„Endasendist um borgina með neyslubrjálað æðiber í rassinum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. desember 2022 15:23 Birkir Blær (til vinstri) er höfundur lagsins Jólainnkaupalistinn. Samsett Vísir frumflytur í dag lagið Jólainnkaupalistinn. Það er Fjarkar sem gefur lagið út en hópurinn er samanskipaður hæfileikaríkum tónlistarmönnum. Þeir hafa þá hefð að gefa út jólalag á hverju ári. Aron Steinn Ásbjarnarson spilar á saxófón, Örn Ýmir Arason á kontrabassa og Þorkell Helgi Sigfússon á gítar. Allir syngja þeir lagið. Þeir kalla sig fjögurra manna tríó og því varð nafnið Fjarkar fyrir valinu. Birkir Blær Ingólfsson gerir texta. „Lagið heitir Jólainnkaupalistinn og segir af manni sem er kominn í blússandi jólagír, endasendist um borgina með neyslubrjálað æðiber í rassinum til að kaupa allt sem til þarf svo jólin verði fullkomin. En uppgötvar svo að allar þessar jólavörur skipta engu máli. Það sem honum þykir raunverulega jólalegt er að verja tíma með þeim sem hann elskar við kertaljós - sem kostar náttúrlega svo gott sem ekkert. Og það er fallegt,“ segir Birkir Blær, sem er höfundur textans. Tríóið Fjarkar heldur eina jólahefð í heiðri - að semja og gefa út eitt jólalag á ári. „Þetta er orðinn fastur liður af jólahaldinu, jafnheilagur og skötuboð og skreytt jólatré. Fyrir vikið hefur safnast upp fínasti katalógur af jólalögum sem nálgast má á Spotify. Og nú er þetta nýja lag að koma út. Tríóið Fjarkar er 50's doo wop spilsyngjandi fjögurra manna tríó sem nýtur liðsinnis færustu tónlistarmanna Íslands við upptökur á litlum ilmandi jólalummum,“ útskýrir Birkir Blær. Lagið Jólainnkaupalistinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan og textann má svo lesa neðst í fréttinni. Hægt er að hlusta á fleiri lög frá þeim á Spotify. Klippa: Fjarkinn - Jólainnkaupalistinn Jólainnkaupalistinn Mig vantar sörur mikið skraut möndlugraut óteljandi vörur laufabrauð feitan sauð mandarínur jólatré og fyllta pekingönd og gjafabréf á sólarströnd Ég kaupi jólin, kemst í jólagír. Ég ætlað sýna öllum hvar jólaandinn býr! Hvar fæ ég hvítöl kyrrð og ró og jólasnjó, hvers kyns jólameðöl, jólaljós og jól í dós. Ég fer í átta búðir til að finna mistiltein og leigi síðan jólasvein. Ég kaupi jólin kemst í jólagír. Ég ætlað sýna öllum hvar jólaandinn býr. Ég gerði listann minn af nákvæmni og alúð en ég finn að jólahátíðin fæst víst ekki í búð. Ég keypti jólin en staðreyndin er sú að það sem mér finnst jólalegt er kertaljós og þú. Jól Jólalög Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Aron Steinn Ásbjarnarson spilar á saxófón, Örn Ýmir Arason á kontrabassa og Þorkell Helgi Sigfússon á gítar. Allir syngja þeir lagið. Þeir kalla sig fjögurra manna tríó og því varð nafnið Fjarkar fyrir valinu. Birkir Blær Ingólfsson gerir texta. „Lagið heitir Jólainnkaupalistinn og segir af manni sem er kominn í blússandi jólagír, endasendist um borgina með neyslubrjálað æðiber í rassinum til að kaupa allt sem til þarf svo jólin verði fullkomin. En uppgötvar svo að allar þessar jólavörur skipta engu máli. Það sem honum þykir raunverulega jólalegt er að verja tíma með þeim sem hann elskar við kertaljós - sem kostar náttúrlega svo gott sem ekkert. Og það er fallegt,“ segir Birkir Blær, sem er höfundur textans. Tríóið Fjarkar heldur eina jólahefð í heiðri - að semja og gefa út eitt jólalag á ári. „Þetta er orðinn fastur liður af jólahaldinu, jafnheilagur og skötuboð og skreytt jólatré. Fyrir vikið hefur safnast upp fínasti katalógur af jólalögum sem nálgast má á Spotify. Og nú er þetta nýja lag að koma út. Tríóið Fjarkar er 50's doo wop spilsyngjandi fjögurra manna tríó sem nýtur liðsinnis færustu tónlistarmanna Íslands við upptökur á litlum ilmandi jólalummum,“ útskýrir Birkir Blær. Lagið Jólainnkaupalistinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan og textann má svo lesa neðst í fréttinni. Hægt er að hlusta á fleiri lög frá þeim á Spotify. Klippa: Fjarkinn - Jólainnkaupalistinn Jólainnkaupalistinn Mig vantar sörur mikið skraut möndlugraut óteljandi vörur laufabrauð feitan sauð mandarínur jólatré og fyllta pekingönd og gjafabréf á sólarströnd Ég kaupi jólin, kemst í jólagír. Ég ætlað sýna öllum hvar jólaandinn býr! Hvar fæ ég hvítöl kyrrð og ró og jólasnjó, hvers kyns jólameðöl, jólaljós og jól í dós. Ég fer í átta búðir til að finna mistiltein og leigi síðan jólasvein. Ég kaupi jólin kemst í jólagír. Ég ætlað sýna öllum hvar jólaandinn býr. Ég gerði listann minn af nákvæmni og alúð en ég finn að jólahátíðin fæst víst ekki í búð. Ég keypti jólin en staðreyndin er sú að það sem mér finnst jólalegt er kertaljós og þú.
Jól Jólalög Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira