Hrósar Pulisic fyrir að fórna eistunum fyrir sigurmarkið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2022 08:00 Christian Pulisic var sárþjáður eftir að hafa skorað sigurmark Bandaríkjanna gegn Íran. getty/Alex Grimm Ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar hrósaði Christian Pulisic fyrir fórnfýsi þegar hann skoraði sigurmark Bandaríkjanna gegn Íran í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í fótbolta í Katar. Pulisic skoraði eina mark leiksins þegar Bandaríkin sigruðu Írani í B-riðli í gær. Markið kom sjö mínútum fyrir hálfleik. Pulisic skoraði þá af harðfylgi en lenti í samstuði við Alreza Beiranvand, markvörð Írans. Hann fór af velli í hálfleik. Fjölmargir þekktir einstaklingar hrósuðu Pulisic á samfélagsmiðlum. Meðal þeirra var JJ Watt, leikmaður Arizona Cardinals í NFL-deildinni. Honum þótti mikið til fórnfýsi Pulisic koma. „Að fórna djásnunum fyrir risastórt mark á HM. Það er fórnfýsi. Við þökkum þér,“ skrifaði Watt á Twitter. Sacrificing the crown jewels for a massive goal in the World Cup that s dedication @cpulisic_10 We salute you. #USAvsIran— JJ Watt (@JJWatt) November 29, 2022 Pulisic þurfti að fara á sjúkrahús vegna meiðslanna sem hann varð fyrir eftir samstuðið við Beiranvand. Hann setti samt inn færslu af sjúkrabeði þar sem hann sagði að hann yrði klár í leikinn gegn Hollandi í sextán liða úrslitum HM. Christian Pulisic from the hospital after suffering an abdominal injury against Iran (via @AreaSportsNet, @Adimitri24) pic.twitter.com/zUM0Ewhbxw— ESPN (@espn) November 29, 2022 Bandaríkin fengu fimm stig í B-riðli og lentu í 2. sæti hans. Þeir gerðu jafntefli við Wales og England en unnu Íran. HM 2022 í Katar NFL Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Pulisic skoraði eina mark leiksins þegar Bandaríkin sigruðu Írani í B-riðli í gær. Markið kom sjö mínútum fyrir hálfleik. Pulisic skoraði þá af harðfylgi en lenti í samstuði við Alreza Beiranvand, markvörð Írans. Hann fór af velli í hálfleik. Fjölmargir þekktir einstaklingar hrósuðu Pulisic á samfélagsmiðlum. Meðal þeirra var JJ Watt, leikmaður Arizona Cardinals í NFL-deildinni. Honum þótti mikið til fórnfýsi Pulisic koma. „Að fórna djásnunum fyrir risastórt mark á HM. Það er fórnfýsi. Við þökkum þér,“ skrifaði Watt á Twitter. Sacrificing the crown jewels for a massive goal in the World Cup that s dedication @cpulisic_10 We salute you. #USAvsIran— JJ Watt (@JJWatt) November 29, 2022 Pulisic þurfti að fara á sjúkrahús vegna meiðslanna sem hann varð fyrir eftir samstuðið við Beiranvand. Hann setti samt inn færslu af sjúkrabeði þar sem hann sagði að hann yrði klár í leikinn gegn Hollandi í sextán liða úrslitum HM. Christian Pulisic from the hospital after suffering an abdominal injury against Iran (via @AreaSportsNet, @Adimitri24) pic.twitter.com/zUM0Ewhbxw— ESPN (@espn) November 29, 2022 Bandaríkin fengu fimm stig í B-riðli og lentu í 2. sæti hans. Þeir gerðu jafntefli við Wales og England en unnu Íran.
HM 2022 í Katar NFL Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira