„Við erum alltof lítið félag fyrir hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2022 13:01 Stevce Alusovski gerði Vardar Skopje að tvöföldum meisturum áður en hann tók við Þór á Akureyri. EPA/GEORGI LICOVSKI Sá handboltaveruleiki sem Stevce Alusovski er vanur samræmdist ekki þeim handboltaveruleikanum hjá Þór á Akureyri. Því var óhjákvæmilegt að binda endi á samstarfið. Fyrr í vikunni sagði Þór Alusovski upp störfum. Margir ráku upp stór augu þegar Þórsarar réðu hann fyrir síðasta tímabil enda hafði Alusovski þjálfað norður-makedónska stórliðið Vardar Skopje áður en hann kom til Akureyrar. Á síðasta tímabili endaði í Þór í 4. sæti Grill 66 deildarinnar og tapaði fyrir Fjölni, 2-0, í umspili um sæti í Olís-deildinni. Þórsarar hafa svo byrjað þetta tímabil illa og Alusovski skilur við þá í 7. sæti Grill 66 deildarinnar. „Þetta var eiginlega óhjákvæmilegt. Það var búið að leita leiða til að finna lausnir og ákveðnir hlutir sem menn vildu breyta. Við reyndum það en það gekk ekkert upp,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi í dag. Getan fyrir framan okkur Að hans sögn voru aðilarnir, Þórsarar og Alusovski, of ólíkir til að hjónabandið gæti gengið upp. „Þegar við réðum hann vonuðum við að við myndum hitta. En svo kom í ljós að hans hugmyndafræði og geta sem þjálfari er nokkrum skrefum framar fyrir okkur. Við erum alltof lítið félag fyrir hann,“ sagði Árni. Þór gerði nýjan samning við Alusovski í sumar í von um að aðilar gætu mæst á miðri leið. „Við héldum langa fundi og héldum að við værum að komast niður eitthvað plan þar sem hann gæti tekið 1-2 skref aftur á bak og við eitt skref áfram og við mæst. En eins og veturinn byrjaði gekk þetta ekki upp. Hann vill gera þetta hraðar en við.“ Sjá ekki eftir ráðningunni Árni ber Alusovski samt vel söguna og segir hann afar færan í sínu fagi. „Hann er með mikinn metnað, gríðarlegur fagmaður í öllu sem hann gerir og gífurlega hæfur þjálfari. Einstaklingarnir eru margir hverjir orðnir miklu, miklu betri en ekki liðið. Þór er bara ekki þarna,“ sagði Árni sem sér alls ekki eftir því að hafa ráðið Alusovski. „Þetta var þvílíkt þroskandi fyrir okkur í kringum þetta, leikmennina og félagið. Hann gerði ótrúlega margt gott fyrir okkur.“ Halldór Örn Tryggvason, fyrrverandi þjálfari Þórs, tók tímabundið við liðinu og stýrir því gegn Fram U annað kvöld. Þórsarar eru samt í þjálfaraleit og Árni greip í frasa frá fyrrverandi sóttvarnalækni þegar hann lýsti leitinni. „Við erum í viðræðum við einstaklinga og ætlum að reyna að klára þetta um helgina eða eftir helgi. Það eru margar sviðsmyndir. Við erum ekki á byrjunarreit,“ sagði Árni. Gleðin þarf að vera til staðar Honum finnst að Þór eigi að vera með ágætlega sterkt lið í Grill 66 deildinni. „Miðað við mannskap á þetta að vera nokkuð frambærilegt Grilllið, ekkert meira en það. En það þarf líka að vera gaman að æfa handbolta. Við erum með stráka sem eru átta tíma í vinnu eða skóla og þurfa svo að mæta handboltaæfingar og það þarf að vera gaman, ekki bara til að verða betri í handbolta,“ sagði Árni að endingu. Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Fyrr í vikunni sagði Þór Alusovski upp störfum. Margir ráku upp stór augu þegar Þórsarar réðu hann fyrir síðasta tímabil enda hafði Alusovski þjálfað norður-makedónska stórliðið Vardar Skopje áður en hann kom til Akureyrar. Á síðasta tímabili endaði í Þór í 4. sæti Grill 66 deildarinnar og tapaði fyrir Fjölni, 2-0, í umspili um sæti í Olís-deildinni. Þórsarar hafa svo byrjað þetta tímabil illa og Alusovski skilur við þá í 7. sæti Grill 66 deildarinnar. „Þetta var eiginlega óhjákvæmilegt. Það var búið að leita leiða til að finna lausnir og ákveðnir hlutir sem menn vildu breyta. Við reyndum það en það gekk ekkert upp,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi í dag. Getan fyrir framan okkur Að hans sögn voru aðilarnir, Þórsarar og Alusovski, of ólíkir til að hjónabandið gæti gengið upp. „Þegar við réðum hann vonuðum við að við myndum hitta. En svo kom í ljós að hans hugmyndafræði og geta sem þjálfari er nokkrum skrefum framar fyrir okkur. Við erum alltof lítið félag fyrir hann,“ sagði Árni. Þór gerði nýjan samning við Alusovski í sumar í von um að aðilar gætu mæst á miðri leið. „Við héldum langa fundi og héldum að við værum að komast niður eitthvað plan þar sem hann gæti tekið 1-2 skref aftur á bak og við eitt skref áfram og við mæst. En eins og veturinn byrjaði gekk þetta ekki upp. Hann vill gera þetta hraðar en við.“ Sjá ekki eftir ráðningunni Árni ber Alusovski samt vel söguna og segir hann afar færan í sínu fagi. „Hann er með mikinn metnað, gríðarlegur fagmaður í öllu sem hann gerir og gífurlega hæfur þjálfari. Einstaklingarnir eru margir hverjir orðnir miklu, miklu betri en ekki liðið. Þór er bara ekki þarna,“ sagði Árni sem sér alls ekki eftir því að hafa ráðið Alusovski. „Þetta var þvílíkt þroskandi fyrir okkur í kringum þetta, leikmennina og félagið. Hann gerði ótrúlega margt gott fyrir okkur.“ Halldór Örn Tryggvason, fyrrverandi þjálfari Þórs, tók tímabundið við liðinu og stýrir því gegn Fram U annað kvöld. Þórsarar eru samt í þjálfaraleit og Árni greip í frasa frá fyrrverandi sóttvarnalækni þegar hann lýsti leitinni. „Við erum í viðræðum við einstaklinga og ætlum að reyna að klára þetta um helgina eða eftir helgi. Það eru margar sviðsmyndir. Við erum ekki á byrjunarreit,“ sagði Árni. Gleðin þarf að vera til staðar Honum finnst að Þór eigi að vera með ágætlega sterkt lið í Grill 66 deildinni. „Miðað við mannskap á þetta að vera nokkuð frambærilegt Grilllið, ekkert meira en það. En það þarf líka að vera gaman að æfa handbolta. Við erum með stráka sem eru átta tíma í vinnu eða skóla og þurfa svo að mæta handboltaæfingar og það þarf að vera gaman, ekki bara til að verða betri í handbolta,“ sagði Árni að endingu.
Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira