Er Musk að „trömpa” Twitter? Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar 1. janúar 2023 21:00 Notendur Twitter hafa sennilega aldrei verið tvístraðri. Er Elon Musk kærulaus og eigingjarn miljarðamæringur sem veður áfram hugsunarlaust? Eða er hann óeigingjarn miljarðamæringur sem vill mannkyninu vel og fórnar sér fyrir málstaðinn? Þetta ættu í grófum dráttum að vera pólarnir sem annað hvort laða fram hatur eða ást á fyrirbærinu Elon Musk. Undanfarin misseri hefur ofurhuginn og viðskiptajöfurinn komið með þónokkuð djörf skot í færslum á Twitter, sem ekkert lát er á. Hann er orðinn jafn ötull og Trump var í bæði afdráttarlausum skoðunum og færslufjölda. Þann, 28. desember sl. beindi hann enn og aftur athyglinni að Dr Anthony Fauci, fráfarandi sóttvarnarlækni Bandaríkjanna og skrifaði eftirfarandi: „Almost no one seems to realize that the head of bioethics at NIH - the person who is supposed to make sure that Fauci behaves ethically - is his wife.“ Sem þýðir eftirfarandi: „Nánast enginn virðist gera sér grein fyrir því að yfirmaður eftirlitstofnunar hjá NIH - sá sem á að sjá til þess að Fauci hagi sér siðferðilega - er eiginkona hans.“ Bendir hann þar á augljós hagsmunatengsl og spillingu sem hefur fengið að grassera árum saman án þess að á það sé minnst þótt þessi staðreynd sé vel þekkt. NIH er Bandaríska heilbrigðismálastofnunin sem Fauci hefur verið í forsvari fyrir í tugi ára. Eiginkona hans, Christine Grady, gegnir ábyrgðarstöðu þar líka. Fyrr í mánuðinum, þann 11. desember skrifaði Elon Musk: „My pronouns are Prosecute/Fauci“ eða „Fornöfnin mín eru saksækið/Fauci“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa og 1,2 miljón notendur líkuðu við ummælin en fjölmargir gagnrýndu einnig meinta aðför gagnvart baráttu kvára. Svaraði þá Musk eftirfarandi: „I strongly disagree. Forcing your pronouns upon others when they didn’t ask, and implicitly ostracizing those who don’t, is neither good nor kind to anyone. As for Fauci, he lied to Congress and funded gain-of-function research that killed millions of people. Not awesome imo.“ Eða á íslensku: „Ég er mjög ósammála. Að þröngva fornöfnum þínum upp á aðra óspurðum, og óbeint útskúfa þeim sem gera það ekki, er hvorki gott né hugulsamt gagnvart neinum. Hvað Fauci varðar, þá laug hann að þinginu og fjármagnaði rannsóknir sem drápu milljónir manna. Mér finnst það ekki æðislegt.“ Hér er Musk að vitna í hinar umdeildu “Gain of Function” – rannsóknir sem hafa farið fram í veirurannsóknarsetrinu í Wuhan í mörg ár. Trump benti snemma á þessa tengingu við hugsanlegan efnaleka úr rannsóknarsetrinu en upplýsingarnar voru afgreiddar sem samsæriskenningar.En eins og þekkt er orðið í dag hefur heilbrigðisstofnunin NIH í Bandaríkjunum, sem Dr Fauci er í forsvari fyrir, fjármagnað rannsóknir á kórónuveirum í rannsóknarsetrinu „Wuhan Institute of Virology“ í fjöldamörg ár. Dr Fauci vill meina að fjárstyrkurinn hafi ekki farið í umdeildar „Gain of Function“ rannsóknir sem rannsóknarsetrið í Wuhan sérhæfir sig í. Gain of Function-rannsóknir eru umdeildar vegna þess hversu mikil hætta stafar af þeim en þær ganga út á það að kanna smitleiðir kórónuveira og hversu smitandi og lífshættulegar þær geta orðið. Rannsóknirnar hafa meðal annars verið framkvæmdar á leðurblökum. Elon Musk virðist nýta sér samskonar ögrandi aðferðir og fyrrverandi Bandaríkjaforseti Donald Trump, til að laða til sín athygli. Musk hefur komið sér vel fyrir í því háværa hásæti, þar sem Donald Trump var tekinn niður af stalli, er hann var útilokaður á Twitter hér um árið. Musk orðinn álíka umdeildur. En er eitthvað vit í því sem Elon Musk er að básúna út? Ásakanirnar á hendur Dr Fauci hafa verið margar en fyrir ári síðan var honum stillt upp við vegg af þingmanninum Rand Paul sem krafðist þess að Dr Fauci myndi gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir stórslys ef hættulegar veirur myndu rata út í umhverfið úr áður nefndu rannsóknarsetri. Nóbelverðlaunahafinn Luc Montagnier taldi í upphafi faraldursins að veiran væri gerð af mannavöldum. Nú síðast í byrjun desember á þessu ári steig samstarfsmaður NIH á vegum Eco Health Alliance, Andrew Huff, fram og fullyrti að kórónuveirunni hafði verið lekið viljandi eða óviljandi af umræddu veirurannsóknarsetri. Þá hefur lögfræðingurinn og umhverfissinnin Robert F Kennedy Jr nýlega gefið út bókina „The Real Anthony Fauci“ sem varpar ljósi á meintan glæpsamlegan feril sóttvarnarlæknisins. Bókin fór beint á metsölulistann í New York. Ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar í uppgjöri kórónuveirufaraldursins, og svo virðist sem Elon Musk, hafi nú einnig tekið á sig hlutverkið að upplýsa jarðarbúa um hvað hefur verið í gangi á bakvið þöggunartjöldin síðastliðin faraldsár með því að opinbera hvernig FBI ritstýrði og þaggaði umræður og notendur á Twitter (þeirra á meðal eru virtir læknar) í því sem hann kallar The Twitter Files. Twitter hefur logað undanfarið í kjölfarið þrátt fyrir að fréttafjölmiðlar greini lítið sem ekkert frá. En hvað græðir Musk á að kaupa sér málfrelsi og drita upplýsingum út í alheim? Hlutafélög bæði Twitter og Tesla hafa hrapað síðastliðna mánuði. Er þetta píslarvætti eða mikilmennskubrjálæði? Hvað sem að því líður þá er Musk á góðri leið með að verða jafn umdeildur, elskaður eða hataður út í ystu öfgar líkt og Trump. Aðallega hataður ef tekið skal mið af skoðanakönnun sem Musk framkvæmdi sjálfur á Twitter þar sem hann bauð tvít-verjum að kjósa um áframhaldandi aðkomu sína að forstjórasæti Twitter. Segist hann ætla að virða lýðræðislega útkomu og stíga til hliðar. Óljóst er þó hvort hann muni stíga niður af háværa stólnum og hætta að tvíta uppljóstrunum þrátt fyrir það. Höfundur er fjölmiðlafræðingur og blaðamaður. Heimildir: Ummæli Musk á twitter: https://twitter.com/elonmusk/status/1607989683077758977?s=20&t=UYL_7fFWNTvv57IubihoKQ https://twitter.com/elonmusk/status/1602113254360162304?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1602113254360162304%7Ctwgr%5Ef3601ec8537130462887b4b1ded3b7a05cfdc66b%7Ctwcon%5Es1_c10&ref_url=https%3A%2F%2Fpublish.twitter.com%2F%3Fquery%3Dhttps3A2F2Ftwitter.com2Felonmusk2Fstatus2F1602113254360162304widget%3DTweet Rand Paul og Dr Fauci í orðaslag á bandaríska þinginu. Birt 07. nóvember 2021 https://www.youtube.com/watch?v=zWzG9sFlFHE&feature=emb_logo „The Real Anthony Fauci“ – Metsölubók Robert F Kennedy Jr https://www.goodreads.com/book/show/57147003-the-real-anthony-fauci Trump kemst á snoðir um fjármögnun NIH til Wuhan Institute of Virology https://edition.cnn.com/2020/04/30/politics/trump-intelligence-community-china-coronavirus-origins/index.html Rannsóknir á leðurblökum https://www.niaid.nih.gov/diseases-conditions/coronavirus-bat-research Rannsóknum hætt í kjölfarið á að Trump komst að tilvist þeirra https://www.ncbi.nlm.nih.gov/search/research-news/9563/ Frétt um fjármögnun rannsókna á leðurblökum í Wuhan. https://nypost.com/2021/05/25/fauci-admits-nih-funding-of-wuhan-lab-denies-gain-of-function/ Uppljóstrari á vegum Eco Health Alliance, samstarfsaðila NIH https://nypost.com/2022/12/03/scientist-with-ny-non-profit-tied-to-wuhan-lab-says-covid-man-made-virus/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Twitter Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Notendur Twitter hafa sennilega aldrei verið tvístraðri. Er Elon Musk kærulaus og eigingjarn miljarðamæringur sem veður áfram hugsunarlaust? Eða er hann óeigingjarn miljarðamæringur sem vill mannkyninu vel og fórnar sér fyrir málstaðinn? Þetta ættu í grófum dráttum að vera pólarnir sem annað hvort laða fram hatur eða ást á fyrirbærinu Elon Musk. Undanfarin misseri hefur ofurhuginn og viðskiptajöfurinn komið með þónokkuð djörf skot í færslum á Twitter, sem ekkert lát er á. Hann er orðinn jafn ötull og Trump var í bæði afdráttarlausum skoðunum og færslufjölda. Þann, 28. desember sl. beindi hann enn og aftur athyglinni að Dr Anthony Fauci, fráfarandi sóttvarnarlækni Bandaríkjanna og skrifaði eftirfarandi: „Almost no one seems to realize that the head of bioethics at NIH - the person who is supposed to make sure that Fauci behaves ethically - is his wife.“ Sem þýðir eftirfarandi: „Nánast enginn virðist gera sér grein fyrir því að yfirmaður eftirlitstofnunar hjá NIH - sá sem á að sjá til þess að Fauci hagi sér siðferðilega - er eiginkona hans.“ Bendir hann þar á augljós hagsmunatengsl og spillingu sem hefur fengið að grassera árum saman án þess að á það sé minnst þótt þessi staðreynd sé vel þekkt. NIH er Bandaríska heilbrigðismálastofnunin sem Fauci hefur verið í forsvari fyrir í tugi ára. Eiginkona hans, Christine Grady, gegnir ábyrgðarstöðu þar líka. Fyrr í mánuðinum, þann 11. desember skrifaði Elon Musk: „My pronouns are Prosecute/Fauci“ eða „Fornöfnin mín eru saksækið/Fauci“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa og 1,2 miljón notendur líkuðu við ummælin en fjölmargir gagnrýndu einnig meinta aðför gagnvart baráttu kvára. Svaraði þá Musk eftirfarandi: „I strongly disagree. Forcing your pronouns upon others when they didn’t ask, and implicitly ostracizing those who don’t, is neither good nor kind to anyone. As for Fauci, he lied to Congress and funded gain-of-function research that killed millions of people. Not awesome imo.“ Eða á íslensku: „Ég er mjög ósammála. Að þröngva fornöfnum þínum upp á aðra óspurðum, og óbeint útskúfa þeim sem gera það ekki, er hvorki gott né hugulsamt gagnvart neinum. Hvað Fauci varðar, þá laug hann að þinginu og fjármagnaði rannsóknir sem drápu milljónir manna. Mér finnst það ekki æðislegt.“ Hér er Musk að vitna í hinar umdeildu “Gain of Function” – rannsóknir sem hafa farið fram í veirurannsóknarsetrinu í Wuhan í mörg ár. Trump benti snemma á þessa tengingu við hugsanlegan efnaleka úr rannsóknarsetrinu en upplýsingarnar voru afgreiddar sem samsæriskenningar.En eins og þekkt er orðið í dag hefur heilbrigðisstofnunin NIH í Bandaríkjunum, sem Dr Fauci er í forsvari fyrir, fjármagnað rannsóknir á kórónuveirum í rannsóknarsetrinu „Wuhan Institute of Virology“ í fjöldamörg ár. Dr Fauci vill meina að fjárstyrkurinn hafi ekki farið í umdeildar „Gain of Function“ rannsóknir sem rannsóknarsetrið í Wuhan sérhæfir sig í. Gain of Function-rannsóknir eru umdeildar vegna þess hversu mikil hætta stafar af þeim en þær ganga út á það að kanna smitleiðir kórónuveira og hversu smitandi og lífshættulegar þær geta orðið. Rannsóknirnar hafa meðal annars verið framkvæmdar á leðurblökum. Elon Musk virðist nýta sér samskonar ögrandi aðferðir og fyrrverandi Bandaríkjaforseti Donald Trump, til að laða til sín athygli. Musk hefur komið sér vel fyrir í því háværa hásæti, þar sem Donald Trump var tekinn niður af stalli, er hann var útilokaður á Twitter hér um árið. Musk orðinn álíka umdeildur. En er eitthvað vit í því sem Elon Musk er að básúna út? Ásakanirnar á hendur Dr Fauci hafa verið margar en fyrir ári síðan var honum stillt upp við vegg af þingmanninum Rand Paul sem krafðist þess að Dr Fauci myndi gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir stórslys ef hættulegar veirur myndu rata út í umhverfið úr áður nefndu rannsóknarsetri. Nóbelverðlaunahafinn Luc Montagnier taldi í upphafi faraldursins að veiran væri gerð af mannavöldum. Nú síðast í byrjun desember á þessu ári steig samstarfsmaður NIH á vegum Eco Health Alliance, Andrew Huff, fram og fullyrti að kórónuveirunni hafði verið lekið viljandi eða óviljandi af umræddu veirurannsóknarsetri. Þá hefur lögfræðingurinn og umhverfissinnin Robert F Kennedy Jr nýlega gefið út bókina „The Real Anthony Fauci“ sem varpar ljósi á meintan glæpsamlegan feril sóttvarnarlæknisins. Bókin fór beint á metsölulistann í New York. Ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar í uppgjöri kórónuveirufaraldursins, og svo virðist sem Elon Musk, hafi nú einnig tekið á sig hlutverkið að upplýsa jarðarbúa um hvað hefur verið í gangi á bakvið þöggunartjöldin síðastliðin faraldsár með því að opinbera hvernig FBI ritstýrði og þaggaði umræður og notendur á Twitter (þeirra á meðal eru virtir læknar) í því sem hann kallar The Twitter Files. Twitter hefur logað undanfarið í kjölfarið þrátt fyrir að fréttafjölmiðlar greini lítið sem ekkert frá. En hvað græðir Musk á að kaupa sér málfrelsi og drita upplýsingum út í alheim? Hlutafélög bæði Twitter og Tesla hafa hrapað síðastliðna mánuði. Er þetta píslarvætti eða mikilmennskubrjálæði? Hvað sem að því líður þá er Musk á góðri leið með að verða jafn umdeildur, elskaður eða hataður út í ystu öfgar líkt og Trump. Aðallega hataður ef tekið skal mið af skoðanakönnun sem Musk framkvæmdi sjálfur á Twitter þar sem hann bauð tvít-verjum að kjósa um áframhaldandi aðkomu sína að forstjórasæti Twitter. Segist hann ætla að virða lýðræðislega útkomu og stíga til hliðar. Óljóst er þó hvort hann muni stíga niður af háværa stólnum og hætta að tvíta uppljóstrunum þrátt fyrir það. Höfundur er fjölmiðlafræðingur og blaðamaður. Heimildir: Ummæli Musk á twitter: https://twitter.com/elonmusk/status/1607989683077758977?s=20&t=UYL_7fFWNTvv57IubihoKQ https://twitter.com/elonmusk/status/1602113254360162304?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1602113254360162304%7Ctwgr%5Ef3601ec8537130462887b4b1ded3b7a05cfdc66b%7Ctwcon%5Es1_c10&ref_url=https%3A%2F%2Fpublish.twitter.com%2F%3Fquery%3Dhttps3A2F2Ftwitter.com2Felonmusk2Fstatus2F1602113254360162304widget%3DTweet Rand Paul og Dr Fauci í orðaslag á bandaríska þinginu. Birt 07. nóvember 2021 https://www.youtube.com/watch?v=zWzG9sFlFHE&feature=emb_logo „The Real Anthony Fauci“ – Metsölubók Robert F Kennedy Jr https://www.goodreads.com/book/show/57147003-the-real-anthony-fauci Trump kemst á snoðir um fjármögnun NIH til Wuhan Institute of Virology https://edition.cnn.com/2020/04/30/politics/trump-intelligence-community-china-coronavirus-origins/index.html Rannsóknir á leðurblökum https://www.niaid.nih.gov/diseases-conditions/coronavirus-bat-research Rannsóknum hætt í kjölfarið á að Trump komst að tilvist þeirra https://www.ncbi.nlm.nih.gov/search/research-news/9563/ Frétt um fjármögnun rannsókna á leðurblökum í Wuhan. https://nypost.com/2021/05/25/fauci-admits-nih-funding-of-wuhan-lab-denies-gain-of-function/ Uppljóstrari á vegum Eco Health Alliance, samstarfsaðila NIH https://nypost.com/2022/12/03/scientist-with-ny-non-profit-tied-to-wuhan-lab-says-covid-man-made-virus/
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun