bankasýslunnar með réttum hætti. Í lokaútgáfu skýrslunnar eru ekki lengur gerðar alvarlegar athugasemdir við umrædda fundargerð. Þá er orðalagið um fundargerðina mildara en í drögunum. Aðeins er vakin athygli á henni auk þess sem fram kemur að ekki verði annað séð en að orðalag í umræddri fundargerð sé ónákvæmt og lýsi ekki fyllilega því sem samþykkt var á fundinum. Tengd skjöl DrögDRÖG1.3MBSækja skjal LokaútgáfaLOKAÚTGÁFA1.1MBSækja skjal
Dæmi um breytingar á orðalagi á milli draga og lokaútgáfu (Breytingar eru feitleitraðar) Drög: Þá gerir Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við að í fundargerð þess fundar sem haldinn var 21. mars, kemur fram að honum hafi lokið kl. 11:30 og að á fundinum hafi stjórn Bankasýslunnar veitt heimild fyrir því að tilteknum innlendum og erlendum aðilum yrðu veittar innherjaupplýsingar vegna markaðsþreifinga. Í tölvupósti starfsmanns Bankasýslunnar sem sendur var stjórn hennar kl. 11:40 þennan sama dag vísar hann til umfjöllunar fundarins um markaðsþreifingar en óskar jafnframt eftir samþykki stjórnar fyrir því að hefja þær þrátt fyrir bókað samþykki stjórnarinnar skömmu áður. Ekki verður því annað séð en að í umræddri fundargerð sé ekki greint frá samþykki stjórnar með réttum hætti. Lokaskýrsla: Þá vekur Ríkisendurskoðun athygli á að í fundargerð þess fundar sem haldinn var 21. mars, kemur fram að honum hafi lokið kl. 11:30 og að á fundinum hafi stjórn Bankasýslunnar veitt heimild fyrir því að tilteknum innlendum og erlendum aðilum yrðu veittar innherjaupplýsingar vegna markaðsþreifinga. Í tölvupósti starfsmanns Bankasýslunnar sem sendur var stjórn hennar kl. 11:40 þennan sama dag vísar hann til umfjöllunar fundarins um markaðsþreifingar en óskar jafnframt eftir samþykki stjórnar fyrir því að hefja þær þrátt fyrir bókað samþykki stjórnarinnar skömmu áður. Samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslunni var samþykki stjórnar háð því að fyrir lægi skrifleg staðfesting á ráðgjöf fjármálaráðgjafa stofnunarinnar þar að lútandi. Því verður ekki annað séð en að orðalag í umræddri fundargerð sé ónákvæmt og lýsi ekki fyllilega því sem samþykkt var á fundinum.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. 14. nóvember 2022 15:34 Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. 14. nóvember 2022 12:15 Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. 14. nóvember 2022 15:34
Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. 14. nóvember 2022 12:15
Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44