„Innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. desember 2022 21:08 Aron Pálmarsson brosti sínu breiðasta þegar hann var kynntur til leiks sem nýr leikmaður FH frá og með næsta tímabili. Vísir/Hulda Margrét Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, skrifaði fyrr í kvöld undir samning við uppeldisfélag sitt FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís-deild karla. Múgur og margmenni var mættur í Kaplakrika í kvöld til að taka á móti hetjunni sem er að snúa aftur til FH eftir 14 ár í atvinnumennsku. Þessi 32 ára gamla skytta segir tilfinninguna hafa verið ótrúlega þegar hann gekk inn í salinn. „Mér líður bara frábærlega. Ég bjóst nú alveg við fólki í Krikann, en ekki alveg svona kannski. Þetta sýnir bara hvað klúbburinn er flottur og þetta er spennandi,“ sagði Aron í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur að undirskriftinni lokinni. Það kom líklega flestum á óvart þegar fréttir fóru að berast af því í morgun að Aron væri á heimleið eftir 14 ára atvinnumannaferil. Aron er enn aðeins 32 ára gamall og á því enn nokkur ár eftir af ferlinum, en hann segir að dóttir hans sem er búsett hér á landi hafi lengi togað í hann. „Ég er alveg búinn að hafa þetta lengi í maganum og alvarlega síðan kannski í sumar eða snemma í haust. Í rauninni hefur þetta aðeins dregið á mig síðan stelpan mín fæddist. Hún náttúrulega býr hérna á Íslandi þannig að það skiptir auðvitað miklu máli.“ „En svo í sumar, eða rétt eftir sumarið, þá fannst mér ég vera að hallast að því að koma heim. Þannig ég hafði bara samband við FH og þá gekk þetta - allavega fyrir mitt leyti - frekar „smooth“. Þannig ég er bara þakklátur FH og auðvitað Álaborg fyrir skilninginn. Þetta endaði bara þannig að þetta kláraðist hérna í dag.“ Þá segir Aron að samtalið við Álaborg hafi verið gríðarlega erfitt. „Ég frestaði því örugglega nokkrum sinnum. Þannig að samtalið í fyrsta lagi var mjög erfitt, en það var léttir þegar það var búið. Svo tók það nokkrar vikur líka að klára að skrifa undir það. Ekki það, við vorum búin að ná samkomulagi, en bara að taka þessa ákvörðun.“ „En innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun. Hún var erfið en að sama skapi líka auðveld finnst mér.“ Eins og Aron segir þá var það hann sem hafði samband við FH að fyrra bragði og leikmaðurinn fer ekkert ofan af því að það var aldrei neitt annað lið sem kom til greina. „Nei. Ég held að flestir viti það að ég myndi aldrei spila með neinu öðru liði á Íslandi þannig ég gaf aldrei færi á mér í eitthvað svoleiðis.“ Þá segir Aron að þrátt fyrir það að ákvörðunin um að koma heim til að vera meira með dóttur sinni hafi í sjálfu sér verið auðveld þá hafi ákvörðunin um að koma heim til að spila handbolta, enn aðeins 32 ára gamall, verið erfið. „Já algjörlega. Við skulum heldur ekkert gleyma því að ég er búinn að búa úti í 14 ár núna og þekki ekkert annað öll mín fullorðinsár. Þannig að það er í mörg hörn að líta og eins og ég sagði áðan þá er þetta búið að taka langan tíma. Ég er búinn að fara yfir þetta margoft, tala við mitt fólk, utanaðkomandi fólk og ég veit ekki hvað og hvað.“ „En á endanum komst ég alltaf að því að þetta væri besta ákvörðunin fyrir mig og mína. Nú get ég bæði spilað handbolta og eins og ég sagði í yfirlýsingunni minni í dag þá er ég ekkert að koma heim til að enda ferilinn. Ég ætla bara að halda mér á þeim stað sem ég er og eins og með landsliðið og annað þá þarf ég að halda mér í góðu standi. Ég er fyrirliði þeirra og ætla að halda mér þar, þannig ég á nóg eftir,“ sagði FH-ingurinn Aron Pálmarsson. Viðtalið við Aron má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. FH Olís-deild karla Hafnarfjörður Tengdar fréttir Aron formlega kynntur til leiks hjá FH Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu. 22. desember 2022 20:15 Bein útsending: FH kynnir Aron til leiks Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi FH þar sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson verður kynntur til leiks hjá félaginu. 22. desember 2022 19:00 Aron Pálmarsson kemur heim með þrjátíu stóra titla á ferilskránni Aron Pálmarsson er sigursælasti handboltamaður Íslands á erlendri grundu. Nú hefur hann ákveðið að snúa aftur heim til Íslands eftir mögnuð fjórtán ár í atvinnumennsku í bestu deildum heims. 22. desember 2022 12:00 Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. 22. desember 2022 10:52 Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. 22. desember 2022 07:44 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Múgur og margmenni var mættur í Kaplakrika í kvöld til að taka á móti hetjunni sem er að snúa aftur til FH eftir 14 ár í atvinnumennsku. Þessi 32 ára gamla skytta segir tilfinninguna hafa verið ótrúlega þegar hann gekk inn í salinn. „Mér líður bara frábærlega. Ég bjóst nú alveg við fólki í Krikann, en ekki alveg svona kannski. Þetta sýnir bara hvað klúbburinn er flottur og þetta er spennandi,“ sagði Aron í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur að undirskriftinni lokinni. Það kom líklega flestum á óvart þegar fréttir fóru að berast af því í morgun að Aron væri á heimleið eftir 14 ára atvinnumannaferil. Aron er enn aðeins 32 ára gamall og á því enn nokkur ár eftir af ferlinum, en hann segir að dóttir hans sem er búsett hér á landi hafi lengi togað í hann. „Ég er alveg búinn að hafa þetta lengi í maganum og alvarlega síðan kannski í sumar eða snemma í haust. Í rauninni hefur þetta aðeins dregið á mig síðan stelpan mín fæddist. Hún náttúrulega býr hérna á Íslandi þannig að það skiptir auðvitað miklu máli.“ „En svo í sumar, eða rétt eftir sumarið, þá fannst mér ég vera að hallast að því að koma heim. Þannig ég hafði bara samband við FH og þá gekk þetta - allavega fyrir mitt leyti - frekar „smooth“. Þannig ég er bara þakklátur FH og auðvitað Álaborg fyrir skilninginn. Þetta endaði bara þannig að þetta kláraðist hérna í dag.“ Þá segir Aron að samtalið við Álaborg hafi verið gríðarlega erfitt. „Ég frestaði því örugglega nokkrum sinnum. Þannig að samtalið í fyrsta lagi var mjög erfitt, en það var léttir þegar það var búið. Svo tók það nokkrar vikur líka að klára að skrifa undir það. Ekki það, við vorum búin að ná samkomulagi, en bara að taka þessa ákvörðun.“ „En innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun. Hún var erfið en að sama skapi líka auðveld finnst mér.“ Eins og Aron segir þá var það hann sem hafði samband við FH að fyrra bragði og leikmaðurinn fer ekkert ofan af því að það var aldrei neitt annað lið sem kom til greina. „Nei. Ég held að flestir viti það að ég myndi aldrei spila með neinu öðru liði á Íslandi þannig ég gaf aldrei færi á mér í eitthvað svoleiðis.“ Þá segir Aron að þrátt fyrir það að ákvörðunin um að koma heim til að vera meira með dóttur sinni hafi í sjálfu sér verið auðveld þá hafi ákvörðunin um að koma heim til að spila handbolta, enn aðeins 32 ára gamall, verið erfið. „Já algjörlega. Við skulum heldur ekkert gleyma því að ég er búinn að búa úti í 14 ár núna og þekki ekkert annað öll mín fullorðinsár. Þannig að það er í mörg hörn að líta og eins og ég sagði áðan þá er þetta búið að taka langan tíma. Ég er búinn að fara yfir þetta margoft, tala við mitt fólk, utanaðkomandi fólk og ég veit ekki hvað og hvað.“ „En á endanum komst ég alltaf að því að þetta væri besta ákvörðunin fyrir mig og mína. Nú get ég bæði spilað handbolta og eins og ég sagði í yfirlýsingunni minni í dag þá er ég ekkert að koma heim til að enda ferilinn. Ég ætla bara að halda mér á þeim stað sem ég er og eins og með landsliðið og annað þá þarf ég að halda mér í góðu standi. Ég er fyrirliði þeirra og ætla að halda mér þar, þannig ég á nóg eftir,“ sagði FH-ingurinn Aron Pálmarsson. Viðtalið við Aron má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
FH Olís-deild karla Hafnarfjörður Tengdar fréttir Aron formlega kynntur til leiks hjá FH Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu. 22. desember 2022 20:15 Bein útsending: FH kynnir Aron til leiks Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi FH þar sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson verður kynntur til leiks hjá félaginu. 22. desember 2022 19:00 Aron Pálmarsson kemur heim með þrjátíu stóra titla á ferilskránni Aron Pálmarsson er sigursælasti handboltamaður Íslands á erlendri grundu. Nú hefur hann ákveðið að snúa aftur heim til Íslands eftir mögnuð fjórtán ár í atvinnumennsku í bestu deildum heims. 22. desember 2022 12:00 Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. 22. desember 2022 10:52 Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. 22. desember 2022 07:44 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Aron formlega kynntur til leiks hjá FH Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu. 22. desember 2022 20:15
Bein útsending: FH kynnir Aron til leiks Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi FH þar sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson verður kynntur til leiks hjá félaginu. 22. desember 2022 19:00
Aron Pálmarsson kemur heim með þrjátíu stóra titla á ferilskránni Aron Pálmarsson er sigursælasti handboltamaður Íslands á erlendri grundu. Nú hefur hann ákveðið að snúa aftur heim til Íslands eftir mögnuð fjórtán ár í atvinnumennsku í bestu deildum heims. 22. desember 2022 12:00
Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. 22. desember 2022 10:52
Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. 22. desember 2022 07:44