Vefurinn bilaður og kaupglaðir Íslendingar fylla búðir Elko Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2022 13:01 Elko í Lindum í Kópavogi. Stærsta rekstrareining Elko-búðanna en næst stærst er vefverslunin en vefurinn er nú bilaður sem þýðir líklega það að enn fleiri mæta í búðirnar sem nú eru troðfullar af kaupglöðum Íslendingum. vísir/vilhelm Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko segir fyrirliggjandi að landsmenn skipuleggi heildarkaup ársins í kringum afsláttardaga. Afsláttardagar á borð við Svartan föstudag hafi klárlega gerbreytt kauphegðun landsmanna. „Það var röð fyrir utan allar verslanir í morgun. Full verslun í Lindum strax í morgun, á Akureyri og í Skeifunni,“ segir Arinbjörn í samtali við Vísi. Söluvefurinn bilaður á langmesta söludegi ársins Svo virðist sem annáluð kaupgleði Íslendinga sé síst í rénun þrátt fyrir nýlega og umdeilda stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Bilun var á vef Elko í gærkvöldi og í dag sem Arinbjörn segir afar óheppilegt enda sé um að ræða langstærsta söludag ársins í dag, á Svörtum föstudegi. „Það er stórt teymi sem vinnur að viðgerð enda er um að ræða einn stærsta söluvef landsins í smásöluverslun. Við sjáum til. En þetta er bagalegt því vefverslunin er mikilvæg, stærsta rekstrareining Elko fyrir utan Lindir.“ Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko segir það vissulega afar óheppilegt að söluvefur keðjunnar sé bilaður nú á þessum helsta söludegi ársins.aðsend Arinbjörn segir að þeir verði að sjá hvernig fer en bilunin er ekki vegna álags heldur einhverjar villur í kerfinu sem gerðu vart við sig. Og hann telur að þetta hafi leitt til þess að fólk hafi brugðið undir sig betri fætinum og steðjað á staðinn. Markaðsstjórinn segir allt leggjast á eitt hvað varði að hinn svarti föstudagur sé helsti söludagur ársins. Margir vilji nýta þennan dag til að ganga frá jólagjöfum en kannanir hafi leitt í ljós að meðal-Íslendingurinn gefi tíu gjafir og fleiri. Því muni um minna þegar afslættir eru góðir. Elko sprengi ekki upp verð til að gefa svo ríflega afslætti Lengi hefur verið talað um það að verslunarmenn freistist til að hækka verð á vörum sínum áður en að afsláttardögum kemur til að geta svo auglýst ríflega afslætti. Arinbjörn segir það sannarlega ekki eiga við þá í Elko. Undirbúningur fyrir Svartan föstudag hefjist hálfu ári áður, og um sé að ræða samstillt átak verslunarinnar og birgja; að geta boðið sem hagstæðast verðið. „Þá brugðum við á það ráð að birta verðsögu vörunnar. Sem þýðir gegnsæi gagnvart viðskiptavinum og eykur aðhald á okkur.“ Spurður hvaða vörur það séu vinsælastar segir Arinbjörn það í raun allan skalann, því fólk noti tækifærið og kaupi nú jólagjafir. En nefnir þó að sjónvörp séu ávallt vinsæl þegar góður afsláttur býðst. Verslun Neytendur Tengdar fréttir Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47 Svörtudagstilboð Boozt auðveldar jólagjafakaupin Nýttu þér Svörtudagstilboð Boozt og kláraðu jólagjafirnar á frábærum kjörum í kósýheitum heima laus við allt stress. 18. nóvember 2022 15:11 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
„Það var röð fyrir utan allar verslanir í morgun. Full verslun í Lindum strax í morgun, á Akureyri og í Skeifunni,“ segir Arinbjörn í samtali við Vísi. Söluvefurinn bilaður á langmesta söludegi ársins Svo virðist sem annáluð kaupgleði Íslendinga sé síst í rénun þrátt fyrir nýlega og umdeilda stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Bilun var á vef Elko í gærkvöldi og í dag sem Arinbjörn segir afar óheppilegt enda sé um að ræða langstærsta söludag ársins í dag, á Svörtum föstudegi. „Það er stórt teymi sem vinnur að viðgerð enda er um að ræða einn stærsta söluvef landsins í smásöluverslun. Við sjáum til. En þetta er bagalegt því vefverslunin er mikilvæg, stærsta rekstrareining Elko fyrir utan Lindir.“ Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko segir það vissulega afar óheppilegt að söluvefur keðjunnar sé bilaður nú á þessum helsta söludegi ársins.aðsend Arinbjörn segir að þeir verði að sjá hvernig fer en bilunin er ekki vegna álags heldur einhverjar villur í kerfinu sem gerðu vart við sig. Og hann telur að þetta hafi leitt til þess að fólk hafi brugðið undir sig betri fætinum og steðjað á staðinn. Markaðsstjórinn segir allt leggjast á eitt hvað varði að hinn svarti föstudagur sé helsti söludagur ársins. Margir vilji nýta þennan dag til að ganga frá jólagjöfum en kannanir hafi leitt í ljós að meðal-Íslendingurinn gefi tíu gjafir og fleiri. Því muni um minna þegar afslættir eru góðir. Elko sprengi ekki upp verð til að gefa svo ríflega afslætti Lengi hefur verið talað um það að verslunarmenn freistist til að hækka verð á vörum sínum áður en að afsláttardögum kemur til að geta svo auglýst ríflega afslætti. Arinbjörn segir það sannarlega ekki eiga við þá í Elko. Undirbúningur fyrir Svartan föstudag hefjist hálfu ári áður, og um sé að ræða samstillt átak verslunarinnar og birgja; að geta boðið sem hagstæðast verðið. „Þá brugðum við á það ráð að birta verðsögu vörunnar. Sem þýðir gegnsæi gagnvart viðskiptavinum og eykur aðhald á okkur.“ Spurður hvaða vörur það séu vinsælastar segir Arinbjörn það í raun allan skalann, því fólk noti tækifærið og kaupi nú jólagjafir. En nefnir þó að sjónvörp séu ávallt vinsæl þegar góður afsláttur býðst.
Verslun Neytendur Tengdar fréttir Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47 Svörtudagstilboð Boozt auðveldar jólagjafakaupin Nýttu þér Svörtudagstilboð Boozt og kláraðu jólagjafirnar á frábærum kjörum í kósýheitum heima laus við allt stress. 18. nóvember 2022 15:11 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47
Svörtudagstilboð Boozt auðveldar jólagjafakaupin Nýttu þér Svörtudagstilboð Boozt og kláraðu jólagjafirnar á frábærum kjörum í kósýheitum heima laus við allt stress. 18. nóvember 2022 15:11