Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2022 14:30 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðaði stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ummælin lét ráðherrann falla í samhengi við hnífstunguárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku sem hefur verið tengd við deilur tveggja hópa. Í átaki gegn skipulagðri glæpastarsemi á næsta ári fælist meðal annars að samþykkja frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og bæta búnað hennar svo að lögreglumenn gætu varið sig. Átti Jón von á að taka þyrfti skref sem reyndust umdeild, þar á meðal um vopnaburð lögreglu. Jón reyndist sannspár því þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu orð hans í morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, setti ummæli hans í samhengi við fréttir um að á fjórða hundrað manns bíði eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. „Dómsmálaráðherra boðar nú í fjölmiðlum stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sami dómsmálaráðherra hefur hins vegar fjársvelt fangelsi landsins svo alvarlega um árabil að menn sem dæmdir hafa verið í fangelsi eru ekki boðaðir í afplánun,“ skrifaði hún í færslu á Facebook í morgun. Dæmdir menn afplána ekki dóma Biðin eftir afplánun sé oft talin í árum og hún leiði stundum til þess að afplánun fyrnist. Það þýði að dæmdir menn afpláni ekki dóma sína. Þar við bætist að fangelsismál hafi sætt niðurskurði frá hruni, réttindi fanga í afplánun hafi verið strípuð, viðhald í fangelsum sé lélegt og úrræði til að byggja menn upp þar séu ekki nægileg. Á næsti ári sé viðbúið að fjöldi rýma í fangelsum verði ekki nýtt vegna fjárhagsstöðu þeirra. „Fyrsta skref hjá dómsmálaráðherra er að hætta að ráðast að fangelsum landsins - áður en hann leggur í frekari stríðsrekstur,“ segir Þorbjörg. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók dýpra í árina þegar hann deildi færslu Þorbjargar og líkti Jóni við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. „Rebranding á „stríð gegn fíkniefnum“...hvernig fór það aftur? Klassískt að valdhyggjufólkið vilji her til að fara í stríð,“ skrifaði Björn. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, lagði til að í stað þess að lýsa yfir stríði ætti að byggja upp sterkara félagslegra stuðningsnet og kerfi sem komi í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til þess að byrja með. „Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð,“ tísti hún í morgun. Hot take en hvað með að í stað þess að lýsa yfir stríði þá myndum við líka byggja upp sterkari félagsleg stuðningsnet og kerfi sem kemur í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til að byrja með. Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð pic.twitter.com/DOYJw6iOxq— Lenya Rún (@Lenyarun) November 21, 2022 Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðaði stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ummælin lét ráðherrann falla í samhengi við hnífstunguárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku sem hefur verið tengd við deilur tveggja hópa. Í átaki gegn skipulagðri glæpastarsemi á næsta ári fælist meðal annars að samþykkja frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og bæta búnað hennar svo að lögreglumenn gætu varið sig. Átti Jón von á að taka þyrfti skref sem reyndust umdeild, þar á meðal um vopnaburð lögreglu. Jón reyndist sannspár því þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu orð hans í morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, setti ummæli hans í samhengi við fréttir um að á fjórða hundrað manns bíði eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. „Dómsmálaráðherra boðar nú í fjölmiðlum stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sami dómsmálaráðherra hefur hins vegar fjársvelt fangelsi landsins svo alvarlega um árabil að menn sem dæmdir hafa verið í fangelsi eru ekki boðaðir í afplánun,“ skrifaði hún í færslu á Facebook í morgun. Dæmdir menn afplána ekki dóma Biðin eftir afplánun sé oft talin í árum og hún leiði stundum til þess að afplánun fyrnist. Það þýði að dæmdir menn afpláni ekki dóma sína. Þar við bætist að fangelsismál hafi sætt niðurskurði frá hruni, réttindi fanga í afplánun hafi verið strípuð, viðhald í fangelsum sé lélegt og úrræði til að byggja menn upp þar séu ekki nægileg. Á næsti ári sé viðbúið að fjöldi rýma í fangelsum verði ekki nýtt vegna fjárhagsstöðu þeirra. „Fyrsta skref hjá dómsmálaráðherra er að hætta að ráðast að fangelsum landsins - áður en hann leggur í frekari stríðsrekstur,“ segir Þorbjörg. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók dýpra í árina þegar hann deildi færslu Þorbjargar og líkti Jóni við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. „Rebranding á „stríð gegn fíkniefnum“...hvernig fór það aftur? Klassískt að valdhyggjufólkið vilji her til að fara í stríð,“ skrifaði Björn. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, lagði til að í stað þess að lýsa yfir stríði ætti að byggja upp sterkara félagslegra stuðningsnet og kerfi sem komi í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til þess að byrja með. „Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð,“ tísti hún í morgun. Hot take en hvað með að í stað þess að lýsa yfir stríði þá myndum við líka byggja upp sterkari félagsleg stuðningsnet og kerfi sem kemur í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til að byrja með. Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð pic.twitter.com/DOYJw6iOxq— Lenya Rún (@Lenyarun) November 21, 2022
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira