Biðja aðdáendur afsökunar eftir misheppnaða miðasölu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. nóvember 2022 23:40 Taylor Swift er alls ekki sátt með hvernig tókst til í miðasölu fyrir tónleika hennar í tilefni af nýrri plötu hennar, Anti-hero, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda. Getty/Terry Wyatt Miðasölurisinn Ticketmaster hefur beðið aðdáaendur stórsöngkonunnar Taylor Swift afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar sala hófst á miðum á tónleika söngkonunnar. Ticketmaster hefur kennt metaðsókn og tölvuþrjótum um algjörlega misheppnaða sölu. Dæmi eru um að miðar á tónleika Taylor í tilefni af nýrri plötu hennar, Anti-Hero, kosti á bilinu 2,5-9 milljónir króna í endursölu. Töluvert færri aðdáendum tókst að fá miða en vildu í forsölu þegar 2 milljónir miða á tónleikana seldust. Ticketmaster hefur greint frá því að um 15 prósent notenda hafi lent í vandræðum og misst miða sem þeir hafi þegar tryggt sér. Dæmi eru um að tölvuþrjótar sanki að sér miðum til að selja aftur á uppsprengdu verði. Hefur þetta vakið mikla reiði meðal aðdáenda en miðasala Taylor er ekki sú fyrsta sem fer úr böndunum hjá Ticketmaster. Due to extraordinarily high demands on ticketing systems and insufficient remaining ticket inventory to meet that demand, tomorrow's public on-sale for Taylor Swift | The Eras Tour has been cancelled.— Ticketmaster (@Ticketmaster) November 17, 2022 Margir biðu í nokkra klukkutíma í „röð“ á netinu eftir miðum á tónleika Taylor en á endanum hrundi síðan. Ticketmaster er nánast einráður á markaði í netmiðasölu eftir samruna við LiveNation og lýsti því yfir á Twitter að aldrei fyrr hafi eftirspurn eftir miðum verið svo mikil og nú þegar selja átti miða á tónleika Taylor. Í kjölfar klúðursins hætti miðasölufyrirtækið við almenna miðasölu og gaf frá sér yfirlýsingu þar sem beðist er afsökunar á því hvernig miðasalan fór fram. „Í fyrsta lagi viljum við biðja Taylor og alla hennar aðdáendur afsökunar - sérstaklega þá sem áttu hræðilega upplifun af því að reyna að kaupa miða,“ segir í yfirlýsingu og í framhaldi útskýrt að kerfi hafi átt að sía út tölvuþrjóta þannig að raunverulegir aðdáendur söngkonunnar kæmust að. Það virðist ekki hafa gengið sem skyldi. Taylor Swift segir í yfirlýsingu á Instagram að atvikið hafa pirrað hana mjög. Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona Demókrata tjáði sig um málið í kjölfar misheppnaðrar miðasölunnar og kallar Ticketmaster einokunarfyrirtæki. „Samruninn með LiveNation hefði aldrei átt að vera samþykktur, og það verður að grípa í taumana,“ segir Ocasio-Cortez Daily reminder that Ticketmaster is a monopoly, it’s merger with LiveNation should never have been approved, and they need to be reigned in. Break them up.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) November 15, 2022 Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Dæmi eru um að miðar á tónleika Taylor í tilefni af nýrri plötu hennar, Anti-Hero, kosti á bilinu 2,5-9 milljónir króna í endursölu. Töluvert færri aðdáendum tókst að fá miða en vildu í forsölu þegar 2 milljónir miða á tónleikana seldust. Ticketmaster hefur greint frá því að um 15 prósent notenda hafi lent í vandræðum og misst miða sem þeir hafi þegar tryggt sér. Dæmi eru um að tölvuþrjótar sanki að sér miðum til að selja aftur á uppsprengdu verði. Hefur þetta vakið mikla reiði meðal aðdáenda en miðasala Taylor er ekki sú fyrsta sem fer úr böndunum hjá Ticketmaster. Due to extraordinarily high demands on ticketing systems and insufficient remaining ticket inventory to meet that demand, tomorrow's public on-sale for Taylor Swift | The Eras Tour has been cancelled.— Ticketmaster (@Ticketmaster) November 17, 2022 Margir biðu í nokkra klukkutíma í „röð“ á netinu eftir miðum á tónleika Taylor en á endanum hrundi síðan. Ticketmaster er nánast einráður á markaði í netmiðasölu eftir samruna við LiveNation og lýsti því yfir á Twitter að aldrei fyrr hafi eftirspurn eftir miðum verið svo mikil og nú þegar selja átti miða á tónleika Taylor. Í kjölfar klúðursins hætti miðasölufyrirtækið við almenna miðasölu og gaf frá sér yfirlýsingu þar sem beðist er afsökunar á því hvernig miðasalan fór fram. „Í fyrsta lagi viljum við biðja Taylor og alla hennar aðdáendur afsökunar - sérstaklega þá sem áttu hræðilega upplifun af því að reyna að kaupa miða,“ segir í yfirlýsingu og í framhaldi útskýrt að kerfi hafi átt að sía út tölvuþrjóta þannig að raunverulegir aðdáendur söngkonunnar kæmust að. Það virðist ekki hafa gengið sem skyldi. Taylor Swift segir í yfirlýsingu á Instagram að atvikið hafa pirrað hana mjög. Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona Demókrata tjáði sig um málið í kjölfar misheppnaðrar miðasölunnar og kallar Ticketmaster einokunarfyrirtæki. „Samruninn með LiveNation hefði aldrei átt að vera samþykktur, og það verður að grípa í taumana,“ segir Ocasio-Cortez Daily reminder that Ticketmaster is a monopoly, it’s merger with LiveNation should never have been approved, and they need to be reigned in. Break them up.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) November 15, 2022
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira