Segir ástandið í miðborginni orðið gott fyrir Þorláksmessuösina Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2022 15:43 Klakabunkar hafa víða myndast þar sem bræðslukerfi hefur ekki undan að bræða snjó í miðborginni. Myndin var tekin í dag en nú á að vera búið að sanda og salta á helstu gönguleiðum þar. Vísir/Sigurjón Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið hörðum höndum að því að salta og sanda gangstéttir og göngugötur í miðborginni. Yfirmaður vetrarþjónustu borgarinnar segir að kerfið þar ætti nú að vera í lagi þó að einhverjir hálkublettir kunni að leynast einhvers staðar ennþá. Færð á akvegum og göngustígum í borginni hefur verið erfið frá því að mikla snjókomu gerði á aðfararnótt laugardags. Klára átti að ryðja síðustu húsagöturnar fyrir bílaumferð í gærkvöldi og í morgun. Nokkuð hefur verið kvartað undan að moksturinn gangi hægt í vikunni en formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar sagði í gær að 26 snjóruðningstæki undirverktaka hafi ekki skilað sér út á göturnar fyrsta sólarhringinn eftir að snjókoman hófst. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hafa einnig vakið athygli á mikilli hálku á stéttum og göngugötum í miðborginni allt frá því um síðustu helgi. Þorláksmessa er einn annasamasti dagur ársins í miðborginni en þá flykkist fólk þangað, ýmist til að versla, fara í friðargöngu eða njóta veitinga kvöldið fyrir jól. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg sem vetrarþjónustan heyrir undir, segir að unnið hafi verið á fullu við að salta og sanda klakabunka sem bræðslukerfi í miðborginni önnuðu ekki undanfarna tvo til þrjá daga. Verkefnið sé tímafrekt þar sem því þurfi að miklu leyti að sinna handvirkt. „En það er okkar mat að eins og staðan er núna þá eigi þetta að vera í lagi,“ segir Hjalti við Vísi. Bræðslukerfin undir gangstéttum séu ekki hönnuð fyrir aðstæður eins og verið hafa með miklum snjó og frosti. Því þurfi að grípa til gamalla og góðra ráða eins og að salta og sanda. Ferðamenn labba yfir ísilagða götu við Hallgrímstorg í Reykjavík á Þorláksmessu.Vísir/Sigurjón Göngustígar eiga að vera greiðfærir Hvað gangstéttir og göngustíga í borginni almennt varðar segir Hjalti að þeir eigi að vera greiðfærir fyrir hjólandi og gangandi að mestu leyti. Vel hafi tekist að ryðja það kerfi í gegnum veðurhvellinn nú og ekki hafi borist margar ábendingar vegna þess. Blaðamaður varð þó sjálfur vitni að því að skafin gangstétt við Hringbraut endaði í illfæru skafli við gatnamót við Framnesveg í dag. Hjólreiðamaður sem átti þar leið hafði aðeins um tvo kosti að velja: að halda á hjólinu og skakklappast í gegnum skaflinn eða hætta sér út á fjölfarna götuna. Þessi hjólreiðamaður hafði ekki marga kosti í stöðunni þegar hann kom að skafli á gangstétt við gatnamót Hringbrautar og Framnesvegar á Þorláksmessudag.Vísir/Kjartan Hjalti segir að þegar búið séð að ryðja gatnakerfið í kross verði til ruðningar. „Þetta er bara það sem við eigum svo eftir að snyrta til. Við munum reyna að fara í þessu helstu gatnamót og snyrta þau til. Það er alveg örugglega einhverjir svona staðir sem svona ástand er á stígakerfinu,“ segir hann. Allir megin- og tengistígar eigi hins vegar að vera í frambærilegu ástandi. Reykjavík Snjómokstur Göngugötur Samgöngur Tengdar fréttir Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Færð á akvegum og göngustígum í borginni hefur verið erfið frá því að mikla snjókomu gerði á aðfararnótt laugardags. Klára átti að ryðja síðustu húsagöturnar fyrir bílaumferð í gærkvöldi og í morgun. Nokkuð hefur verið kvartað undan að moksturinn gangi hægt í vikunni en formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar sagði í gær að 26 snjóruðningstæki undirverktaka hafi ekki skilað sér út á göturnar fyrsta sólarhringinn eftir að snjókoman hófst. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hafa einnig vakið athygli á mikilli hálku á stéttum og göngugötum í miðborginni allt frá því um síðustu helgi. Þorláksmessa er einn annasamasti dagur ársins í miðborginni en þá flykkist fólk þangað, ýmist til að versla, fara í friðargöngu eða njóta veitinga kvöldið fyrir jól. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg sem vetrarþjónustan heyrir undir, segir að unnið hafi verið á fullu við að salta og sanda klakabunka sem bræðslukerfi í miðborginni önnuðu ekki undanfarna tvo til þrjá daga. Verkefnið sé tímafrekt þar sem því þurfi að miklu leyti að sinna handvirkt. „En það er okkar mat að eins og staðan er núna þá eigi þetta að vera í lagi,“ segir Hjalti við Vísi. Bræðslukerfin undir gangstéttum séu ekki hönnuð fyrir aðstæður eins og verið hafa með miklum snjó og frosti. Því þurfi að grípa til gamalla og góðra ráða eins og að salta og sanda. Ferðamenn labba yfir ísilagða götu við Hallgrímstorg í Reykjavík á Þorláksmessu.Vísir/Sigurjón Göngustígar eiga að vera greiðfærir Hvað gangstéttir og göngustíga í borginni almennt varðar segir Hjalti að þeir eigi að vera greiðfærir fyrir hjólandi og gangandi að mestu leyti. Vel hafi tekist að ryðja það kerfi í gegnum veðurhvellinn nú og ekki hafi borist margar ábendingar vegna þess. Blaðamaður varð þó sjálfur vitni að því að skafin gangstétt við Hringbraut endaði í illfæru skafli við gatnamót við Framnesveg í dag. Hjólreiðamaður sem átti þar leið hafði aðeins um tvo kosti að velja: að halda á hjólinu og skakklappast í gegnum skaflinn eða hætta sér út á fjölfarna götuna. Þessi hjólreiðamaður hafði ekki marga kosti í stöðunni þegar hann kom að skafli á gangstétt við gatnamót Hringbrautar og Framnesvegar á Þorláksmessudag.Vísir/Kjartan Hjalti segir að þegar búið séð að ryðja gatnakerfið í kross verði til ruðningar. „Þetta er bara það sem við eigum svo eftir að snyrta til. Við munum reyna að fara í þessu helstu gatnamót og snyrta þau til. Það er alveg örugglega einhverjir svona staðir sem svona ástand er á stígakerfinu,“ segir hann. Allir megin- og tengistígar eigi hins vegar að vera í frambærilegu ástandi.
Reykjavík Snjómokstur Göngugötur Samgöngur Tengdar fréttir Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50