Jókerinn setti upp sýningu á Jóladag | Boston vann loks leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2022 10:45 Þessi kann vel við sig á Jóladag. Justin Tafoya/Getty Images Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna ótrúlegan sigur Denver Nuggets á Phoenix Suns í framlengdum leik. Boston Celtics vann stórsigur á Milwaukke Bucks og Los Angeles Lakers örugglega fyrir Dallas Mavericks. Mest spennandi leikur næturinnar var án efa leikur Nuggets og Suns. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en að fjórum leikhlutum loknum var staðan jöfn, 113-113. Því þurfti að framlengja en þar reyndist topplið Vesturdeildarinnar sterkari aðilinn, Nuggets skoraði 15 stig gegn Suns og vann þriggja stiga sigur. Lokatölur 128-125 og Nuggets nú unnið 21 af 32 leikjum sínum í deildinni. Nikola Jokić var að venju frábær í liði Nuggets en átti sérstaklega góðan leik í nótt. Hann var með þrefalda tvennu, skoraði 41 stig ásamt því að gefa 15 stoðsendingar og taka 15 fráköst. Aaron Gordon skoraði 28 stig og tók 13 fráköst á meðan Jamal Murray skoraði 26 stig. Nikola. Jokic.41 PTS15 REB15 ASTNuggets OT W#NBAXmas pic.twitter.com/YnVXxOF0u1— NBA (@NBA) December 26, 2022 Devin Booker fór meiddur snemma af velli í liði Suns og hafði það án áhrif á spilamennsku gestanna. Landr Shamet endaði stigahæstur í liði Suns með 31 stig á meðan Deandre Ayton skoraði 22 og tók 16 fráköst. Chris Paul skoraði 17 stig og gaf 16 stoðsendingar. Eftir slakt gengi upp á síðkastið þá sýndi Boston Celtics allar sínar bestu hliðar í stórsigri á Milwaukee Bucks í nótt, lokatölur 139-118. Jayson Tatum skoraði 41 stig í liði Boston og Jaylen Brown gerði 29 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo með 27 stig og Jrue Holiday með 23 stig. 41 PTS7 REB5 AST3 STLWJayson Tatum delivers an #NBAXmas gift to Celtics fans. pic.twitter.com/z2jKfaTTyz— NBA (@NBA) December 26, 2022 Los Angeles Lakers byrjaði vel gegn Dallas Mavericks en í þriðja leikhluta fór allt til fjandans hjá LeBron James og félögum. Dallas skoraði 51 stig og vann á endanum níu stiga sigur, lokatölur 124-115. Luka Dončić skoraði 32 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Christian Wood skoraði 30 stig og Tim Hardaway Jr. skoraði 26 stig. LeBron bar af hjá Lakers með 38 stig. Russell Westbrook kom þar á eftir með 17 stig. Joel Embiid skoraði 35 stig í sigri Philadelphia 76ers á New York Knicks, lokatölur 119-112 76ers í vil. James Harden skoraði 29 stig í liði 76ers og gaf 13 stoðsendingar. Julius Randle var stigahæstur hjá Knicks með 35 stig. An #NBAXmas record 10 players scored 30+ points today.Joel Embiid (35 PTS)Julius Randle (35 PTS)LeBron James (38 PTS)Luka Doncic (32 PTS)Christian Wood (30 PTS)Jayson Tatum (41 PTS)Ja Morant (36 PTS)Jordan Poole (32 PTS)Nikola Jokic (41 PTS)Landry Shamet (31 PTS) pic.twitter.com/etaGp6O3mT— NBA (@NBA) December 26, 2022 Að lokum unnu meistarar Golden State Warriors góðan sigur á Memphis Grizzlies, 123-109, þó Stephen Curry væri fjarri góðu gamni. Jordan Poole skoraði 32 stig í liði Warriors og Klay Thompson 24 stig. Ja Morant var stigahæstur hjá Memphis með 36 stig. Körfubolti NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Mest spennandi leikur næturinnar var án efa leikur Nuggets og Suns. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en að fjórum leikhlutum loknum var staðan jöfn, 113-113. Því þurfti að framlengja en þar reyndist topplið Vesturdeildarinnar sterkari aðilinn, Nuggets skoraði 15 stig gegn Suns og vann þriggja stiga sigur. Lokatölur 128-125 og Nuggets nú unnið 21 af 32 leikjum sínum í deildinni. Nikola Jokić var að venju frábær í liði Nuggets en átti sérstaklega góðan leik í nótt. Hann var með þrefalda tvennu, skoraði 41 stig ásamt því að gefa 15 stoðsendingar og taka 15 fráköst. Aaron Gordon skoraði 28 stig og tók 13 fráköst á meðan Jamal Murray skoraði 26 stig. Nikola. Jokic.41 PTS15 REB15 ASTNuggets OT W#NBAXmas pic.twitter.com/YnVXxOF0u1— NBA (@NBA) December 26, 2022 Devin Booker fór meiddur snemma af velli í liði Suns og hafði það án áhrif á spilamennsku gestanna. Landr Shamet endaði stigahæstur í liði Suns með 31 stig á meðan Deandre Ayton skoraði 22 og tók 16 fráköst. Chris Paul skoraði 17 stig og gaf 16 stoðsendingar. Eftir slakt gengi upp á síðkastið þá sýndi Boston Celtics allar sínar bestu hliðar í stórsigri á Milwaukee Bucks í nótt, lokatölur 139-118. Jayson Tatum skoraði 41 stig í liði Boston og Jaylen Brown gerði 29 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo með 27 stig og Jrue Holiday með 23 stig. 41 PTS7 REB5 AST3 STLWJayson Tatum delivers an #NBAXmas gift to Celtics fans. pic.twitter.com/z2jKfaTTyz— NBA (@NBA) December 26, 2022 Los Angeles Lakers byrjaði vel gegn Dallas Mavericks en í þriðja leikhluta fór allt til fjandans hjá LeBron James og félögum. Dallas skoraði 51 stig og vann á endanum níu stiga sigur, lokatölur 124-115. Luka Dončić skoraði 32 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Christian Wood skoraði 30 stig og Tim Hardaway Jr. skoraði 26 stig. LeBron bar af hjá Lakers með 38 stig. Russell Westbrook kom þar á eftir með 17 stig. Joel Embiid skoraði 35 stig í sigri Philadelphia 76ers á New York Knicks, lokatölur 119-112 76ers í vil. James Harden skoraði 29 stig í liði 76ers og gaf 13 stoðsendingar. Julius Randle var stigahæstur hjá Knicks með 35 stig. An #NBAXmas record 10 players scored 30+ points today.Joel Embiid (35 PTS)Julius Randle (35 PTS)LeBron James (38 PTS)Luka Doncic (32 PTS)Christian Wood (30 PTS)Jayson Tatum (41 PTS)Ja Morant (36 PTS)Jordan Poole (32 PTS)Nikola Jokic (41 PTS)Landry Shamet (31 PTS) pic.twitter.com/etaGp6O3mT— NBA (@NBA) December 26, 2022 Að lokum unnu meistarar Golden State Warriors góðan sigur á Memphis Grizzlies, 123-109, þó Stephen Curry væri fjarri góðu gamni. Jordan Poole skoraði 32 stig í liði Warriors og Klay Thompson 24 stig. Ja Morant var stigahæstur hjá Memphis með 36 stig.
Körfubolti NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira