Jólatónleikar Fíladelfíu ómissandi hluti aðventunnar Fíladelfía 12. desember 2022 16:17 Yfirskrift jólatónleika Fíladelfíu er Fyrir þá sem minna mega sín. Allu rágóði tónleikanna rennur til góðgerðarmála. Jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu fara fram annað kvöld. Fanny Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Fíladelfíu segir tónleikana löngu orðna fastan lið í jólahaldi margra Íslendinga. Beint streymi verður frá tónleikunum hér á Vísi. „Við höfum haldið jólatónleikana í áratugi og mörgum finnast þeir ómissandi hluti af aðventunni og jólum. Tónleikarnir hafa þá sérstöðu að allir sem að þeim koma, bæði listamenn og tæknifólk, gefa sína vinnu og allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur til góðgerðamála. Yfirskrift tónleikanna er Fyrir þá sem minna mega sín og undanfarin ár höfum við styrkt félög eins og Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálpræðisherinn svo eitthvað sé nefnt,“ útskýrir Fanny. Tónleikarnir fara fram í hátíðasal Fíladelfíu og kemur kór Fíladelfíu fram auk gesta. „Kórinn okkar telur hátt í 30 manns, blandaður kór fólks á öllum aldri sem endurspeglar vel hvernig kirkjan okkar er. Kórnum til halds og trausts verður mjög flott hljómsveit undir stjórn Rafns Hlíðkvist. Einsöngvarar úr kórnum syngja og góðir gestir koma fram, meðal annars Edgar Smári, Olvheðin Jacobsen og Diljá Pétursdóttir. Undanfarin ár höfum við gjarnan fengið stórstjörnur til liðs við okkur en í ár gefum við ungu og efnilegu tónlistarfólki úr okkar röðum tækifæri til þess að njóta sín. Á dagskránni verður blanda af hefðbundnum jólalögum og nýju efni,“ segir Fanny. „Ég vil nota tækifærið og hvetja áhorfendur til að leggja málefninu lið og munu allar upplýsingar birtast á skjánum meðan á tónleikunum stendur,“ bætir hún við. Samkomur alla sunnudaga á ensku, íslensku og spænsku Fíladelfía heldur úti öflugu safnaðarstarfi og alla sunnudaga fara fram samkomur. „Við erum alþjóðleg kirkja og alla sunnudaga, allan ársins hring höldum við samkomur sem sóttar eru af fólki frá öllum heimshornum. Klukkan 11 fer fram samkoma á íslensku, klukkan 14 á ensku og klukkan 16 á spænsku. Þannig verður það einnig á jólunum, á aðfangadag fer fram jólasamkoma klukkan 16.30 þar sem við verðum með túlkun yfir á ensku og spænsku og á jóladag fer samkoma fram á ensku og spænsku klukkan 14 og á íslensku klukkan 16.30,“ segir Fanny og leggur áherslu á að allir séu velkomnir á samkomur kirkjunnar. „Það átta sig ekki allir á því en allt starf í Fíladelfíu er öllum opið. Samkomurnar okkar einkennast af léttri tónlist og eru óformlegri en gengur og gerist og þá hefur Fíladelfía alltaf verið þekkt fyrir öflugt tónlistarlíf og það einkennir starfið. Hingað eru allir velkomnir.“ Nálgast má miða á tónleikana hér. Jól Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
„Við höfum haldið jólatónleikana í áratugi og mörgum finnast þeir ómissandi hluti af aðventunni og jólum. Tónleikarnir hafa þá sérstöðu að allir sem að þeim koma, bæði listamenn og tæknifólk, gefa sína vinnu og allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur til góðgerðamála. Yfirskrift tónleikanna er Fyrir þá sem minna mega sín og undanfarin ár höfum við styrkt félög eins og Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálpræðisherinn svo eitthvað sé nefnt,“ útskýrir Fanny. Tónleikarnir fara fram í hátíðasal Fíladelfíu og kemur kór Fíladelfíu fram auk gesta. „Kórinn okkar telur hátt í 30 manns, blandaður kór fólks á öllum aldri sem endurspeglar vel hvernig kirkjan okkar er. Kórnum til halds og trausts verður mjög flott hljómsveit undir stjórn Rafns Hlíðkvist. Einsöngvarar úr kórnum syngja og góðir gestir koma fram, meðal annars Edgar Smári, Olvheðin Jacobsen og Diljá Pétursdóttir. Undanfarin ár höfum við gjarnan fengið stórstjörnur til liðs við okkur en í ár gefum við ungu og efnilegu tónlistarfólki úr okkar röðum tækifæri til þess að njóta sín. Á dagskránni verður blanda af hefðbundnum jólalögum og nýju efni,“ segir Fanny. „Ég vil nota tækifærið og hvetja áhorfendur til að leggja málefninu lið og munu allar upplýsingar birtast á skjánum meðan á tónleikunum stendur,“ bætir hún við. Samkomur alla sunnudaga á ensku, íslensku og spænsku Fíladelfía heldur úti öflugu safnaðarstarfi og alla sunnudaga fara fram samkomur. „Við erum alþjóðleg kirkja og alla sunnudaga, allan ársins hring höldum við samkomur sem sóttar eru af fólki frá öllum heimshornum. Klukkan 11 fer fram samkoma á íslensku, klukkan 14 á ensku og klukkan 16 á spænsku. Þannig verður það einnig á jólunum, á aðfangadag fer fram jólasamkoma klukkan 16.30 þar sem við verðum með túlkun yfir á ensku og spænsku og á jóladag fer samkoma fram á ensku og spænsku klukkan 14 og á íslensku klukkan 16.30,“ segir Fanny og leggur áherslu á að allir séu velkomnir á samkomur kirkjunnar. „Það átta sig ekki allir á því en allt starf í Fíladelfíu er öllum opið. Samkomurnar okkar einkennast af léttri tónlist og eru óformlegri en gengur og gerist og þá hefur Fíladelfía alltaf verið þekkt fyrir öflugt tónlistarlíf og það einkennir starfið. Hingað eru allir velkomnir.“ Nálgast má miða á tónleikana hér.
Jól Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira