Orð ferðamálastjóra lýsi skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. desember 2022 09:00 Skemmtiferðaskip skila ágætis summu í þjóðarbúið ár hvert. Vísir/Vilhelm Formaður Cruise Iceland segir margt sem kom fram í viðtali fráfarandi ferðamálastjóra við Túrista í síðustu viku ekki vera rétt. Hann segir orð ferðamálastjóra lýsa skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu á uppbyggingu í þessum hluta ferðaþjónustunnar. Í síðustu viku ræddi ferðamálavefsíðan Túristi við Skarphéðinn Berg Steinarsson, fráfarandi ferðamálastjóra, og sagðist hann hafa miklar efasemdir um að móttaka skemmtiferðaskipa væri besta ráðstöfun Íslands á náttúruauðlindum, áfangastöðum og kolefnisspori ferðaþjónustunnar. Þá sagði Skarphéðinn að hafnarstjórar geti ákveðið að fjölga komum skemmtiferðaskipa og gagnrýndi það fyrirkomulag. Hér væru margir innviðir sem ekki réðu við aukið álag. „Miðað við kolefnissporið af skipunum, átroðninginn og mannmergðina er illa farið með það svigrúm sem við höfum. Við ættum ekki að nota kolefnisspor okkar í þetta,“ sagði Skarphéðinn. Þá vildi hann meina að heildartekjur af skemmtiferðaskipum væru um fimm milljarðar króna á ári. Segir margt ekki rétt Pétur Ólafsson, hafnarstjóri hjá Hafnarsamlagi Norðurlands og formaður hagsmunasamtakanna Cruise Iceland, segir í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í kjölfar viðtals Skarphéðins að margt sem Skarphéðinn hafi sagt sé einfaldlega ekki rétt. Hann segir að það sé ekki rétt að hafnarstjórar ákveði hömlur á komur skemmtiferðaskipa heldur séu það hafnarstjórnir og eftir atvikum sveitarstjórnir hverrar hafnar. Síðan er það hafnarstjóra að framfylgja stefnumarkandi ákvörðunum. Þegar kemur að umhverfismálum bendir Pétur á að kolefnisspor Íslands sé ekki metið út frá komum skemmtiferðaskipa hingað til lands enda eru skipin ekki skráð á íslandi. Hins vegar hafa Faxaflóahafnir innleitt öflugt umhverfiseinkunarkerfi með ívilnunum og álögnum. Markmiðið með fyrirkomulaginu er að koma á fjárhagslegu hvatakerfi til reksturs umhverfisvænni skemmtiferðaskipa. Lýsir vanþekkingu Pétur vill meina að áætlun Skarphéðins um heildartekjur af skemmtiferðaskipum lýsi skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu á uppbyggingu þessa hluta ferðaþjónustunnar. Tölurnar sem hann hafi stutt sig við í viðtalinu séu í engu samræmi við raunveruleikann. „Könnun á fjárhagslegum áhrifum af komum skemmtiferðaskipa sem Cruise Iceland fól bresku fyrirtækinu GP Wild International og Business Research & Economics Advisors að gera árið 2018 leiddi í ljós að komur skemmtiferðaskipa voru að skapa 920 heilsárs störf og þjóðhagslegur ávinningur væri 16,4 milljarðar króna. Ef tillit er tekið til þeirrar 13% aukningar milli áranna 2018 og 2022, má reikna með að komur skemmtiferðaskipa skili á þessu ári um 18,5 milljörðum króna í þjóðarbúið,“ segir Pétur. Mikilvægustu farþegarnir Farþegum í farþegaskiptum hefur fjölgað síðustu ár. Farþegaskiptafarþegar eru þeir sem hefja eða enda skemmtiferðasiglingu sína hér á landi, þeir fljúga til eða frá landinu og dvelja hér í einhverja daga. „Farþegar gista á betri hótelum borgarinnar, borða á veitingastöðum, leigja bílaleigubíla, fara í skoðunarferðir, heimsækja söfn og nýta sér margvíslega aðra afþreyingu. Þá skapa komur skemmtiferðaskipa í farþegaskiptum mun fleiri störf í landi. Það stefnir í að farþegar í farþegaskiptum verði hátt í 85 þúsund á árinu 2023, eða fjölgun upp á 60% milli ára,“ segir Pétur. Hann vitnar í könnun Wonderfull Copenhagen sem gerð var fyrir Kaupmannahöfn en í henni kemur fram að farþegaskiptafarþegar skilji ríflega þrisvar sinnum meira eftir sig í hagkerfinu en almennir skemmtiferðaskipafarþegar. „Við hlökkum til samstarfs við Ferðamálastofu og vonum að nýr ferðamálastjóri, sem tekur við keflinu um áramót, eigi eftir að sjá mikilvægi þess að eiga jákvætt og uppbyggilegt samtal við Cruise Iceland og þróa ferðaþjónustuna áfram með þeim aðilum sem tengjast þessari tegund ferðamennsku til jafns við aðra,“ segir í lok tilkynningarinnar. Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Allt fullt við höfnina og þurftu að kasta akkeri á Pollinum Þrjú skemmtiferðaskip höfðu boðað komu sína á Akureyri í dag en aðeins var pláss fyrir tvö þeirra við bryggjuna. Því þurfti eitt skipið að kasta akkeri á Pollinum. 15. júlí 2022 20:47 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í síðustu viku ræddi ferðamálavefsíðan Túristi við Skarphéðinn Berg Steinarsson, fráfarandi ferðamálastjóra, og sagðist hann hafa miklar efasemdir um að móttaka skemmtiferðaskipa væri besta ráðstöfun Íslands á náttúruauðlindum, áfangastöðum og kolefnisspori ferðaþjónustunnar. Þá sagði Skarphéðinn að hafnarstjórar geti ákveðið að fjölga komum skemmtiferðaskipa og gagnrýndi það fyrirkomulag. Hér væru margir innviðir sem ekki réðu við aukið álag. „Miðað við kolefnissporið af skipunum, átroðninginn og mannmergðina er illa farið með það svigrúm sem við höfum. Við ættum ekki að nota kolefnisspor okkar í þetta,“ sagði Skarphéðinn. Þá vildi hann meina að heildartekjur af skemmtiferðaskipum væru um fimm milljarðar króna á ári. Segir margt ekki rétt Pétur Ólafsson, hafnarstjóri hjá Hafnarsamlagi Norðurlands og formaður hagsmunasamtakanna Cruise Iceland, segir í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í kjölfar viðtals Skarphéðins að margt sem Skarphéðinn hafi sagt sé einfaldlega ekki rétt. Hann segir að það sé ekki rétt að hafnarstjórar ákveði hömlur á komur skemmtiferðaskipa heldur séu það hafnarstjórnir og eftir atvikum sveitarstjórnir hverrar hafnar. Síðan er það hafnarstjóra að framfylgja stefnumarkandi ákvörðunum. Þegar kemur að umhverfismálum bendir Pétur á að kolefnisspor Íslands sé ekki metið út frá komum skemmtiferðaskipa hingað til lands enda eru skipin ekki skráð á íslandi. Hins vegar hafa Faxaflóahafnir innleitt öflugt umhverfiseinkunarkerfi með ívilnunum og álögnum. Markmiðið með fyrirkomulaginu er að koma á fjárhagslegu hvatakerfi til reksturs umhverfisvænni skemmtiferðaskipa. Lýsir vanþekkingu Pétur vill meina að áætlun Skarphéðins um heildartekjur af skemmtiferðaskipum lýsi skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu á uppbyggingu þessa hluta ferðaþjónustunnar. Tölurnar sem hann hafi stutt sig við í viðtalinu séu í engu samræmi við raunveruleikann. „Könnun á fjárhagslegum áhrifum af komum skemmtiferðaskipa sem Cruise Iceland fól bresku fyrirtækinu GP Wild International og Business Research & Economics Advisors að gera árið 2018 leiddi í ljós að komur skemmtiferðaskipa voru að skapa 920 heilsárs störf og þjóðhagslegur ávinningur væri 16,4 milljarðar króna. Ef tillit er tekið til þeirrar 13% aukningar milli áranna 2018 og 2022, má reikna með að komur skemmtiferðaskipa skili á þessu ári um 18,5 milljörðum króna í þjóðarbúið,“ segir Pétur. Mikilvægustu farþegarnir Farþegum í farþegaskiptum hefur fjölgað síðustu ár. Farþegaskiptafarþegar eru þeir sem hefja eða enda skemmtiferðasiglingu sína hér á landi, þeir fljúga til eða frá landinu og dvelja hér í einhverja daga. „Farþegar gista á betri hótelum borgarinnar, borða á veitingastöðum, leigja bílaleigubíla, fara í skoðunarferðir, heimsækja söfn og nýta sér margvíslega aðra afþreyingu. Þá skapa komur skemmtiferðaskipa í farþegaskiptum mun fleiri störf í landi. Það stefnir í að farþegar í farþegaskiptum verði hátt í 85 þúsund á árinu 2023, eða fjölgun upp á 60% milli ára,“ segir Pétur. Hann vitnar í könnun Wonderfull Copenhagen sem gerð var fyrir Kaupmannahöfn en í henni kemur fram að farþegaskiptafarþegar skilji ríflega þrisvar sinnum meira eftir sig í hagkerfinu en almennir skemmtiferðaskipafarþegar. „Við hlökkum til samstarfs við Ferðamálastofu og vonum að nýr ferðamálastjóri, sem tekur við keflinu um áramót, eigi eftir að sjá mikilvægi þess að eiga jákvætt og uppbyggilegt samtal við Cruise Iceland og þróa ferðaþjónustuna áfram með þeim aðilum sem tengjast þessari tegund ferðamennsku til jafns við aðra,“ segir í lok tilkynningarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Allt fullt við höfnina og þurftu að kasta akkeri á Pollinum Þrjú skemmtiferðaskip höfðu boðað komu sína á Akureyri í dag en aðeins var pláss fyrir tvö þeirra við bryggjuna. Því þurfti eitt skipið að kasta akkeri á Pollinum. 15. júlí 2022 20:47 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Allt fullt við höfnina og þurftu að kasta akkeri á Pollinum Þrjú skemmtiferðaskip höfðu boðað komu sína á Akureyri í dag en aðeins var pláss fyrir tvö þeirra við bryggjuna. Því þurfti eitt skipið að kasta akkeri á Pollinum. 15. júlí 2022 20:47