Kynferðisofbeldi verður ekki liðið Jón Gunnarsson skrifar 13. desember 2022 14:30 Eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra var að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi og ef ástæða væri til að hafa samband við 112. Fjármagn var tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða málsmeðferð kynferðisbrota hjá lögreglunni og hefur það þegar skilað árangri. Allt þetta ár hefur síðan verið unnið markvisst að því að hvetja brotaþola til að tilkynna kynferðisbrot. Um leið hefur verið leitað leiða til að fækka brotum. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrstu 9 mánuði ársins kemur fram að tilkynnt var um 195 nauðganir, eða 22 nauðganir að jafnaði á mánuði. Þetta samsvarar 26% fjölgun frá því í fyrra. Í 20% tilvika var um að ræða eldri brot, þ.e. brot sem áttu sér stað fyrir árið 2022. Mín afstaða frá því að ég tók við sem dómsmálaráðherra hefur verið að ofbeldi verður ekki liðið og það mun hafa afleiðingar. Allar tegundir ofbeldis. Til þess að svo megi verða þarf að tilkynna það til lögreglu og tryggja skilvirka og góða málsmeðferð í réttarvörslukerfinu. Í vor var lögð til lögfesting á mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola bæði kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis og var málið samþykkt samhljóða á Alþingi að höfðu víðtæku samráði. Leiðavísir um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis er kominn inn á ofbeldisgátt 112.is. Jafnframt er unnið að því að tryggja brotaþolum á landsvísu aðgang að upplýsingum um sitt mál á þolendagátt lögreglunnar mitt.logreglan.is. Á nýju ári mun taka við ný aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þegar sú eldri rennur út. Risaskref verða tekin til að efla enn frekar löggæsluna, ákæruvaldið og fullnustu refsinga til að bæta öryggi, viðbragðstíma og málsmeðferð mála. Senn líður að lokum ársins. Í aðdraganda og yfir hátíðarnar eru fjölmargir viðburðir skipulagðir á vegum vinnustaða, vinahópa og fjölskyldna þar sem við viljum koma saman og gleðjast. Góð skemmtun getur aldrei falið í sér ofbeldi eða áreitni. Því er vitundarvakningu gegn ofbeldi fram haldið í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar og hinna ýmsu samstarfsaðila. Þar er lögð áhersla á að við eigum öll að geta verið örugg fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Ef áhyggjur vakna, hvet ég til þess að leitað sé til 112. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra var að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi og ef ástæða væri til að hafa samband við 112. Fjármagn var tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða málsmeðferð kynferðisbrota hjá lögreglunni og hefur það þegar skilað árangri. Allt þetta ár hefur síðan verið unnið markvisst að því að hvetja brotaþola til að tilkynna kynferðisbrot. Um leið hefur verið leitað leiða til að fækka brotum. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrstu 9 mánuði ársins kemur fram að tilkynnt var um 195 nauðganir, eða 22 nauðganir að jafnaði á mánuði. Þetta samsvarar 26% fjölgun frá því í fyrra. Í 20% tilvika var um að ræða eldri brot, þ.e. brot sem áttu sér stað fyrir árið 2022. Mín afstaða frá því að ég tók við sem dómsmálaráðherra hefur verið að ofbeldi verður ekki liðið og það mun hafa afleiðingar. Allar tegundir ofbeldis. Til þess að svo megi verða þarf að tilkynna það til lögreglu og tryggja skilvirka og góða málsmeðferð í réttarvörslukerfinu. Í vor var lögð til lögfesting á mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola bæði kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis og var málið samþykkt samhljóða á Alþingi að höfðu víðtæku samráði. Leiðavísir um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis er kominn inn á ofbeldisgátt 112.is. Jafnframt er unnið að því að tryggja brotaþolum á landsvísu aðgang að upplýsingum um sitt mál á þolendagátt lögreglunnar mitt.logreglan.is. Á nýju ári mun taka við ný aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þegar sú eldri rennur út. Risaskref verða tekin til að efla enn frekar löggæsluna, ákæruvaldið og fullnustu refsinga til að bæta öryggi, viðbragðstíma og málsmeðferð mála. Senn líður að lokum ársins. Í aðdraganda og yfir hátíðarnar eru fjölmargir viðburðir skipulagðir á vegum vinnustaða, vinahópa og fjölskyldna þar sem við viljum koma saman og gleðjast. Góð skemmtun getur aldrei falið í sér ofbeldi eða áreitni. Því er vitundarvakningu gegn ofbeldi fram haldið í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar og hinna ýmsu samstarfsaðila. Þar er lögð áhersla á að við eigum öll að geta verið örugg fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Ef áhyggjur vakna, hvet ég til þess að leitað sé til 112. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun