Á þriðja þúsund biðla til borgaryfirvalda: Siglunes miklu meira en bara siglingakennsla Snorri Másson skrifar 4. desember 2022 22:23 Björn Bjarnarson verkefnastjóri í Siglunesi segir samfélagið í kringum siglingafélagið slegið og hvetur borgaryfirvöld eindregið til að endurskoða ákvörðun um að leggja starfsemina niður. Vísir/Steingrímur Dúi Á þriðja þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem markmiðið er að Bjarga siglingamiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík, sem á að leggja með öllu niður vegna niðurskurðar hjá Reykjavíkurborg. Starfsmaður Sigluness segir siglingasamfélagið slegið yfir ákvörðuninni. Það er kannski ekki augljóst í desember, en á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. En nú á að leggja hana alveg niður. „Okkur var náttúrulega bara mjög brugðið. Við komumst að þessu bara svo gott sem í fréttum og mikið sjokk að fá svona fréttir. Þetta er það sem maður hefur lifað fyrir. Ég sjálfur byrjaði hérna átta ára gamall og við eigum flest okkar sögu héðan sem erum starfsmenn eða höfum unnið hérna að hafa byrjað hérna sem börn,“ segir Björn Bjarnarson verkefnastjóri í Siglunesi í samtali við fréttastofu. Að leggja niður Siglunes er hluti af niðurskurðaraðgerðum Reykjavíkurborgar vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Borgin telur sig spara 23 milljónir á ári með aðgerðinni. Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi VG segir þetta ansi drastíska sparnaðarráðstöfun sem geti valdið tjóni sem erfitt sé að lagfæra. Björn biðlar til borgaryfirvalda að endurskoða ákvörðunina. „Þetta er miklu meira en bara siglingakennsla. Þetta er starfsemi sem veitir krökkum tækifæri á að finna sjálf sig, komast út úr dagsins amstri í landi og eru án raftækja og úti á sjó og bara ein með náttúrunni. Það er alveg einstakt og við erum með einstaka starfsemi hér þótt víðar væri leitað. Við fáum hérna hátt í þúsund börn á hverju sumri. Þau koma hérna og læra að róa og sigla og umgangast sjóinn og náttúruöflin. Við erum að kenna þeim svo margt meira en bara umgangast sjóinn. Krakkar koma hérna með mismunandi bakgrunna og mismunandi aðstæðum. Og koma hingað og vinna persónulega sigra á eigin forsendum. Þannig að þetta er einstakur vettvangur fyrir börn til að komast út fyrir þægindahringinn og krakkar sem finna sig ekki í öðru æskulýðsstarfi, þau finna sig mjög oft hér hjá okkur,“ segir Björn. Þegar þetta er skrifað hafa fleiri en 2.200 skrifað undir áskorun um að hætta við ákvörðunina en hér má finna vefslóð á undirskriftasöfnunina. Siglingaíþróttir Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. 3. desember 2022 19:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Það er kannski ekki augljóst í desember, en á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. En nú á að leggja hana alveg niður. „Okkur var náttúrulega bara mjög brugðið. Við komumst að þessu bara svo gott sem í fréttum og mikið sjokk að fá svona fréttir. Þetta er það sem maður hefur lifað fyrir. Ég sjálfur byrjaði hérna átta ára gamall og við eigum flest okkar sögu héðan sem erum starfsmenn eða höfum unnið hérna að hafa byrjað hérna sem börn,“ segir Björn Bjarnarson verkefnastjóri í Siglunesi í samtali við fréttastofu. Að leggja niður Siglunes er hluti af niðurskurðaraðgerðum Reykjavíkurborgar vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Borgin telur sig spara 23 milljónir á ári með aðgerðinni. Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi VG segir þetta ansi drastíska sparnaðarráðstöfun sem geti valdið tjóni sem erfitt sé að lagfæra. Björn biðlar til borgaryfirvalda að endurskoða ákvörðunina. „Þetta er miklu meira en bara siglingakennsla. Þetta er starfsemi sem veitir krökkum tækifæri á að finna sjálf sig, komast út úr dagsins amstri í landi og eru án raftækja og úti á sjó og bara ein með náttúrunni. Það er alveg einstakt og við erum með einstaka starfsemi hér þótt víðar væri leitað. Við fáum hérna hátt í þúsund börn á hverju sumri. Þau koma hérna og læra að róa og sigla og umgangast sjóinn og náttúruöflin. Við erum að kenna þeim svo margt meira en bara umgangast sjóinn. Krakkar koma hérna með mismunandi bakgrunna og mismunandi aðstæðum. Og koma hingað og vinna persónulega sigra á eigin forsendum. Þannig að þetta er einstakur vettvangur fyrir börn til að komast út fyrir þægindahringinn og krakkar sem finna sig ekki í öðru æskulýðsstarfi, þau finna sig mjög oft hér hjá okkur,“ segir Björn. Þegar þetta er skrifað hafa fleiri en 2.200 skrifað undir áskorun um að hætta við ákvörðunina en hér má finna vefslóð á undirskriftasöfnunina.
Siglingaíþróttir Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. 3. desember 2022 19:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. 3. desember 2022 19:08