Borga ekki leigu og íhuga að borga ekki uppsagnarfrest Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2022 00:00 Elon Musk hefur varið miklu púðri í að draga úr kostnaði hjá Twitter eftir að hann keypti fyrirtækið á 44 milljarða dala. EPA/JUSTIN LANE Elon Musk, nýr eigandi samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, hefur gert umfangsmiklar breytingar á lögmannateymi fyrirtækisins og virðist undirbúa sig fyrir baráttu fyrir dómstólum. Fyrirtækið hefur ekki greitt leigu fyrir höfuðstöðvar þess í San Francisco og annað skrifstofuhúsnæði víða um heim í nokkrar vikur. Þá er til skoðunar að hætta við að greiða uppsagnarfrest þeirra starfsmanna sem hefur verið sagt upp. Musk og stjórnendateymi hans eru að skoða hvort þeir komist upp með að greiða ekki uppsagnarfrestinn til starfsmanna sem búið er að segja upp og þess í stað berjast gegn lögsóknum fyrrverandi starfsmanna. Auðjöfurinn hefur þegar neitað að greiða fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins milljónir dala því hann segir þá hafa verið rekna af góðum ástæðum. Þar að auki hefur starfsmönnum verið skipað að hætta að greiða birgjum og forsvarsmenn Twitter hafa þar að auki neitað að greiða nærri því tvö hundruð þúsund dali fyrir einkaþotur sem notaðar voru í vikunni sem Musk tók við eignarhaldi fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt New York Times og þykja þessar aðgerðir og vangaveltur til marks um að Musk sé enn að reyna að draga verulega úr kostnaði hjá Twitter, sem hann keypti fyrir 44 milljarða dala. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Óreiða hefur einkennt yfirtöku Musks. Stórum hluta starfsmanna Twitter hefur verið sagt upp og þar á meðal flestum yfirmönnum fyrirtækisins, auglýsendur hafa dregið saman seglin á samfélagsmiðlunum og hann sjálfur hefur hringlað fram og til baka með ýmsar ákvarðanir en einnig verið með puttana sjálfur í hvernig efni sem birtist á Twitter er stýrt. Fyrr í dag bárust fregnir af því að Musk hefði leyst upp ráðgjafaráð fyrirtækisins um traust og öryggi notenda. Það gerði hann rétt áður en ráðið átti að funda með stjórnendum miðilsins. Sjá einnig: Musk leysir upp ráðgjafaráð um öryggi notenda Musk hefur varið miklu púðri í að reyna að draga úr kostnaði hjá Twitter og auka tekjur fyrirtækisins. Meðal annars hefur hann boðið upp á áskriftarleið en framkvæmd hennar hefur valdið miklum usla. Skömmu eftir að Musk tók yfir Twitter skipaði hann Alex Spiro, einkalögmann sinn, yfir lögmannadeild fyrirtækisins. Spiro var hins vegar rekinn í dag en heimildarmenn NYT segja Musk hafa verið óánægðan með ákvarðanir hans að undanförnu. Í stað þeirra lögmanna sem Musk hefur rekið er hann sagður hafa fengið lögmenn úr öðrum fyrirtækjum sínum til samfélagsmiðlafyrirtækisins. Þar á meðal eru lögmenn eldflaugafyrirtækisins SpaceX. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) er sagt hafa sent bréf til forsvarsmanna Twitter vegna rannsóknar um það hvort fyrirtækið sé enn að framfylgja samkomulagi um gagnavernd og persónuupplýsingar sem skrifað var undir árið 2011, eftir tvo gangaleka. Twitter greiddi 150 milljónir dala í maí, vegna ásakana um að fyrirtækið hefði brotið gegn skilmálum samkomulagsins. Twitter Bandaríkin SpaceX Tengdar fréttir Áskrifendur fá möguleikann á því að breyta tístum Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur frá og með í dag opnað fyrir kaup á hinu svokallaða bláa merki á samfélagsmiðlinum í gegnum mánaðarlega áskrift. Áskrifendur munu njóta ýmissa möguleika umfram aðra notendur, þar á meðal munu þeir geta breytt tístum eftir á. Iphone-notendur þurfa þó að greiða hærra verð en aðrir. 12. desember 2022 11:26 Gagnrýna transfóbískt samsæristíst Musk Fjöldi bandarískra þingmanna og vísindamanna gagnrýna nú Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter, fyrir transfóbískt tíst þar sem hann réðst á æðsta yfirmann sóttvarnamála í kórónuveirufaraldrinum. 12. desember 2022 09:21 Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Musk hleypir nær öllum sem voru bannaðir aftur á Twitter Öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er verður hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Elon Musk, eigandi Twitter, ákvað þetta eftir óformlega skoðanakönnun. 25. nóvember 2022 08:26 Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0 Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp. 16. nóvember 2022 15:13 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þá er til skoðunar að hætta við að greiða uppsagnarfrest þeirra starfsmanna sem hefur verið sagt upp. Musk og stjórnendateymi hans eru að skoða hvort þeir komist upp með að greiða ekki uppsagnarfrestinn til starfsmanna sem búið er að segja upp og þess í stað berjast gegn lögsóknum fyrrverandi starfsmanna. Auðjöfurinn hefur þegar neitað að greiða fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins milljónir dala því hann segir þá hafa verið rekna af góðum ástæðum. Þar að auki hefur starfsmönnum verið skipað að hætta að greiða birgjum og forsvarsmenn Twitter hafa þar að auki neitað að greiða nærri því tvö hundruð þúsund dali fyrir einkaþotur sem notaðar voru í vikunni sem Musk tók við eignarhaldi fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt New York Times og þykja þessar aðgerðir og vangaveltur til marks um að Musk sé enn að reyna að draga verulega úr kostnaði hjá Twitter, sem hann keypti fyrir 44 milljarða dala. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Óreiða hefur einkennt yfirtöku Musks. Stórum hluta starfsmanna Twitter hefur verið sagt upp og þar á meðal flestum yfirmönnum fyrirtækisins, auglýsendur hafa dregið saman seglin á samfélagsmiðlunum og hann sjálfur hefur hringlað fram og til baka með ýmsar ákvarðanir en einnig verið með puttana sjálfur í hvernig efni sem birtist á Twitter er stýrt. Fyrr í dag bárust fregnir af því að Musk hefði leyst upp ráðgjafaráð fyrirtækisins um traust og öryggi notenda. Það gerði hann rétt áður en ráðið átti að funda með stjórnendum miðilsins. Sjá einnig: Musk leysir upp ráðgjafaráð um öryggi notenda Musk hefur varið miklu púðri í að reyna að draga úr kostnaði hjá Twitter og auka tekjur fyrirtækisins. Meðal annars hefur hann boðið upp á áskriftarleið en framkvæmd hennar hefur valdið miklum usla. Skömmu eftir að Musk tók yfir Twitter skipaði hann Alex Spiro, einkalögmann sinn, yfir lögmannadeild fyrirtækisins. Spiro var hins vegar rekinn í dag en heimildarmenn NYT segja Musk hafa verið óánægðan með ákvarðanir hans að undanförnu. Í stað þeirra lögmanna sem Musk hefur rekið er hann sagður hafa fengið lögmenn úr öðrum fyrirtækjum sínum til samfélagsmiðlafyrirtækisins. Þar á meðal eru lögmenn eldflaugafyrirtækisins SpaceX. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) er sagt hafa sent bréf til forsvarsmanna Twitter vegna rannsóknar um það hvort fyrirtækið sé enn að framfylgja samkomulagi um gagnavernd og persónuupplýsingar sem skrifað var undir árið 2011, eftir tvo gangaleka. Twitter greiddi 150 milljónir dala í maí, vegna ásakana um að fyrirtækið hefði brotið gegn skilmálum samkomulagsins.
Twitter Bandaríkin SpaceX Tengdar fréttir Áskrifendur fá möguleikann á því að breyta tístum Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur frá og með í dag opnað fyrir kaup á hinu svokallaða bláa merki á samfélagsmiðlinum í gegnum mánaðarlega áskrift. Áskrifendur munu njóta ýmissa möguleika umfram aðra notendur, þar á meðal munu þeir geta breytt tístum eftir á. Iphone-notendur þurfa þó að greiða hærra verð en aðrir. 12. desember 2022 11:26 Gagnrýna transfóbískt samsæristíst Musk Fjöldi bandarískra þingmanna og vísindamanna gagnrýna nú Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter, fyrir transfóbískt tíst þar sem hann réðst á æðsta yfirmann sóttvarnamála í kórónuveirufaraldrinum. 12. desember 2022 09:21 Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Musk hleypir nær öllum sem voru bannaðir aftur á Twitter Öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er verður hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Elon Musk, eigandi Twitter, ákvað þetta eftir óformlega skoðanakönnun. 25. nóvember 2022 08:26 Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0 Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp. 16. nóvember 2022 15:13 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Áskrifendur fá möguleikann á því að breyta tístum Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur frá og með í dag opnað fyrir kaup á hinu svokallaða bláa merki á samfélagsmiðlinum í gegnum mánaðarlega áskrift. Áskrifendur munu njóta ýmissa möguleika umfram aðra notendur, þar á meðal munu þeir geta breytt tístum eftir á. Iphone-notendur þurfa þó að greiða hærra verð en aðrir. 12. desember 2022 11:26
Gagnrýna transfóbískt samsæristíst Musk Fjöldi bandarískra þingmanna og vísindamanna gagnrýna nú Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter, fyrir transfóbískt tíst þar sem hann réðst á æðsta yfirmann sóttvarnamála í kórónuveirufaraldrinum. 12. desember 2022 09:21
Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51
Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12
Musk hleypir nær öllum sem voru bannaðir aftur á Twitter Öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er verður hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Elon Musk, eigandi Twitter, ákvað þetta eftir óformlega skoðanakönnun. 25. nóvember 2022 08:26
Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0 Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp. 16. nóvember 2022 15:13