Van Gaal gerði stjörnuna vandræðalega: „Núna kyssumst við á munninn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. desember 2022 13:47 Louis van Gaal og Memphis Depay sem varð vandræðalegur við ummæli stjórans. Skjáskot Louis van Gaal gefur lítið fyrir gagnrýni Ángels Di María sem var rifjuð upp fyrir honum á blaðamannafundi fyrir leik Hollands og Argentínu í dag. Holland og Argentína eigast við í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á morgun. Þar mun Ángel Di María, leikmaður Argentínu, mæta sínum fyrrum stjóra, Louis van Gaal, sem stýrir Hollandi. Van Gaal var stjóri Manchester United þegar félagið keypti Di María dýrum dómi frá Real Madrid á Spáni árið 2014 en sá argentínski fann sig ekki í Manchester-borg og entist aðeins í eina leiktíð áður en hann fann fjölina hjá Paris Saint-Germain ári síðar. Haft var eftir Di María eftir dvöl hans í Englandi að van Gaal væri versti stjóri sem hann hefði haft á ferlinum. Van Gaal var beðinn um svör við þeim ummælum á blaðamannafundi í dag. „Sagði Di María að ég væri versti stjóri sem hann hefði haft? Hann er einn af fáum sem er á þeirri skoðun. Mér þykir þetta leiðinlegt og sorglegt að hann hafi sagt þetta,“ „En hér hjá mér situr Memphis [Depay, leikmaður Hollands og fyrrum leikmaður Man Utd]. Hann var einnig í Manchester og spilaði lítið. Og nú kyssumst við á munninn. Við ætlum ekki að gera það hér, en svona er þetta stundum í boltanum,“ sagði van Gaal á fundinum í dag. Vel fór á með þeim félögum á fundinum.Cathrin Mueller - FIFA/FIFA via Getty Images Memphis Depay, leikmaður Hollands, sat þá honum við hlið og varð býsna vandræðalegur við ummæli stjórans. Depay kom til Manchester sama sumar og Di María yfirgaf félagið, árið 2015, en hann fann sig ekki heldur og entist aðeins í eina og hálfa leiktíð hjá liðinu. Holland og Argentína keppast um sæti á 8-liða úrslitum HM annað kvöld. HM 2022 í Katar Hollenski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Holland og Argentína eigast við í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á morgun. Þar mun Ángel Di María, leikmaður Argentínu, mæta sínum fyrrum stjóra, Louis van Gaal, sem stýrir Hollandi. Van Gaal var stjóri Manchester United þegar félagið keypti Di María dýrum dómi frá Real Madrid á Spáni árið 2014 en sá argentínski fann sig ekki í Manchester-borg og entist aðeins í eina leiktíð áður en hann fann fjölina hjá Paris Saint-Germain ári síðar. Haft var eftir Di María eftir dvöl hans í Englandi að van Gaal væri versti stjóri sem hann hefði haft á ferlinum. Van Gaal var beðinn um svör við þeim ummælum á blaðamannafundi í dag. „Sagði Di María að ég væri versti stjóri sem hann hefði haft? Hann er einn af fáum sem er á þeirri skoðun. Mér þykir þetta leiðinlegt og sorglegt að hann hafi sagt þetta,“ „En hér hjá mér situr Memphis [Depay, leikmaður Hollands og fyrrum leikmaður Man Utd]. Hann var einnig í Manchester og spilaði lítið. Og nú kyssumst við á munninn. Við ætlum ekki að gera það hér, en svona er þetta stundum í boltanum,“ sagði van Gaal á fundinum í dag. Vel fór á með þeim félögum á fundinum.Cathrin Mueller - FIFA/FIFA via Getty Images Memphis Depay, leikmaður Hollands, sat þá honum við hlið og varð býsna vandræðalegur við ummæli stjórans. Depay kom til Manchester sama sumar og Di María yfirgaf félagið, árið 2015, en hann fann sig ekki heldur og entist aðeins í eina og hálfa leiktíð hjá liðinu. Holland og Argentína keppast um sæti á 8-liða úrslitum HM annað kvöld.
HM 2022 í Katar Hollenski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira