Úrelt fyrirkomulag á bílasölu sem bjóði hættunni heim Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2022 17:01 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Vísir/Arnar/Sigurjón Hægt er að selja ökutæki með áhvílandi veði án þess að láta kaupanda vita af gjöldunum. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir ábyrgðina liggja hjá kaupanda að kanna áhvílandi gjöld. Framkvæmdastjóri FÍB segir fyrirkomulagið vera úrelt og að þarna sé verið að bjóða hættunni heim. Dæmi eru um að fólk selji ökutæki með áhvílandi veði, til dæmis bílaláni, án þess að láta kaupanda vita. Þegar eigendaskiptin eru farin í gegn er lítið hægt að gera í málunum og fylgir veðið bílnum til nýs eiganda. Hægt er að nálgast upplýsingar um veðbönd ökutækja hjá Samgöngustofu en ekki eru allir sem passa upp á það. Aðgengilegar upplýsingar Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að skoðun á veði sé á ábyrgð þeirra sem kaupa ökutækin. Um sé að ræða frjáls viðskipti milli aðila og því ekki í verkahring hins opinbera að stöðva þau. „Þarna er verið að selja og kaupa vöru sem hefur einhverja eiginleika. Bíll sem er í þessu og þessu ástandi og er með veðbönd eða ekki. Það kemur fram í ökutækjaskrá hvort bíllinn hafi veðbönd þannig það eru upplýsingar sem eru aðgengilegar og fólk þarf að tryggja sinn hag með því að skoða gögnin áður en gengið er frá eigendaskiptum,“ segir Þórhildur. Á vef Samgöngustofu eru kaupendur ökutækja hvattir til þess að kunna sér stöðu veðbanda á ökutækjum áður en gengið er frá sölunni. Ef að opinber gjöld eru ógreidd, til dæmis vanrækslugjald eða bifreiðagjöld, þá er ekki hægt að ganga frá eigendaskiptum fyrr en þau greiðast. Þórhildur segir að þar sem veðbönd tengjast ekki opinberum gjöldum sé ekki verið að skipta sér af því. „Það er alls ekki óheimilt að selja ökutæki með veðböndum. Það er ekki þannig að þetta sé leynd skuld eða neitt, ef þú ert að kaupa fasteign eða ökutæki eða aðra fastamuni, þá geta hvílt lán á viðkomandi fastamuni. Það er eitthvað sem aðilar ganga frá sín á milli án afskipta hins opinbera þannig lagað. Þannig það er ekki óheimilt að ganga frá viðskiptum með þeim hætti sem báðir aðilar eru ásáttir með,“ segir Þórhildur. Ítrekað bent á hættuna Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir félagið ítrekað hafa bent á hættuna sem þarna er boðið upp á. Þrátt fyrir að það sé ekki algengt að fólk kaupi bifreið án þess að vita af áhvílandi veði þá kemur það fyrir. „Í rauninni þegar fólk er að ganga frá viðskiptum svona maður á mann, höfum við alltaf ráðlagt fólki að það sé búið að ganga frá veðbókarvottorði áður en endanlegir pappírar eru undirritaðir og greiðsla gengur á milli manna. Þessi hætta er til staðar,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Ef sala ökutækis er gerð með aðkomu bílasölu er það á ábyrgð bílasalans að fara yfir hvort einhver gjöld séu áhvílandi á bílunum. Síðustu ár er það þó orðið algengara að fólk sleppi því að nýta sér þjónustu bílasala og selji ökutæki í gegnum Facebook eða á öðrum vefsíðum. Þar er enginn sem aðstoðar fólk við að afla sér upplýsinga um ökutækin. „Þetta er löngu orðið úrelt. Það koma upp upplýsingar þegar verið er að ganga frá eigendaskiptum á vefsíðu Samgöngustofu. Þá kemur fram hvort það séu áhvílandi veðbönd. Þá þarf fólk að veita því athygli og það dugar ekki að mótaðilinn segi að þetta sé eitthvað sem er búið að ganga frá. Það þarf að fylgja eftir þessari viðvörunarbjallu, fá það á hreint með því að afla sér veðbókarvottorðs og yfirlýsingar frá yfirvöldum að það sé búið að hreinsa þau gjöld sem virðast vera áhvílandi,“ segir Runólfur. Ófullnægjandi frágangur Með því fyrirkomulagi sem nú er varðandi sölu ökutækja væri þess vegna hægt að kaupa bíl á bílaláni og selja bílinn síðan áfram, með veðböndunum, á annan aðila. „Auðvitað eru þetta svik. Við hvetjum fólk til þess að ganga frá kaupsamningi. Til dæmis gengur fólk oft frá bílaviðskiptum við eldhúsborðið og það eina sem er gert að skrifa undir einhverja eigendaskiptapappíra. Það er bara ófullnægjandi frágangur og getur boðið hættunni heim. Kaupsamningur þar sem er yfirlýsing frá seljanda um að það sé ekkert áhvílandi, það er gott að hafa það í höndunum,“ segir Runólfur. Að hans mati væri það best ef eigendaskipti færu ekki í gegn nema búið sé að staðfesta það að kaupandinn sé meðvitaður um veðböndin. Ef ekki kæmi upp melding sem stöðvaði viðskiptin. Rætt var við Ragnar Þór Ægisson bílasala í Íslandi í dag á miðvikudag, þar sem komið var inn á þennan vanda, sem getur skapast þegar bílar eru seldir milliliðalaust manna á milli á netinu: Neytendur Bílar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Dæmi eru um að fólk selji ökutæki með áhvílandi veði, til dæmis bílaláni, án þess að láta kaupanda vita. Þegar eigendaskiptin eru farin í gegn er lítið hægt að gera í málunum og fylgir veðið bílnum til nýs eiganda. Hægt er að nálgast upplýsingar um veðbönd ökutækja hjá Samgöngustofu en ekki eru allir sem passa upp á það. Aðgengilegar upplýsingar Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að skoðun á veði sé á ábyrgð þeirra sem kaupa ökutækin. Um sé að ræða frjáls viðskipti milli aðila og því ekki í verkahring hins opinbera að stöðva þau. „Þarna er verið að selja og kaupa vöru sem hefur einhverja eiginleika. Bíll sem er í þessu og þessu ástandi og er með veðbönd eða ekki. Það kemur fram í ökutækjaskrá hvort bíllinn hafi veðbönd þannig það eru upplýsingar sem eru aðgengilegar og fólk þarf að tryggja sinn hag með því að skoða gögnin áður en gengið er frá eigendaskiptum,“ segir Þórhildur. Á vef Samgöngustofu eru kaupendur ökutækja hvattir til þess að kunna sér stöðu veðbanda á ökutækjum áður en gengið er frá sölunni. Ef að opinber gjöld eru ógreidd, til dæmis vanrækslugjald eða bifreiðagjöld, þá er ekki hægt að ganga frá eigendaskiptum fyrr en þau greiðast. Þórhildur segir að þar sem veðbönd tengjast ekki opinberum gjöldum sé ekki verið að skipta sér af því. „Það er alls ekki óheimilt að selja ökutæki með veðböndum. Það er ekki þannig að þetta sé leynd skuld eða neitt, ef þú ert að kaupa fasteign eða ökutæki eða aðra fastamuni, þá geta hvílt lán á viðkomandi fastamuni. Það er eitthvað sem aðilar ganga frá sín á milli án afskipta hins opinbera þannig lagað. Þannig það er ekki óheimilt að ganga frá viðskiptum með þeim hætti sem báðir aðilar eru ásáttir með,“ segir Þórhildur. Ítrekað bent á hættuna Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir félagið ítrekað hafa bent á hættuna sem þarna er boðið upp á. Þrátt fyrir að það sé ekki algengt að fólk kaupi bifreið án þess að vita af áhvílandi veði þá kemur það fyrir. „Í rauninni þegar fólk er að ganga frá viðskiptum svona maður á mann, höfum við alltaf ráðlagt fólki að það sé búið að ganga frá veðbókarvottorði áður en endanlegir pappírar eru undirritaðir og greiðsla gengur á milli manna. Þessi hætta er til staðar,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Ef sala ökutækis er gerð með aðkomu bílasölu er það á ábyrgð bílasalans að fara yfir hvort einhver gjöld séu áhvílandi á bílunum. Síðustu ár er það þó orðið algengara að fólk sleppi því að nýta sér þjónustu bílasala og selji ökutæki í gegnum Facebook eða á öðrum vefsíðum. Þar er enginn sem aðstoðar fólk við að afla sér upplýsinga um ökutækin. „Þetta er löngu orðið úrelt. Það koma upp upplýsingar þegar verið er að ganga frá eigendaskiptum á vefsíðu Samgöngustofu. Þá kemur fram hvort það séu áhvílandi veðbönd. Þá þarf fólk að veita því athygli og það dugar ekki að mótaðilinn segi að þetta sé eitthvað sem er búið að ganga frá. Það þarf að fylgja eftir þessari viðvörunarbjallu, fá það á hreint með því að afla sér veðbókarvottorðs og yfirlýsingar frá yfirvöldum að það sé búið að hreinsa þau gjöld sem virðast vera áhvílandi,“ segir Runólfur. Ófullnægjandi frágangur Með því fyrirkomulagi sem nú er varðandi sölu ökutækja væri þess vegna hægt að kaupa bíl á bílaláni og selja bílinn síðan áfram, með veðböndunum, á annan aðila. „Auðvitað eru þetta svik. Við hvetjum fólk til þess að ganga frá kaupsamningi. Til dæmis gengur fólk oft frá bílaviðskiptum við eldhúsborðið og það eina sem er gert að skrifa undir einhverja eigendaskiptapappíra. Það er bara ófullnægjandi frágangur og getur boðið hættunni heim. Kaupsamningur þar sem er yfirlýsing frá seljanda um að það sé ekkert áhvílandi, það er gott að hafa það í höndunum,“ segir Runólfur. Að hans mati væri það best ef eigendaskipti færu ekki í gegn nema búið sé að staðfesta það að kaupandinn sé meðvitaður um veðböndin. Ef ekki kæmi upp melding sem stöðvaði viðskiptin. Rætt var við Ragnar Þór Ægisson bílasala í Íslandi í dag á miðvikudag, þar sem komið var inn á þennan vanda, sem getur skapast þegar bílar eru seldir milliliðalaust manna á milli á netinu:
Neytendur Bílar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira