„Eitt stórt klúður frá upphafi til enda“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 22:14 Kristrún Frostadóttir Vísir/Vilhelm „Tilfinning þjóðarinnar reyndist rétt, það er staðfest í þessari skýrslu,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún flutti ræðu í sérstakri umræðu á Alþingi fyrr í kvöld þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra var til andsvara. Í ræðu sinni sagði Kristrún Bjarna „slá sig til riddara ef vel gengur með sölu á banka en hafna alfarið ábyrgð nú þegar ljóst er að þessi bankasala er eitt stórt klúður frá upphafi til enda.“ Þá tók hún fram að meira lægi undir málinu heldur en ráðherrastólar eða laskað traust til einstakra einstaklinga. „Traust til stjórnmálanna hefur varla jafnað sig á þeim fjórtán árum sem liðin eru frá bankakrísunni. Traust til fjármálakerfisins er enn lágt. Það voru samþykkt sérlög um sölu ríkisins á eignarhlut í fjármálafyrirtækjum – sérstaklega til að fyrirbyggja þá stöðu sem nú er upp komin – til að auka traust. Til að skapa þá tilfinningu meðal almennings að tími fúsks, vanhæfni og klíkuskapar væri liðinn. Að fólk tæki verkefninu alvarlega.“ Óljóst hvernig valið var úr tilboðum Þá benti Kristrún á að 83% þjóðarinnar voru óánægð með bankasöluna, samkvæmt skoðanakönnun Prósents síðasta vor. „Þetta mál snýst um hæfni, ábyrgð, forystu. Ætlar enginn hér inni að taka ábyrgð á þessu klúðri?“ Á öðrum stað í ræðunni nefndi Kristrún að eftir útboðið á Íslandsbanka fyrr á árinu hafi „hrollur farið um fólk“ þegar sögur fóru að berast sem síðar voru staðfestar, um að fjölda smárra fjárfesta hefði verið hleypt að á afsláttarkjörum. „Hlutur lífeyrissjóðanna var ekki yfirgnæfandi, heldur þriðjungur. Og einkafjárfestar með minni tilboð var hátt í þriðjungur af þeim sem var hleypt að afslættinum. Afsláttur sem nota bene er ekki meitlaður í stein í svona ferli – heldur svigrúm til að veita ef þörf er á.“ Þá sagði Kristrún að þjóðin hafi setið eftir með þá tilfinningu síðasta vor að óljóst hafi verið í hverja var hringt til að hleypa að þessum afsláttarkjörum, óljóst var hvernig valið var úr tilboðum og hvernig þau voru skert , til að mæta umframeftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Kristrún endaði á því að spyrja hver tilfinning þjóðarinnar hafi verið í vor. „Hún var: ekki opið ferli, ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi. Hver er niðurstaða Ríkisendurskoðanda: Ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi.“ Alþingi Stjórnsýsla Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Samfylkingin Tengdar fréttir Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 15. nóvember 2022 17:26 „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 „Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. 15. nóvember 2022 18:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Í ræðu sinni sagði Kristrún Bjarna „slá sig til riddara ef vel gengur með sölu á banka en hafna alfarið ábyrgð nú þegar ljóst er að þessi bankasala er eitt stórt klúður frá upphafi til enda.“ Þá tók hún fram að meira lægi undir málinu heldur en ráðherrastólar eða laskað traust til einstakra einstaklinga. „Traust til stjórnmálanna hefur varla jafnað sig á þeim fjórtán árum sem liðin eru frá bankakrísunni. Traust til fjármálakerfisins er enn lágt. Það voru samþykkt sérlög um sölu ríkisins á eignarhlut í fjármálafyrirtækjum – sérstaklega til að fyrirbyggja þá stöðu sem nú er upp komin – til að auka traust. Til að skapa þá tilfinningu meðal almennings að tími fúsks, vanhæfni og klíkuskapar væri liðinn. Að fólk tæki verkefninu alvarlega.“ Óljóst hvernig valið var úr tilboðum Þá benti Kristrún á að 83% þjóðarinnar voru óánægð með bankasöluna, samkvæmt skoðanakönnun Prósents síðasta vor. „Þetta mál snýst um hæfni, ábyrgð, forystu. Ætlar enginn hér inni að taka ábyrgð á þessu klúðri?“ Á öðrum stað í ræðunni nefndi Kristrún að eftir útboðið á Íslandsbanka fyrr á árinu hafi „hrollur farið um fólk“ þegar sögur fóru að berast sem síðar voru staðfestar, um að fjölda smárra fjárfesta hefði verið hleypt að á afsláttarkjörum. „Hlutur lífeyrissjóðanna var ekki yfirgnæfandi, heldur þriðjungur. Og einkafjárfestar með minni tilboð var hátt í þriðjungur af þeim sem var hleypt að afslættinum. Afsláttur sem nota bene er ekki meitlaður í stein í svona ferli – heldur svigrúm til að veita ef þörf er á.“ Þá sagði Kristrún að þjóðin hafi setið eftir með þá tilfinningu síðasta vor að óljóst hafi verið í hverja var hringt til að hleypa að þessum afsláttarkjörum, óljóst var hvernig valið var úr tilboðum og hvernig þau voru skert , til að mæta umframeftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Kristrún endaði á því að spyrja hver tilfinning þjóðarinnar hafi verið í vor. „Hún var: ekki opið ferli, ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi. Hver er niðurstaða Ríkisendurskoðanda: Ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi.“
Alþingi Stjórnsýsla Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Samfylkingin Tengdar fréttir Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 15. nóvember 2022 17:26 „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 „Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. 15. nóvember 2022 18:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 15. nóvember 2022 17:26
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11
Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26
„Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. 15. nóvember 2022 18:42