Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2022 10:56 Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, um borð í japönsku herskipi fyrr í mánuðinum. EPA/ISSEI KATO Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. Ráðherrann segir þetta vegna sífellt versnandi öryggisástands á svæðinu. Mikil spenna er í Austur-Asíu og hefur hún aukist verulega á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna vopnatilrauna og kjarnorkuvopnaþróunar í Norður-Kóreu. Þar að auki hefur spennan aukist í tengslum við Kína og tilkalls Kínverja til bæði alls Suður-Kínahafs og Taívans. Kínverjar hafa þar að auki staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Japanir hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar, geri Kínverjar innrás í ríkið. Samkvæmt frétt Japan Times hafa yfirvöld í Japan lengi haldið sig við að verja um einu prósenti af GDP til varnarmála en með þessu á að færa ríkið nær þeim staðli sem miðað er við innan Atlantshafsbandalagsins, þó flest ríki bandalagsins nái því ekki. Fjárhagsstaða Japans þykir ekki góð um þessar mundir en samkvæmt JT hafa ráðgjafar Kishida lagt til niðurskurð og skattlagningu til að fjármagna fjárútlátin. Japanskar orrustuþotur á flugi. Japanir vilja byggja upp getu til að gera árásir á herstöðvar og stjórnstöðvar óvina sinna.EPA/ISSEI KATO Hröð fólksfækkun grefur undan öryggi Japan í þriðja sæti heimsins yfir stærstu hagkerfin en framfærslukostnaður er mikill og launahækkanir hafa ekki haldið í við hækkun kostnaðar. Það er talið meðal ástæðna fyrir því að íbúafjöldi hefur dregist saman á Japan og þjóðin hefur elst mjög. Íbúafjöldi Japans stendur í rúmum 125 milljónum og hefur hann dregist saman í um fjórtán ár. Spár gera ráð fyrir að fólksfækkunin muni halda áfram til ársins 2060 þá verði Japanir alls 86,7 milljónir talsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa aldrei fæðst færri börn í Japan en á þessu ári. Alls fæddust 599.636 börn frá janúar til september og er það 4,9 prósentum minna en á sama tímabili í fyrra. Allt síðasta ár fæddust 811.000 börn í Japan og er útlit fyrir að færri börn fæðist á þessu ári. Ungt fólk er sagt forðast það að eignast börn og stofna fjölskyldur vegna erfiðs ástands á vinnumarkaði, erfiðra samgangna og menningar sem hæfist ekki því að báðir foreldrar í fjölskyldu séu útivinnandi. Nefnd sendi í síðustu viku frá sér skýrslu um að þessi samdráttur gæti dregið úr þjóðaröryggi Japans á komandi árum. Vilja geta gert árásir Frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur stjórnarskrá Japans meinað herafla ríkisins að starfa utan landamæra þess en japanskir ráðamenn hafa á undanförnum árum lagt til að Japanir auki getu sína til árása. Flokkur Kishida hefur lagt til að Japanir komi upp getu til að gera árásir á stjórnstöðvar og herstöðvar mögulegra óvina ef slíkir gerðu árás á Japan. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Stuðningsmenn þessarar áætlunar segja að hún myndi gera Japönum kleift að standa frekar í hárinu á Kínverjum og Norður-Kóreumönnum. JT segir nýlega könnun benda til þess að rúmlega sextíu prósent Japana séu fylgjandi því. Kishida gaf í skyn á þingi í morgun að til stæði að byggja upp loftvarnir Japans og byggja upp getu til árása, eins og til dæmis með stýriflaugum, og að það myndi senda þeim sem ógni Japan skýr skilaboð. Japan Hernaður Kína Taívan Norður-Kórea Tengdar fréttir Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. 26. október 2022 08:10 Sækjast eftir langdrægari flugskeytum Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. 8. desember 2017 16:43 Vilja byggja upp eigin árásagetu Ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af vopnabrölti Norður-Kóreu. 8. mars 2017 16:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Ráðherrann segir þetta vegna sífellt versnandi öryggisástands á svæðinu. Mikil spenna er í Austur-Asíu og hefur hún aukist verulega á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna vopnatilrauna og kjarnorkuvopnaþróunar í Norður-Kóreu. Þar að auki hefur spennan aukist í tengslum við Kína og tilkalls Kínverja til bæði alls Suður-Kínahafs og Taívans. Kínverjar hafa þar að auki staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Japanir hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar, geri Kínverjar innrás í ríkið. Samkvæmt frétt Japan Times hafa yfirvöld í Japan lengi haldið sig við að verja um einu prósenti af GDP til varnarmála en með þessu á að færa ríkið nær þeim staðli sem miðað er við innan Atlantshafsbandalagsins, þó flest ríki bandalagsins nái því ekki. Fjárhagsstaða Japans þykir ekki góð um þessar mundir en samkvæmt JT hafa ráðgjafar Kishida lagt til niðurskurð og skattlagningu til að fjármagna fjárútlátin. Japanskar orrustuþotur á flugi. Japanir vilja byggja upp getu til að gera árásir á herstöðvar og stjórnstöðvar óvina sinna.EPA/ISSEI KATO Hröð fólksfækkun grefur undan öryggi Japan í þriðja sæti heimsins yfir stærstu hagkerfin en framfærslukostnaður er mikill og launahækkanir hafa ekki haldið í við hækkun kostnaðar. Það er talið meðal ástæðna fyrir því að íbúafjöldi hefur dregist saman á Japan og þjóðin hefur elst mjög. Íbúafjöldi Japans stendur í rúmum 125 milljónum og hefur hann dregist saman í um fjórtán ár. Spár gera ráð fyrir að fólksfækkunin muni halda áfram til ársins 2060 þá verði Japanir alls 86,7 milljónir talsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa aldrei fæðst færri börn í Japan en á þessu ári. Alls fæddust 599.636 börn frá janúar til september og er það 4,9 prósentum minna en á sama tímabili í fyrra. Allt síðasta ár fæddust 811.000 börn í Japan og er útlit fyrir að færri börn fæðist á þessu ári. Ungt fólk er sagt forðast það að eignast börn og stofna fjölskyldur vegna erfiðs ástands á vinnumarkaði, erfiðra samgangna og menningar sem hæfist ekki því að báðir foreldrar í fjölskyldu séu útivinnandi. Nefnd sendi í síðustu viku frá sér skýrslu um að þessi samdráttur gæti dregið úr þjóðaröryggi Japans á komandi árum. Vilja geta gert árásir Frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur stjórnarskrá Japans meinað herafla ríkisins að starfa utan landamæra þess en japanskir ráðamenn hafa á undanförnum árum lagt til að Japanir auki getu sína til árása. Flokkur Kishida hefur lagt til að Japanir komi upp getu til að gera árásir á stjórnstöðvar og herstöðvar mögulegra óvina ef slíkir gerðu árás á Japan. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Stuðningsmenn þessarar áætlunar segja að hún myndi gera Japönum kleift að standa frekar í hárinu á Kínverjum og Norður-Kóreumönnum. JT segir nýlega könnun benda til þess að rúmlega sextíu prósent Japana séu fylgjandi því. Kishida gaf í skyn á þingi í morgun að til stæði að byggja upp loftvarnir Japans og byggja upp getu til árása, eins og til dæmis með stýriflaugum, og að það myndi senda þeim sem ógni Japan skýr skilaboð.
Japan Hernaður Kína Taívan Norður-Kórea Tengdar fréttir Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. 26. október 2022 08:10 Sækjast eftir langdrægari flugskeytum Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. 8. desember 2017 16:43 Vilja byggja upp eigin árásagetu Ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af vopnabrölti Norður-Kóreu. 8. mars 2017 16:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. 26. október 2022 08:10
Sækjast eftir langdrægari flugskeytum Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. 8. desember 2017 16:43
Vilja byggja upp eigin árásagetu Ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af vopnabrölti Norður-Kóreu. 8. mars 2017 16:56