Segir borgina í forystu en lánastofnanir virðist draga lappirnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 12:00 Einar Þorsteinsson formaður Borgarráðs segir borgaryfirvöld hafa tekið algjöra forystu í framboði lóða. Hann hefur þó áhyggjur af því að lánastofnanir séu tregari til að lána til framkvæmda nú en áður. Það geti haft áhrif á uppbygginguna. Vísir/Vilhelm Oddiviti Framsóknar í borginni segir sjaldan eða aldrei annað eins lóðaframboð hafa verið í boði þar og nú. Hann hafnar með öllu gagnrýni Samtaka iðnaðarins um að borgin dragi lappirnar í málinu. Hins vegar sé áhyggjuefni að lánastofnanir virðist tregari en áður til að lána til byggingarframkvæmda. Sérfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sagði í hádegisfréttum í gær að þrátt fyrir að fleiri íbúðir hefðu verið í byggingu um síðustu áramót en árið áður þá vantaði enn um þúsund íbúðir upp á þann fjölda á landinu til að fullnægja fyrirliggjandi þörf. Samtök atvinnulífsins tóku undir þetta og sögðu að þó að stöðugleiki í framboði væri meiri en áður þá væri enn lóðaskortur hjá mörgum sveitarfélögum á landinu. Reykjavík væri þar stærst en borgaryfirvöld hefðu ekki verið að standa sig varðandi framboðið. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni og formaður Borgarráðs lagði mikla áherslu á aukið lóðaframboð í síðustu kosningabaráttu. Hann segir þetta alls ekki rétt. „Það kemur dálítið á óvart að Samtök iðnaðarins skuli ekki taka betur eftir því hvað er að gerast í Reykjavík. Því borgin er að taka algjöra forystu í uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Við erum núna langt komin með samninga við Húsnæðis-og mannvirkjastofnun um uppfærða húsnæðisáætlun sem gerir ráð fyrir því að byggðar verði tvö þúsund íbúðir á ári að lágmarki og að byggingarhæfar lóðir verði allt að þrjú þúsund á ári,“ segir Einar. Hann segir að borgin hafi til að mynda nýverið úthlutað lóðum á Kjalarnesi og í Úlfarsárdal. Hann segist hins vegar sjá að uppbygging mætti vera hraðari. „Við finnum reyndar fyrir því að það virðist vera að lánasstofnanir séu að draga úr framkvæmdalánum til uppbyggingaraðila. Það er mikið áhyggjuefni,“ segir Einar. Samtök iðnaðarins gagnrýndu enn fremur að regluverk kringum byggingargeirann væri seinvirkt og flókið. Einar tekur undir það. „Þetta hef ég sjálfur gagnrýnt. Við erum núna hjá borginni í miðju kafi að einfalda ferla. Sveitarfélögin þurfa líka að taka þátt í þessu við hjá borginni erum á fullri ferð,“ segir Einar að lokum. Byggingariðnaður Íslenskir bankar Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Sérfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sagði í hádegisfréttum í gær að þrátt fyrir að fleiri íbúðir hefðu verið í byggingu um síðustu áramót en árið áður þá vantaði enn um þúsund íbúðir upp á þann fjölda á landinu til að fullnægja fyrirliggjandi þörf. Samtök atvinnulífsins tóku undir þetta og sögðu að þó að stöðugleiki í framboði væri meiri en áður þá væri enn lóðaskortur hjá mörgum sveitarfélögum á landinu. Reykjavík væri þar stærst en borgaryfirvöld hefðu ekki verið að standa sig varðandi framboðið. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni og formaður Borgarráðs lagði mikla áherslu á aukið lóðaframboð í síðustu kosningabaráttu. Hann segir þetta alls ekki rétt. „Það kemur dálítið á óvart að Samtök iðnaðarins skuli ekki taka betur eftir því hvað er að gerast í Reykjavík. Því borgin er að taka algjöra forystu í uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Við erum núna langt komin með samninga við Húsnæðis-og mannvirkjastofnun um uppfærða húsnæðisáætlun sem gerir ráð fyrir því að byggðar verði tvö þúsund íbúðir á ári að lágmarki og að byggingarhæfar lóðir verði allt að þrjú þúsund á ári,“ segir Einar. Hann segir að borgin hafi til að mynda nýverið úthlutað lóðum á Kjalarnesi og í Úlfarsárdal. Hann segist hins vegar sjá að uppbygging mætti vera hraðari. „Við finnum reyndar fyrir því að það virðist vera að lánasstofnanir séu að draga úr framkvæmdalánum til uppbyggingaraðila. Það er mikið áhyggjuefni,“ segir Einar. Samtök iðnaðarins gagnrýndu enn fremur að regluverk kringum byggingargeirann væri seinvirkt og flókið. Einar tekur undir það. „Þetta hef ég sjálfur gagnrýnt. Við erum núna hjá borginni í miðju kafi að einfalda ferla. Sveitarfélögin þurfa líka að taka þátt í þessu við hjá borginni erum á fullri ferð,“ segir Einar að lokum.
Byggingariðnaður Íslenskir bankar Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira